Heidelberg ætlar sér að hefja framkvæmdir í sumar

Á meðan aðalfundarfulltrúar sætta sig við það að bíða eftir skýrslu um námumálin eru námumálin í fullum gangi. Í umhverfismatsskýrslu Heidelberg Materials sem er hægt að sækja í Skipulagsgáttina stendur strax á fyrstu blaðsíðu:

„Gert er ráð fyrir að bygging mölunarverksmiðju hefjist um mitt ár 2024 og ljúki 2027. Uppbygging hafnaraðstöðu hefst og lýkur samhliða byggingu mölunarverksmiðju.“

„Um mitt ár 2024“ er, þegar þetta er skrifað, eftir aðeins fjóra mánuði.

Það er nokkuð augljóst að það er furðuleg strategía hjá aðalfundarfulltrúum að bíða eftir skýrslu sem á að meta hluti - sem eru í blússandi gangi. Það mun litlu skipta hvað skýrslan segir, þegar aðalfundarfulltrúar fá loksins að lesa hana, ef mölunarverksmiðjan er þegar að rísa til himins. Og hví mun það litlu skipta þá? Vegna þess að sárafáir aðventistar, á aðalfundi eða í nýrri samtakastjórn, munu finnast nógu hugrakkir til að fara að róta í nýja samningnum ef framkvæmdir eru hafnar, af ótta við viðbrögð Eden Mining og Heidelberg Materials. (Þó það sé reyndar engin ástæða til að óttast þessi fyrirtæki, því rétt skal vera rétt.)

Að bíða eftir aðalfundi endalaust er því óskynsamlegt hjá aðalfundarfulltrúum, því skýrslan fellur í mikilvægi með degi hverjum sem beðið er eftir henni.

Það er einnig nokkuð græskulaust hjá aðalfundarfulltrúum að bíða svona endalaust. Er það ekki nokkuð augljóst að það er samtakastjórn og Deildinni - sem og Eden og Heidelberg - í hag að aðalfundur verði haldinn eins seint og mögulegt er?

Previous
Previous

Er námuskýrslunefndin hlutlaus?

Next
Next

Beiðni um gögn varðandi ástæður skýrslutafar og lögmæti frestunar á aðalfundi