SAMÞYKKTIR OG BÓKANIR

Þessi kafli er í vinnslu.

Yfirlit

Samningaviðræður samtakastjórnar (2019–2023) við Eden koma að einhverju leyti fram í fundargerðum samtakastjórnar (hluti samningaviðræðnanna er ekki aðgengilegur því hann tilheyrir trúnaðarmálum).

Viðræður fyrirtækjanna Edens, Hornsteins og HeidelbergCementGroup (og tengdra fyrirtækja) við sveitarfélagið Ölfuss hafa að einhverju leyti verið birtar í fundargerðum sveitarfélagsins. Ennfremur var haft samband við bæjarstjóra Ölfuss sem senti góðfúslega yfirlit yfir tímalínu málsins ásamt útskýringum.[1] Þegar fundargerð fannst ekki eða var ekki til staðar fyrir einhvern fund er vitnað í tölvupóst hans

Hér er að finna yfirlit yfir viðeigandi fundarmál og þar á eftir er að finna textann sjálfan.

Úr fundargerðum samtakastjórnar (2019–2023)

1.     11. maí 2021                  2021/48        Endurmat á reikningum Eden Mining

2.     13. júlí 2021                  2021/71        Samkomulag um rafmagnskapal

3.     20. september 2021      2021/79        Drög að viljayfirlýsingu Eden Mining

4.     20. september 2021      2021/80        Viðbrögð við viljayfirlýsingu Eden Mining

5.     30. september 2021      2021/87        Viljayfirlýsing frá Eden Mining

6.     5. október 2021             2021/92        Ráðleggingar frá TED

7.     9. nóvember 2021         2021/104      Endurskoðun viljayfirlýsingar

8.     14. desember 2021        2021/122      Upplýsingar um stöðu mála frá LEX

9.     11. janúar 2022             2022/7          Nýr samningur við Eden Mining

10.  17. janúar 2022             2022/8          Nýr samningur við Eden Mining

11.  18. janúar 2022             2022/9          Nýr samningur við Eden Mining

12.  10. febrúar 2022           2022/17        Bréf varðandi námuna

13.  15. febrúar 2022           2022/18        Umræða um svarbréf

14.  22. febrúar 2022           2022/20        Bréf varðandi námuna

15.  1. mars 2022                 2022/22        Boð á fund stjórnar Kirkjunnar

16.  8. mars 2022                 2022/24        Heimsókn frá Eric Guðmundss[syni]

17.  8. mars 2022                 2022/26        Fréttir varðandi viðbrögð við námusamningi

18.  29. mars 2022               2022/32        Frestun aðalfundar

19.  29. mars 2022               2022/33        Fundur með safnaðarstjórnum varðandi

                                                            starfsemi námunnar

20.  26. apríl 2022                2022/35        Kynning frá Kristjáni Ara Sigurðssyni varðandi

                                                            starfsemi námunnar

21.  3. maí 2022                    2022/39        Kynning á skýrslu frá GCAS

22.  3. maí 2022                    2022/40        Birting skýrslu GCAS

23.  10. maí 2022                  2022/54        Fundur með safnaðarstjórnum vegna námunnar

                                                            24. maí

24.  30. maí 2022                  2022/56        Opinn fundur varðandi námuna

25.  21. júní 2022                 2022/57        Opinn upplýsingafundur

26.  4. júlí 2022                    2022/58        Rekstur námunnar

27.  4. ágúst 2022                 2022/61        Upplýsingar varðandi áætlanir Heidelberg

28.  4. ágúst 2022                 2022/63        Umhverfisskýrsla

29.  30. ágúst 2022               2022/91        Minnisblað frá Lex

30.  15. september 2022      2022/95        Beiðni um að sjá minnisblað Lex

 

 

Úr fundargerðum sveitarfélagsins Ölfuss og tölvupósti bæjarstjóra

1.       18. maí 2020: Símtal og beiðni um fund

2.       27. maí 2020: Fundur þar sem hugmyndin er kynnt og rædd

3.       2. júní 2020: Beiðni um formlegar viðræður

4.       17. september 2020: 1. 2009008 – Vilyrði fyrir úthlutun á lóðum, Bæjarráð Ölfuss – 335. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tTd9NkPOl0m_0x_ZE2WybA1

5.       21. september 2020: Lóðaúthlutun staðfest í bæjarráði.

6.       24. september 2020: 9. 2009002F - Bæjarráð Ölfuss – 335, Bæjarstjórn Ölfuss – 283. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=fkiDXmeNckmxR3lk2FI6bA1

7.       5. nóvember 2020: 3. 2011004 – Viljayfirlýsing, Bæjarráð Ölfuss – 338. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=Iv8f6ukzG0m1IpJzNqIv4w1

8.       30. nóvember 2020: 12. 2010006F - Bæjarráð Ölfuss – 338, Bæjarstjórn Ölfuss – 285. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=VtaTGCZmzEaaVrkxRUBMJg1

9.       15. desember 2020: 4. 2012019 - Ósk um óbindandi álitsgjöf á mögulegum efnatökusvæðum, Bæjarstjórn Ölfuss – 286. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/ fundargerdir/display?id=0KauYmvRR0q2eRI87Dy0tQ1

10.    6. maí 2021: 3. 2011004 – Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum, Bæjarráð Ölfuss – 349. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=KZn7 l0Wx4Uy_MmgrevRlsw1

11.    27. maí 2021: 8. 2105001F – Bæjarráð Ölfuss – 349, Bæjarstjórn Ölfuss – 291. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=uaMzxEzuREGhgcR0lVgWkQ1

12.    8. september 2021: Giv Brantenberg, Evrópustjóri HeidelbergCementGroup, fundar með starfsmönnum Ölfuss

13.    21. október 2021: 1. 2011004 – Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum, Bæjarstjórn Ölfuss – 295. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/ display?id=YBwsnrVkx0SDflJqGUFWWA1

14.    25. janúar 2022: HeidelbergCementGroup tilkynnir samning við Eden

15.    9. febrúar 2022: Sendinefnd HeidelbergCementGroup fundar með fulltrúum umhverfis- og tæknisviðs

16.    17. febrúar 2022: 3. 2202020 – Aðstaða til útskipunar fyrir Eden ehf og tengd félög,  Framkvæmda- og hafnarnefnd - 24. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/ display?id=KBZPduAAnEOMh4urvqrZyg1

17.    24. febrúar 2022: 11. 2202005F – Framkvæmda- og hafnarnefnd – 24, Bæjarstjórn Ölfuss – 300. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id= 1XgaC7ocWU6aOvxbh7231w1

18.    28. júní 2022: Verkefnið kynnt fyrir nýrri bæjarstjórn

19.    12. júlí 2022: Tilkynning um lóðaumsókn Heidelberg send í tölvupósti til allra fulltrúa bæjarstjórnar

20.    21. júlí 2022: 11. 2207028 - Umsókn um lóð lóð [svo] iðnaðarsvæði við Þorlákshafnarhöfn, Skipulags- og umhverfisnefnd – 36. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display? id=mNOWmu5kUe8FObetEYzZQ1

21.    4. ágúst 2022: 2207001F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 36, Bæjarráð Ölfuss – 379. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=66b0peH9iE6zC2tdKPCAZA1

22.    25. ágúst 2022: 3. 2208041 – Heidelberg – umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 305. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=ouAEfXwpv UukvlkfmJJBWA1

23.    21. sept. 2022: 16. 2209013 – Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 38. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=5tsWq3TUHEGWoNXGl3aQyw1

24.    22. sept. 2022: 17. 2208006F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 38, Bæjarstjórn Ölfuss – 306. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=Y0vCMtmuR0CZzDKArJ5GVA1

25.    19. okt. 2022: 12. 2209013 – Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 39. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=yt_5tRN9okSWzS7ApEJVKQ1

26.    25. okt. 2022: 9. 2209007F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 39, Bæjarstjórn Ölfuss – 308. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=cejeLc3JhU29mXceIQ4VpA1

27.    21. nóv. 2022: 7. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 41. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=7BQvKHqupk6sUPEpG2ZCOQ1&

28.    24. nóv. 2022: 7. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 309. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=nylh05vb3kGteMWgjRi4jA1&

29.    7. des. 2022: 6. 2211051 - Umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju Heidelberg i Þorlákshöfn, Skipulags- og umhverfisnefnd – 42. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tYfxlfEhUetzKNIsR216Q1&

30.    15. des. 2022: 9. 2211008F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 42, Bæjarstjórn Ölfuss – 310. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=dahFrI9Xh0eHBBUd8wswnA1&

31.    26. jan. 2023: 2. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 312. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tK3RPmvaG0WoAhKiTtZFHA1

32.    5. apríl 2023: 8. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 48. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=rTAFnAa6mkmHV4p010eV1w1

33.    25. maí 2023: 3. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag, Bæjarstjórn Ölfuss – 318. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=UWE7Hfb5GEOSG2dC9ejSlA1

Úr fundargerðum samtakastjórnar

1.     11. maí 2021: 2021/48 Endurmat á reikningum Eden Mining

ÞAR SEM Judel Ditta og Kristján Ari hafa farið yfir ársreikninga Eden Mining fyrir árin 2016-2018 [aths: Judel Ditta veitti Kristjáni Ara ekki umbeðin gögn svo hann lauk aldrei við rannsókn sína] og ÞAR SEM hefur verið samþykkt að óháður utanaðkomandi endurskoðandi aðstoði við að meta námusamninginn,

 

SAMÞYKKT

Að líta á atriði 2019/52 sem lokið og þakka Kristjáni Ara fyrir vinnuna.

 

 

2.     13. júlí 2021: 2021/71 Samkomulag um rafmagnskapal

ÞAR SEM

það er sem stendur ekki lagt rafmagn að námunni í Lambafelli, og ÞAR SEM Eden Mining er tilbúið að standa undir öllum kostnaði varðandi það að fá lagðan streng þangað, og ÞAR SEM þetta mun gera Eden Mining kleift að skipta úr notkun á [díselolíu] yfir í umhverfisvænni orkugjafa,

 

SAMÞYKKT

Samkomulag við Veitur dagsett 9. júlí 2021.

SJÁ VIÐHENGI

 

 

3.     20. september 2021: 2021/79 Drög að viljayfirlýsingu Eden Mining

FÆRT TIL BÓKAR

 

Drög að viljayfirlýsingu frá Eden Mining

 

SJÁ VIÐHENGI

 

 

4.     20. september 2021: 2021/80 Viðbrögð við viljayfirlýsingu Eden Mining

SAMÞYKKT

1.     Að fá lögfræðiálit frá Lex til að skilgreina hugsanlega mikilvæga þætti.

2.     Fá löggilda þýðingu á viljayfirlýsingu og samningi um Sandfell

3.     Fá viðbrögð frá TED fjármála[-] og ritaradeild.

4.     Fá áframhaldandi lögfræðiálit frá Lex eins og nauðsynlegt er til að klára frágang við viljayfirlýsingu.

 

 

5.     30. september 2021: 2021/87 Viljayfirlýsing frá Eden Mining

SAMÞYKKT

Að biðja um viðbrögð við viljayfirlýsingu með Eden Mining frá íslenskum lögfræðingi, fjármálastjóra TED og ritara TED.

SJÁ VIÐHENGI

 

 

6.     5. október 2021: 2021/92 Ráðleggingar frá TED

ÞAR SEM Kirkjan hefur undanfarið unnið að því að gera nýjan samning við Eden Mining sem kallar á aðkomu lögfræðideildar Aðalsamtakanna sem og Evrópudeildarinnar og lögfræðings á Íslandi,

 

SAMÞYKKT

Að fjarlægja atriði 1, 4 og 5 úr tillögubréfi frá GCAS og fara fram á lækkun kostnaðar í samræmi. Eftirfarandi tvö atriði verði lögð fram til rannsóknar GCAS

1.     Að ákvarða hvort tekjur frá Eden [M]ining hafa verið í samræmi við samninginn.

2.     Greina þá þætti sem þarf að hafa í huga varðandi tekjur sem hefðu ekki borist samkvæmt skilmálum samningsins.

 

 

7.     9. nóvember 2021: 2021/104 Endurskoðun viljayfirlýsingar

FÆRT TIL BÓKAR

 

Umræður um viljayfirlýsingu frá Eden Mining varðandi nýjan námusamning og samskipti við lögfræðing.

SJÁ VIÐHENGI

 

 

8.     14. desember 2021: 2021/122 Upplýsingar um stöðu mála frá LEX

FÆRT TIL BÓKAR

 

Upplýsingar um stöðu mála frá Lex af viljayfirlýsingunni við Eden Mining [um stöðu mála Lex og viljayfirlýsingar Eden Mining] varðandi nýjan námusamning.

 

 

9.     11. janúar 2022: 2022/7 Nýr samningur við Eden Mining

FÆRT TIL BÓKAR

 

Yfirlestur á nýjum samningi við Eden Mining

 

SJÁ VIÐHENGI

 

 

10.  17. janúar 2022: 2022/8 Nýr samningur við Eden Mining

FÆRT TIL BÓKAR

 

Lokayfirlestur á fyrirhuguðum nýjum samningi við Eden Mining

 

SJÁ VIÐHENGI

 

 

11.  18. janúar 2022: 2022/9 Nýr samningur við Eden Mining

SAMÞYKKT

 

Að samþykkja nýjan samning við Eden Mining.

SJÁ VIÐHENGI.

 

 

12.  10. febrúar 2022: 2022/17 Bréf varðandi námuna

UMRÆÐA

ÞAR SEM vakin hefur verið athygli á málefnum er varða námu Kirkjunnar, 1) opinberlega í opnu bréfi til stjórnar Kirkjunnar frá Jóni Hjörleifi Stefánssyni, Sólveigu Jónsdóttur, Ómari Torfasyni, Ólöfu Haraldsdóttur og Sigurgeir Bjarnasyni 2) á Facebooksíðu Jóns Hjörleifs Stefánssonar og 3) persónulega,

 

SAMÞYKKT

Að stjórnin skrifi bréf til 1. HeidelbergCement Group 2. Jóns Hjörleifs Stefánssonar 3. Safnaðarstjórna.

SJÁ VIÐHENGI

 

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

13.  15. febrúar 2022: 2022/18 Umræða um svarbréf

UMRÆÐA

Bréfin skrifuð í samræmi við samþykkt 2022/17.

 

 

14.  22. febrúar 2022: 2022/20 Bréf varðandi námuna

SAMÞYKKT

Bréfin sem skrifuð voru í samræmi við samþykkt 2022/17

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

15.  1. mars 2022: 2022/22 Boð á fund stjórnar Kirkjunnar

ÞAR SEM nokkrir einstaklingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi samninga milli Eden Mining og Kirkjunnar,

 

SAMÞYKKT

Að bjóða á einstaklingsfundi þeim sem hafa tjáð áhyggjur sínar til að ræða

þau atriði við stjórn Kirkjunnar.

 

TRÚNAÐARMÁL

 

 

16.  8. mars 2022: 2022/24 Heimsókn frá Eric Guðmundss[syni]

FÆRT TIL BÓKAR

Heimsókn frá Eric Guðmundsson, eftir boð frá stjórn Kirkjunnar, varðandi rekstur námunar..

 

 

17.  8. mars 2022: 2022/26 Fréttir varðandi viðbrögð við námusamningi

FÆRT TIL BÓKAR

Málefni er tengjast námunni, tölvupóstar hafa borist frá eftirtöldum aðilum:

Guðni Kristjánssyni,

Ólafi Kristinssyni,

Iain-Peter Matchett fyrir hönd samfélagsins á Akureyri,

Eden Mining / Kristinn Ólafsson og Eiríkur Ingvarsson

 

SJÁ VIÐHENGI

 

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

18.  29. mars 2022: 2022/32 Frestun aðalfundar

ÞAR SEM ólíklegt er að endurskoðun GCAS á námusamningum muni berast í

tæka tíð og verða yfirfarin áður en gögnin verða send út fyrir fyrirhugaðan

aðalfund í maí og ÞAR sem við höfum fengið ábendingar um að mikilvægt sé að

fresta aðalfundi hafi skýrslan ekki borist.

 

SAMÞYKKT

að fresta aðalfundi 2022—í samráði við TED—fram að tímabilinu frá miðjum

september til nóvember.

 

 

19.  29. mars 2022: 2022/33 Fundur með safnaðarstjórnum varðandi starfsemi námunnar

ÞAR SEM dagsetning aðalfundar hefur verið færð þar til síðar á árinu,

 

SAMÞYKKT

Að bjóða safnaðarstjórnum til fundar varðandi starfsemi námunnar þriðjudaginn 24.maí, kl. 19:30.

 

 

20.  26. apríl 2022: 2022/35 Kynning frá Kristjáni Ara Sigurðssyni varðandi starfsemi námunnar

FÆRT TIL BÓKAR

Heimsókn frá Kristjáni Ara Sigurðssyni varðandi starfsemi námunnar.

 

 

21.  3. maí 2022: 2022/39 Kynning á skýrslu frá GCAS

FÆRT TIL BÓKAR

Kynning Michael Merrifield á skýrslu GCAS varðandi námuna.

 

 

22.  3. maí 2022: 2022/40 Birting skýrslu GCAS

SAMÞYKKT

Að birta öllum meðlimum GCAS skýrsluna varðandi námuna ásamt þýðingu.

 

 

23.  10. maí 2022: 2022/54 Fundur með safnaðarstjórnum vegna námunnar 24. maí

SAMÞYKKT

Dagskrá fundar með safnaðarstjórnum um námuna 24. maí kl.19:00.

1.     Inngangur: yfirlit staðreynda undanfarna mánuði (30 mínútur—Gavin Anthony).

2.     Kynning á GCAS skýrslu (30 mín) & spurningar (30 mín).

3.     Kynning frá Eden Mining (30 mín) & spurningar (30 mín).

4.     Atkvæðagreiðsla um hvort halda eigi almennan fund fyrir lok júní.

Athugasemdir:

1.     Atkvæðagreiðsla safnaðarstjórna um hvort halda eigi almennan fund miðast við að hver safnaðarstjórn greiði já eða nei innan sinnar stjórnar. Safnaðarstjórnir eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Árnes, Suðurnes, Vestmannaeyjar. Stjórn Dreifðra greiðir ekki atkvæði. Iain Matchett verði boðið á fundinn sem áheyrnarfulltrúa.

2.     Atkvæðavægi mun fylgja hlutfalli fulltrúa safnaða fyrir aðalfund (prósentur námundaðar upp).

A.    Reykjavík 1+16=17=35%

B.    Hafnarfjörður 1+11=12=25%

C.    Keflavík 1+5=6=13%

D.    Árnes 1+8=9=19%

E.    Vestmannaeyjar 1+3=4=8%

3.     Zoom aðgangur í boði fyrir gesti frá Akureyri og Vestmannaeyjum.

4.     Gestir Audrey Andersson (TED) & Michael Merrifield (GCAS), Eiríkur Ingvarsson (Eden Mining) og Kristinn Ólafsson (Eden Mining).

5.     Fundinum verður streymt á Youtube fyrir meðlimi Kirkjunnar á einkatengli. Þetta er svar við beiðni Hafnarfjarðarkirkju um opinn fund.

 

 

24.  30. maí 2022: 2022/56 Opinn fundur varðandi námuna

SAMÞYKKT

Að halda opinn fund um námuna með eftirfarandi hætti:

1.     Fimmtudaginn 23. júní kl. 18:45-21:30 í Suðurhlíðarskóla.

2.     Bein útsending án þátttöku.

3.     Birta allar spurningar / bréf sem okkur hafa borist ásamt skriflegum svörum fyrir fundinn.

4.     Fundarstjórar—Marina og Helgi

5.     Dagskrá

a.     Kynning á reglum fundarins (Marina)

b.     Kynning um einelti/kurteisi í umræðum (Helgi)

c.     Kynning frá stjórn Kirkjunnar

i.      Farið yfir birt svör

ii.     Önnur mikilvæg mál

d.     Spurningar og svör

 

 

25.  21. júní 2022: 2022/57 Opinn upplýsingafundur

SAMÞYKKT

 

ÞAR SEM enn er beðið eftir lagalegri útskýringu varðandi námumálið, Að skoða nánar möguleikann á því að bjóða öllum söfnuðum til upplýsingafundar með stjórn Kirkjunnar og eigendum Eden Mining um miðjan ágúst varðandi rekstur námunnar.

 

 

26.  4. júlí 2022: 2022/58 Rekstur námunnar

UMRÆÐA

Hvernig sé best að halda áfram með ástandið sem hefur skapast í kring um rekstur námunnar.

 

 

27.  4. ágúst 2022: 2022/61 Upplýsingar varðandi áætlanir Heidelberg

FÆRT TIL BÓKAR

Upplýsingar frá 2022 07 21.um samþykkt hjá Sveitarfélaginu Ölfus varðandi áætlanir Heidelberg

 

SJÁ VIÐHENGI

 

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

28.  4. ágúst 2022: 2022/63 Umhverfisskýrsla

FÆRT TIL BÓKAR

Móttekin umhverfisskýrsla frá Eiríki Ingvarssyni varðandi námuna

 

SJÁ VIÐHENGI

 

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

29.  30. ágúst 2022: 2022/91 Minnisblað frá Lex

FÆRT TIL BÓKAR

Minnisblað frá Lögfræðistofunni Lex varðandi túlkun á orðinu

‘framsal’ í námusamningi frá 2009.

 

SJÁ VIÐHENGI

 

APPENDIX - VIÐHENGI

 

 

30.  15. september 2022: 2022/95 Beiðni um að sjá minnisblað Lex

ÞAR SEM minnisblað frá Lögfræðistofu Lex varðandi íslenska orðið ‘framsal’ telst sem vinnugagn þ.e. bréfaskipti við sérfróða aðila, vegna undirbúnings við ákvarðanir stjórnar Kirkjunnar og ÞAR SEM minnisblað þetta var ekki ætlað til opinberar birtingar,

 

SAMÞYKKT

 

Að neita beiðni meðlima um að sjá minnisblaðið.


Úr fundargerðum sveitarfélagsins Ölfuss

 

1.     18. maí 2020: Símtal og beiðni um fund

Verkefnið fyrst rætt í símtali og óskað eftir fundi.

 

 

2.       27. maí 2020: Fundur þar sem hugmyndin er kynnt og rædd

Fundað um málið og lausleg hugmynd kynnt.

 

 

3.       2. júní 2020: Beiðni um formlegar viðræður

Lögð fram beiðni um formlegar viðræður, samhliða óskað eftir samtali við starfsmenn um skipulagsmál og fl.

 

 

4.       17. september 2020: 1. 2009008 – Vilyrði fyrir úthlutun á lóðum, Bæjarráð Ölfuss – 335. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tTd9NkPOl0m_0x_ZE2WybA1

Arnór Halldórsson hrl. f/h Hornsteins óskar eftir vil[y]rði fyrir úthlutun 6 lóða. Um er að ræða lóðina Víkursand 12, 2 lóðir nr. 24 og 30 við Hafnarskeið og 3 ónúmeraðar lóðir norðan við þær austan við Óseyrarbraut.

 

Lóðirnar er fyrirhugað að nýta undir starfsemi dótturfélagana B.M. Vallá ehf, Björgunar ehf. og Sementsverksmiðjuna ehf.

 

Lóðirnar hyggst fyrirtækið nýta til til útflutnings jarðefna en einnig til innskipunar.

 

Í erindinu er óskað eftir viðræðum við Sveitarfélagið um Víkursand, um fjárhagsleg málefni og frekara fyrirkomulag.

Bæjarráð er jákvætt fyrir frekari uppbyggingu Hornsteins og dótturfyrirtækja þess í Sveitarfélaginu Ölfusi og er tilbúið í viðræður um Víkursand 12. Varðandi hinar lóðirnar óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um þá starfsemi sem fyrirhuguð er á þeim áður en mögulegt er að veita það vilyrði sem óskað er eftir.

 

Bæjarráð lýsir sig sig [svo] hins vegar eindregið afhuga því að lóðir á hafnarsvæðinu verði nýttar undir efnisgeymslur og haugsetningu jarðefna.

 

5.       21. september 2020: Lóðaúthlutun staðfest í bæjarráði

Lóðaúthlutun staðfest í bæjarráði.  Fundin sátu Grétar Ingi Erlendsson formaður, Steinar Lúðvíksson varaformaður og Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður.

 

 

6.       24. september 2020: 9. 2009002F - Bæjarráð Ölfuss – 335, Bæjarstjórn Ölfuss – 283. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=fkiDXmeNckmxR3lk2FI6bA1

Fundargerð 335. fundar bæjarráðs frá 17.09.2020.

 

1. 2009008 - Vilyrði fyrir úthlutun á lóðum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

2. 2009018 - Samkomulag um vatnsveitu við Hvammsveg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

3. 2009029 - Beiðni um aðgang að köldu vatni vegna þróunar á jarðhitanýtingu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

4. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar. Til kynningar.

5. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. Til kynningar.

6. 2009010 - Umsókn um námsstyrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

7. 2009032 - Umsókn um námsstyrk. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

8. 2009011 - Stytting vinnutíma dagvinnufólks. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

9. 2009017 - Áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

10. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

 

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

 

 

7.       5. nóvember 2020: 3. 2011004 – Viljayfirlýsing, Bæjarráð Ölfuss – 338. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=Iv8f6ukzG0m1IpJzNqIv4w1

Fyrir bæjarráði lá drög að viljayfirlýsingu við Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. 450711-0980, Bíldshöfða 7, Reykjavík, og dótturfélög þess, Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf.

 

Með viljayfirlýsingunni er stefnt að því að aðilar að henni vinni saman að því að þróa framtíðarstarfsemi Hornsteins og framangreindra dótturfélaga innan Sveitarfélagsins Ölfuss. Sérstaklega er þar kveðið á um að á undirbúningstíma úthluti sveitarfélagið ekki öðrum aðilum tilgreindar lóðir nærri hafnarsvæðinu sem fyrirhugað er að félagið nýti undir byggingar sem það þarf vegna starfsemi sinnar.

 

Á fundinn kom Þorsteinn Víglundsson forstjóri félagsins og gerði nánari grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi. Þennan lið fundar sátu einnig bæjarfulltrúarnir Gestur Þór Kristjánsson, Kristín Magnúsdóttir, Jón Páll Kristófersson og Guðmundur Oddgeirsson.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Frekari gögn munu liggja fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

Þrúður Sigurðardóttir fulltrúi O-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

 

Ég vil byrja á að þakka bæjarstjóra fyrir að hafa brugðist hratt og vel við beiðni minni um kynningu á málinu og að öll bæjarstjórn hefði aðgang að þeirri kynningu. Það er ljóst að þessi drög þörfnuðust betri yfirferðar og samtals.

 

En um leið fagna ég áhuga þessara aðila á að vilja byggja upp hér í okkar sveitarfélagi og það er vilji okkar að veita þeim brautargengi en þetta þarf einnig að falla að hagsmunum heildarinnar og í sátt við umhverfið.

 

Ég samþykki málið með þeim fyrirvara að frekari gögn um starfsemina liggi fyrir næsta bæjarstjórnarfundi.

 

 

8.       30. nóvember 2020: 12. 2010006F - Bæjarráð Ölfuss – 338, Bæjarstjórn Ölfuss – 285. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=VtaTGCZmzEaaVrkxRUBMJg1

Fundargerð 338.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 05.11.2020.

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

2. 2009012 - ASK og DSK Vesturberg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

 

3. 2011004 - Viljayfirlýsing. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt með 6 atkvæðum. Guðmundur Oddgeirsson O-lista greiddi atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun:

 

Þar sem frekari gögn um væntanlega starfsemi hafa ekki verið lögð fram fyrir þennan bæjarstjórnarfund greiði ég ekki atkvæði með þessari viljayfirlýsingu. Fyrirhugað er að vera með umfangsmikla jarðefnavinnslu, mylja á um 2 milljónir tonna á ári af grjóti og möl á svæði sem er bæði nærri matvælavinnslu og íbúðabyggð. Í viljayfirlýsingunni er rætt um lokað kerfi fyrir vinnsluna en tekið fram að lágmarka eigi ryk- og hljóðmengun. Íbúar Þorlákshafnar eru illa brenndir á skilgreiningunni „lágmarka eigi...“. Áður en svona víðtæk viljayfirlýsing er undirrituð þarf að fara fram ítarleg umræða um hvers konar iðnað við viljum hafa á hafnarsvæðinu.

 

Jón Páll Kristófersson og Þrúður Sigurðardóttir O-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Við tökum undir margt sem kemur fram í bókun Guðmundar Oddgeirssonar en samþykkjum viljayfirlýsinguna enda teljum við ekki verið að skuldbinda sveitarfélagið á neinn hátt á þessum tímapunkti.

 

4. 2010018 - Endurnýjun girðingar í Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

5. 2010019 - Ósk um viðbótar kennslukvóta skólaárið 2020-2021. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

6. 2010036 - Ósk um styrk-Blái herinn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

7. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

8. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

9. 2010031 - Ágóðahlutagreiðsla 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

10. 2010037 - Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

11. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

 

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún staðfest að öðru leyti.

 

 

9.       15. desember 2020: 4. 2012019 - Ósk um óbindandi álitsgjöf á mögulegum efnatökusvæðum, Bæjarstjórn Ölfuss – 286. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/ fundargerdir/display?id=0KauYmvRR0q2eRI87Dy0tQ1

Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Ölfus Cluster fyrir hönd Hornsteins er varðar frumálit varðandi efnistökusvæði fyrir útflutningsverkefni, en fyrir liggur að fyrirtækið vinnur að hagkvæmismati á hentugleika útflutnings á unnu jarðefni frá Þorlákshöfn. Í erindinu kemur fram að námuvinnslu fylgi að öllu jöfnu nokkur inngrip í umhverfi og þess getið að Hornsteinn hafi áratuga reynslu af slíkri starfsemi. Fyrirtækið er því meðvitað um þá ábyrgð sem fylgir starfseminni og leggur ríka áherslu á að vinna með sveitarfélaginu að kortlagningu kosta og vinna sem best eftir vilja þess. Þá kemur fram að sjálfgefin sé rík virðing fyrir skipulagsvaldi sveitarfélagsins og þeim áherslum sem til að mynda koma fram í auðlindastefnu Ölfuss. Af þeirri ástæðu er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um kostamat.

 

Óskað er eftir óbindandi áliti sveitarfélagsins varðandi þrjú möguleg efnistökusvæði þ.e.a.s. Stóra Sandfell, Ingólfsfjall (Hvammur) og Geitafell.

 

 

 

Bæjarstjórn þakkar erindið og lýsir sig jákvæða í garð fyrirhugaðra framkvæmda að gefnum fyrirvara um umhverfisleg áhrif.

 

Bæjarstjórn leggur áherslu á að við kostamat sé fyrst og fremst horft til áframhaldandi nýtingar á þeim svæðum sem þegar hafa verið nýtt til vinnslu jarðefna þó ekki sé á þessu stigi talið rétt að útiloka neinn af þeim kostum sem nefndir eru.

 

 

10.    6. maí 2021: 3. 2011004 – Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum, Bæjarráð Ölfuss – 349. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=KZn7 l0Wx4Uy_MmgrevRlsw1

Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Hornsteini ehf. og Eden ehf. er varðar mögulega frekari námuvinnslu vegna útflutnings á jarðefnum. Með erindinu er óskað eftir eftirfarandi:

 

 

1. Að Ölfus greiði fyrir því sem frekast er unnt að starfsleyfi og framkvæmdaleyfi verði veitt vegna námuvinnslu í Litla - Sandfelli.

 

2. Vegna fyrirhugaðs mats á umhverfisáhrifum, gefi Ölfus út yfirlýsingu um að sveitarfélagið muni ekki leggjast gegn stækkun á námuteig Litla - Sandfells.

 

3. Að Sveitarfélagið Ölfus gefi út yfirlýsingu um að leggjast ekki gegn stækkun námuleyfis og námuteigs í Lambafelli.

 

 

Á fyrri stigum þessa máls lagði bæjarstjórn áherslu á að við kostamat væri fyrst og fremst horft til áframhaldandi nýtingar á þeim svæðum sem þegar hafa verið nýtt til vinnslu jarðefna. Bæjarráð fagnar því að það skuli nú gert.

 

Bæjarráð ítrekar vilja sinn til að vinna áfram að framgangi þessa verkefnis með forsvarsmönnum Hornsteins ehf. og Eden ehf. í samræmi við lögbundna skipulagsferla sem og að undangengnu umhverfismati.

 

Með fullum fyrirvara um niðurstöðu umhverfismats og lögbundinna skipulagsferla sér bæjarráð ekki að svo stöddu annmarka á að halda áfram með málið en vísar því að öðru leyti til umfjöllunar bæjarstjórnar.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

11.    27. maí 2021: 8. 2105001F – Bæjarráð Ölfuss – 349, Bæjarstjórn Ölfuss – 291. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=uaMzxEzuREGhgcR0lVgWkQ1

Fundargerð 349. fundar bæjarráðs frá 06.05.2021 til staðfestingar.

 

1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

2. 2104035 - Yfirlit um innheimtuþjónustu 2020. Til kynningar.

3. 2011004 - Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.

 

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

 

 

12.    8. september 2021: Giv Brantenberg, Evrópustjóri HeidelbergCementGroup, fundar með starfsmönnum Ölfuss

Giv Brantenberg, Evrópuforstjóri heimsótti Ölfus og fundaði með starfsmönnum sem gerðu grein fyrir afstöðu þeirri sem komið hefur fram á fundum kjörinna fulltrúa.  Áhersla lögð á umhverfisþætti svo sem að ekki verði um haugsetningu efnis að ræða, að allt ferli sé í lokuðum kerfum til að útiloka rykmengun, að gerðar verði sömu kröfu hvað hljóðvist varðar og almennt gengur og gerist, að gæta þurfi að umferðarþunga og tryggja viðunandi lausn hvað það varðar.

 

 

13.    21. október 2021: 1. 2011004 – Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum, Bæjarstjórn Ölfuss – 295. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/ display?id=YBwsnrVkx0SDflJqGUFWWA1

Á fundinn kom Þorsteinn Víglundsson til að gera grein fyrir stöðu mála hvað varðar undirbúning að verksmiðju til framleiðslu á íblöndunarefni í sement. Í máli hans kom m.a. fram að samstarf við sveitarfélagið og landeigendur á námusvæði hefur gengið vel. Fyrirtækið er komið með undirbúning verksmiðju á þann stað að þeir munu á næstu dögum sækja formlega um þær lóðir við Þorlákshöfn sem þeir þurfa undir framleiðsluna. Rannsóknir og þróunarvinna á vegum Heildelberg hefur gengið afar val og bráðabirgðaniðurstöður lofa góðu. Fram kom að stefnan sé að þegar upp verður staðið nemi útflutningur á unninni vöru milljón tonna.

 

Rætt var sérstaklega um umhverfi væntanlegrar verksmiðju. Í máli Þorsteins kom fram að ekki verði um neinar opnar efnisþrær að ræða heldur verði allt ferlið í lokuðum kerfum og því ekki um að ræða hljóð né heldur rykmengun. Fyrir liggur enn fremur skilningur á eðlilegum kvöðum um frágang lóðar, gerð mannvirkja og flutningur efnis. Þær kvaðir ná ekki hvað síst til útlits og umhverfis.

 

Tímarammi framkvæmda er þannig að fyrsta fasa er lokið en í honum var fólgin fýsileikakönnun hvað varðar útflutning á unnu efni. Sú vinna skilaði einnig niðurstöðum sem sýna mikilvægi þess að hefja frekari vinnslu þess[a]ra efna sem fyrst. Framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framkvæmdir á lóðinni gætu þurft að hefjast árið 2023.

 

Frummat gerir ráð fyrir að heildar fjárfesting á bak við framkvæmdina nemi um 10 milljörðum.

 

 

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.

 

Gestir

Þorsteinn Víglundsson - 16:30

 

 

14.    25. janúar 2022: HeidelbergCementGroup tilkynnir samning við Eden

Heidelberg tilkynnir að samið hafi verið við Eden um námuvinnslu í Litla Sandfelli.

 

 

15.    9. febrúar 2022: Sendinefnd HeidelbergCementGroup fundar með fulltrúum umhverfis- og tæknisviðs

Sendinefnd frá Heidelberg heimsækir Ölfus til að funda með fulltrúum umhverfis- og tæknisviðs.  Rætt um undirbúning verkefnisins, allt frá námavinnslu og vöruþróun yfir í byggingu verksmiðju, orkuöflun og flutninga. Allur vafi tekin af um að einblínt sé á fullvinnslu efnis í Þorlákshöfn. Fram kemur að unnið er að fyrstu stigum hönnunar og gert grein fyrir að erfitt sé að fullhanna fyrr en frekari forsendur um lóðir og flutninga liggja fyrir.

 

 

16.    17. febrúar 2022: 3. 2202020 – Aðstaða til útskipunar fyrir Eden ehf og tengd félög,  Framkvæmda- og hafnarnefnd – 24. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/ display?id=KBZPduAAnEOMh4urvqrZyg1

Beiðni Eden og Eden export ehf um aðgang að notkun Svartaskersbryggju þegar Skarfaskersbryggja er upptekin.

 

Vísað er í bréf Eden Export um útflutning sands í steinullarframleiðslu. Í bréfinu er farið fram að fá aðgang að Svartaskersbryggju til að skipa út sandi um borð í flutningaskip þegar Skarfaskersbryggja er upptekin.

 

Fram kemur að bréfritari gerir athugasemd við afstöðu hafnarinnar þess efnis að höfnin vill ekki leyfa útskipun Edens Export frá Svartaskersbryggju þegar verið er að út jarðefnum.

Afgreiðsla:

Nefndin tekur undir þá afstöðu sem höfnin hefur áður gert bréfritara grein fyrir. Ástæða þessarar afstöðu er að við útflutning er jarðefnum sturtað á bryggjuna og síðan mokað með hjólaskóflu á færiband sem flytur hann um borð. Sandurinn loðir við dekkin á trailerunum og hjólaskóflunni og dreifist mjög auðveldlega um alla bryggju. Þekkt er að í tvígang hefur sandi verið skipað út frá Svartaskersbryggju og viðbrögð útgerðar hafa vegna þessa verið neikvæð. Sandurinn hefur borist í tæki og fiskikör og þaðan í fiskinn. Fiskikörunum er staflað upp og sandur undir körunum berst þannig í fiskinn o.s.frv. Á Svartaskersbryggju er landað nánast öllum fiski sem er landað í Þorlákshöfn þannig að bryggjan er afar mikilvæg fyrir fiskilandanir. Því er það mat hafnarinnar að erfitt er blanda saman þessari starfsemi nema tilkomi róttækar breytingar á vinnulagi á útskipun sands um Svaratskersbryggju. Undir þetta tekur framkvæmda og hafnarnefnd.

 

Nefndin er eins og höfnin eftir sem áður full vilja til að koma á móts við sína viðskiptavini. Því óskar nefndin eftir því að Eden Export komi með tillögu að breyttu vinnulagi þannig að sandur berist ekki um alla bryggju þegar verið að skipa út sandi. Þetta vinnulag þarf að bera undir höfnina og ef það verður metið viðunandi þá verði Eden Export gert mögulegt að skipa út frá Svartaskersbryggju til tilraunar. Í öllum tilvikum þarf Eden Export þá að fylgja þessu vinnulagi undir forskrift hafnarinnar. Eftir fyrsta útskipun verður farið yfir hvernig til hefur tekist og ef raunin er sú sama og áður þá er ekki unnt að leyfa útskipun sands frá Svartaskersbryggju þ.e. á sama svæði fiskilandanir fara fram.

 

Aðrar lausnir eru að Eden Export skipi út frá Skarfaskersbryggju og víkji [svo] þegar Smyril line kemur að bryggju og önnur lausn er að skipa út frá Suðurvararbryggju þegar ekki er verið skipa út vikri. Í öllum tilfellum þarf Eden Export að hreinsa bryggjuna eftir sig.

 

 

17.    24. febrúar 2022: 11. 2202005F – Framkvæmda- og hafnarnefnd – 24, Bæjarstjórn Ölfuss – 300. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id= 1XgaC7ocWU6aOvxbh7231w1

Fundargerð 24. fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 17.02.2022 til staðfestingar.

 

1. 2202010 - Hönnun og bygging nýs leikskóla. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

2. 2202016 - Umsókn um breytingu á lóðarleigusamning fyrir lestunarfæribandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

 

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna liðar 2:

Núverandi lóðarleigusamningur við Jarðefnaiðnað ehf er ekki í fundargögnum, því ekki ljóst á hvaða grunni nýr samningur er byggður á. Fyrirhugðuð lengd samnings?

Verður þetta færiband aðgengilegt öðrum öskuútflytjendum? Þarf ekki að skoða þetta mál í samhengi við fyrirhugaða jarðefnaefnaútflutning annara aðila? Sjá mál nr. 3

Verja þarf byggðina fyrir foki úr öskuhaugunum, gera kröfu um að haugarnir séu undir þaki.

Legg til að afgreiðslu þessa máls verði frestað og farið í að skoða framtíðarstaðsetningu og fyrirkomulag vegna jarðefnaútflutninga.

 

Guðmundur Oddgeirsson.

 

3. 2202020 - Aðstaða til útskipunar fyrir Eden ehf og tengd félög. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

 

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Fundargerðir til kynningar

 

 

18.    28. júní 2022: Verkefnið kynnt fyrir nýrri bæjarstjórn

Verkefni kynnt fyrir nýrri bæjarstjórn. Á fundinn mættu Gestur Þór Kris[t]jánsson, Grétar Ingi Erlendsson, Erla Sif Markúsdóttir, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.  Engar athugasemdar gerðar við kynningu fulltrúa framkvæmdaraðila.

 

 

19.    12. júlí 2022: Tilkynning um lóðaumsókn Heidelberg send í tölvupósti til allra fulltrúa bæjarstjórnar

Í þeim tilgangi að gefa bæjarfulltrúum tök á að undirbúa vel stóra lóðaumsókn er öllum bæjarfulltrúum sendur tölvupóstur þar sem tilkynnt er að borist hafi lóðaumsókn frá Heidelberg sem lögð verði fyrir næsta fund skipulagsnefndar. Engar athugasemdir bárust.

 

 

20.    21. júlí 2022: 11. 2207028 - Umsókn um lóð lóð [svo] iðnaðarsvæði við Þorlákshafnarhöfn, Skipulags- og umhverfisnefnd – 36. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display? id=mNOWmu5kUe8FObetEYzZQ1

Fyrir nefndinni liggur erindi með umsókn um lóðir frá Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf. Fyrir liggur að umsóknin er gerð í framhaldi af viljayfirlýsingu sem gerð var milli umsækjanda og Sveitarfélagsins Ölfuss, þar sem kveðið var á um samstarf aðila við uppbyggingu á nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála þar sem unnið skyldi að uppsetningu á starfsemi þar sem framleitt yrði umhverfisvæn íblöndunarefni í steypu.

 

Í erindi Heidelberg Cement Pozzolanic kemur fram að umsækjandi áætlar að framleiðsla á ársgrundvelli verði í fyrstu um 1 til 1,5 milljón tonna. Er áætlað að velta umsækjanda verði um 10-15 milljarðar íslenskra króna á ársgrundvelli. Miðað við það yrði raforkuþörf svipuð og hjá lítilli stóriðju. Jafnframt eru þegar horfur á umtalsverðri stækkun verksmiðjunnar fyrir árið 2030, gæti ársframleiðsla hæglega farið í 2 til 3 milljónir tonna. Að mati umsækjanda er hin fyrirhugaða starfsemi til þess fallin að skapa á milli 60-80 heilsársstöðugildi í sveitarfélaginu í fyrsta áfanga verkefnisins en gera má ráð fyrir talsverðri fjölgun með mögulegri stækkun þess.

 

Þá segir í erindinu að með verkefninu sé fyrirhugað að sparist u.þ.b. 700 þúsund tonn af koltvísýring fyrir hverja eina milljón tonna af útflutningi verksmiðjunnar og gæti því heildarsparnaður í losun numið 1,4 til 2,1 miljón tonna á ári þegar starfsemin væri komin í fulla starfsemi, eða allt að 15% af heildarlosun Íslands. Verkefnið er því eitt stærsta loftslagsverkefni samtímans á Íslandi.

 

Skýrt kemur fram í erindinu að rík áhersla verði lögð á góða og fágaða ásýnd félagsins, auk þess sem öll vinnsla og efnisgeymsla verði innandyra og framleiðsla í lokuðum kerfums sem kom í veg fyrir rykmengun og önnur óþægindi. Áhersla verði lögð á að öll uppbygging, frágangur og ásýnd verði gerð í sátt við sveitarfélagið, íbúa þess og umhverfið.

 

Á fyrrgreindum forsendum sækir fyrirtækið um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2.

Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum, enda lóðirnar áður verið auglýstar í samræmi við grein 2.4 í úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

 

Nefndin er sérstaklega áfram um að við vinnu að breyttu deiliskipulagi verði tekið fast á umhverfislegum þáttum svo sem heildarútliti innan skipulagssvæðisins, sjónmengun, rykmengun og fl. Þannig komi ekki til greina að haugsetning jarðefna verði utandyra, eða að mengun svo sem rykmengun, hljóðmengun eða önnur óþægindi stafi af starfseminni.

 

Nefndin telur einnig afar mikilvægt að við áframvinnslu verkefnisins verði horft til heildar starfseminnar og þar með getu innviða til að þjónusta starfsemina. Er þar sérstaklega mikilvægt að huga að umferðarmálum.

 

Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum sínum að ganga frá úthlutun tilgreindra lóða til umsækjanda og vinna með lóðarhafa að breytingu á skipulagi á fyrrgreindum forsendum. Þá felur nefndin starfsmönnum sínum að kalla eftir áliti Vegagerðarinnar á umferðarmálum tengdu verkefninu og getu vegakerfisins þar að lútandi. Sérstaklega verði þar kallað eftir yfirliti yfir nauðsynlegar breytingar svo sem á breikkun Þrengslavegar, gatnamótum við Þorlákshafnarveg og klifurrein við Skógarhlíðabrekku.

 

Að öðru leyti vísar nefndin erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnarnefndar.

 

 

21.    4. ágúst 2022: 2207001F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 36, Bæjarráð Ölfuss – 379. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=66b0peH9iE6zC2tdKPCAZA1

Fundargerð 36.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.07.2022 til staðfestingar.

 

1. 2205026 - DSK Gljúfurárholt 25 og 26. Tekið fyrir sérstaklega.

2. 2207006 - DSK Hveradalir. Tekið fyrir sérstaklega.

3. 2207005 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.

4. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1. Tekið fyrir sérstaklega.

5. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags. Tekið fyrir sérstaklega.

6. 2110031 - Vegir í náttúru Íslands. Tekið fyrir sérstaklega.

7. 2207019 - Fyrirspurn-bygging sólskála við Heinaberg 9. Tekið fyrir sérstaklega.

8. 2207033 - Jarðstrengur Rarik frá spennistöð við Mánabraut að Nesbraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

9. 2206075 - Torfabær lóð 1 Breyting á skráningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

10. 2207029 - Umsögn um vetnisstöð á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

11. 2207028 - Umsókn um lóð iðnaðarsvæði við Þorlákshafnarhöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

 

Það er fyrirséð að fyrirhugaðar framkvæmdir Heidelberg munu hafa gríðarlega áhrif í Sveitarfélaginu Ölfusi og ekki síst í Þorlákshöfn. Það mun myndast nýtt kennileiti með fyrirhugaðri framkvæmd sem felur meðal annars í sér byggingu 40-50 metra turns sem mun gnæfa yfir bænum um ókomna tíð. Til samanburðar má geta þess að Hallgrímskirkjuturn er tæplega 75 metra hár. Þessi bygging verður það fyrsta sem mætir fólki sem kemur í bæinn okkar. Þar fyrir utan er viðbúið að umferð þungra ökutækja með jarðefni mun margfaldast. Miðað við fyrirætlanir Heidelbergs má reikna með bíl á 2-3 mínútna fresti á dagvinnutíma frá árinu 2025 og ef fyrirætlanir ganga eftir þá mun árið 2030 verða bíll í tengslum við þetta fyrirtæki á 1 mínútu fresti á vegum sveitarfélagsins og til Þorlákshafnar. Þá er ótalin sú umferð sem myndast í kringum aðra vöruflutninga til og frá Þorlákshöfn.

Mikil ryk- og hávaðamengun verður óhjákvæmilega af fyrirhugaðri starfsemi sem fer illa saman við nálæga íbúabyggð Móans. Það getur varla verið söluvænt að markaðssetja Þorlákshöfn sem miðstöð matvælaútflutnings og vera með námuvinnslur á sitthvorum enda hafnarinnar.

 

Ég tel að það ætti að vera sjálfsagt mál að íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi fái greinargóða og raunhæfa kynningu á þessu verkefni, bæði á vef sveitarfélagsins og á íbúafundi þar sem þeim gefst kostur á að koma á framfæri spurningum og vangaveltum. Ef það þykir tilefni til að halda íbúafund og kynna hótelbyggingu sem er ekkert nema hugmynd á þeim tímapunkti sem hún er kynnt á opnum íbúafundi ætti það að vera eðlilegt og sjálfsagt að halda kynningarfund um þessa framkvæmd sem komin er á teikniborðið og mun hafa gríðarleg áhrif á íbúa, umhverfi, vegakerfi, umferðaröryggi og ásýnd þessa sveitarfélags.

 

12. 2207030 - Kveðjur frá Vegagerðinni. Til kynningar.

13. 2207034 - DSK Íbúðahverfi vestan Hrauna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.

14. 2207003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 39. Til kynningar.

 

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

 

 

22.    25. ágúst 2022: 3. 2208041 – Heidelberg – umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 305. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=ouAEfXwpv UukvlkfmJJBWA1

 

Bæjarstjórn ræddi verkefni Heidelberg sem gengur út á framleiðslu á umhverfisvænum íblöndunarefnum í steypu.

 

Komið hefur fram að fyrirhugað er að vinna "possólan"efni úr móbergi sem fengið verður úr námum í nágrenni Þorlákshafnar. Þessi efni hafa á síðari tímum öðlast mikla þýðingu vegna áhrifa þeirra, til þess að minnka koldíoxíðútstreymi frá steinsteypugerð þar sem þau leysa af iðnaðarúrgang sem hefur verið nýttur sem possólanísk íblöndunarefni í sement.

 

Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus hefur þegar úthlutað áður skipulögðum og auglýstum lóðum á hafnarsvæðinu fyrir starfsemina auk þess sem námuframkvæmdin er í umhverfismati. Þá liggur enn fremur fyrir að ekkert hefur verið ákveðið hvað varðar útlit eða eðli mannvirkja þeirra sem reisa þarf né heldur með hvaða hætti efnið verður flutt þá 14 km. sem eru frá námu að höfn.

 

Elliði Vignisson bæjarstjóri fór yfir tímalínu verkefnisins frá því að það kom fyrst til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu. Í máli hans kom fram að verkefnið hafi verið í skoðun frá því í maí 2020. Fjallað hefur verið um það á a.m.k. 9 formlegum fundum þar sem a.m.k. 18 fulltrúar hafa setið kynningu og/eða greitt um það atkvæði.

 

 

Gunnsteinn Ómarsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Erla Sif Markúsdóttir tóku til máls.

 

Erla Sif Markúsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirritaðar, sem eru að koma nýjar að vinnslu þessa máls, lýsa undrun á afstöðu minnihlutans við framgang þess. Öllum bæjarfulltrúum er löngu ljóst að verkefnið er eingöngu á undirbúningsstigi og langt frá því að eitthvað hafi verið ákveðið. Komið hefur fram að fyrrverandi bæjarstjórn sem og núverandi hefur ríkan fyrirvara á forsendum og gerir ríkar kröfur. Allt tal um að málið sé lítið kynnt og lítið rætt meðal kjörinna fulltrúa er fjarstæða.

 

Undirritaðar hafa nýtt sér rétt sinn til að kynna sér gögn tengd verkefninu sem þær hafa aðgengi að sem kjörnir fulltrúar. Með hliðsjón af þeim styðja þær heilshugar að samtali við fyrirtækið verði haldið áfram með þeim fyrirvara sem áður hefur verið lýst sem nær til að mynda til þeirrar sjálfsögðu kröfu að flutningur efnis fari ekki um hið almenna þjóðvegakerfi, að útlit bygginga verði í takt við það sem almennt gengur og gerist við höfnina, að ekki verði ami af daglegri starfsemi o.fl. Geti fyrirtækið ekki staðist slíkar kröfur er verkefninu því sjálf hætt.

 

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista

Erla Sif Markúsdóttir D-lista

 

Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð hafna með öllu fullyrðingum minnihlutans um það verkefni sem hér um ræðir. Nánast ekkert af því sem í máli þeirra hefur komið fram á stoð í veruleikanum. Það er rangt að eitthvað hafi verið ákveðið. Málin eru til skoðunar og eingöngu verið að kanna hvort að hagsmunir samfélagsins hér og þessa loftslagsverkefnis fara saman. Það er rangt að ákveðið hafi verið að aka með jarðefni eftir Þrengslunum og til Þorlákshafnar. Til athugunar er til að mynda að flytja efnið í lokuðum kerfum eftir færiböndum.

Það er rangt að þetta mál sé á forræði meirihlutans. Málin hafa ýmist verið samþykkt með 6 atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn eða með öllum greiddum atkvæðum í skipulagsnefnd án mótatkvæða. Það er rangt að heimilað hafi verið að vera með 50m há mannvirki við Þorlákshöfn. Komið hefur fram ósk um slíkt hjá framkvæmdaraðila en heimild hefur ekki verið veitt. Þessi mál eru á forræði skipulagsnefndar og verða skoðuð með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.

 

Það er rangt að fyrir liggi útlit mannvirkja og að þau verði þannig að ósómi verði af. Engin mannvirki hafa verið hönnuð, ekkert útlit hefur verið ákveðið, engu skipulagi hefur verið breytt. Það eina sem hefur verið gert er að úthluta lóðum sem áður voru auglýstar í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Þvert á móti hefur rík krafa verið gerð um að hönnun mannvirkja falli að metnaði sveitarfélagsins í umhverfismálum. Af því verður ekki gefinn afsláttur.

Það er rangt að rykmengun verði frá starfseminni. Öll vinnsla er í lokuðum kerfum og engin efnisgeymsla undir berum himni. Frá því að efnið er tekið upp úr námunni kemur það ekki aftur undir bert loft hér á landi. Skýr ákvæði verða um rykmengun í starfsleyfi og skipulagi lóðanna. Það er rangt að hávaðamengun verði af starfseminni. Vinnslan er í lokuðum og einangruðum rýmum sem lágmarka allan mögulegan hljóðleka. Skýr ákvæði verða í starfsleyfi og skipulagi lóða um hámarks hljóð sem berast mega frá starfseminni. Ekki stendur til að lækka þær kröfur frá því sem nú er. Verði þeim breytt verður það til að herða enn frekar þar á.

 

Gestur Þór Kristjánsson D-lista

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista

Grétar Ingi Erlendsson D-lista

Erla Sif Markúsdóttir D-lista

 

Grétar Ingi Erlendsson lagði einnig fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn lýsir því yfir að hún telur að svo stöddu ekki ástæðu til að hverfa frá samtali við fyrirtækið Heidelberg um uppsetningu á framleiðslufyrirtæki sem framleiða mun umhverfisvæn íblöndunarefni til steypuframleiðslu.

Bæjarstjórn minnir þó eftir sem áður á að enn hafa engar ákvarðanir verið teknar og málið eingöngu á umræðustigi. Í því samhengi minnir bæjarstjórn á eftirfarandi kröfur sínar sem ekki verður vikið frá:

 

1. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti starfsemin verður, svo sem flutningur á efni, útlit bygginga og fl. verður málið kynnt fyrir íbúum og eftir atvikum haldin íbúakosning um framgang þess.

 

2. Bæjarstjórn áskilur sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins. Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt.

 

3. Ekki kemur til greina að efni verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum.

 

4. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina. Til að tryggja slíkt kemur m.a. til greina að fela umhverfis- og skipulagsnefnd að skipa faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skulu að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samafélagið [svo] en ekki skaða það.

 

5. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

 

Gestur Þór Kristjánsson D-lista

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir D-lista

Grétar Ingi Erlendsson D-lista

Erla Sif Markúsdóttir D-lista

 

 

Gunnsteinn Ómarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa B- og H-lista:

 

Við leggjum áherslu á og förum fram á það að ekki verði haldið lengra í þessu verkefni með Heidelberg fyrr en íbúar eru búnir að fá greinargóða og gagnrýnda kynningu, ekki aðeins frá framkvæmdaraðila heldur öðrum og ólíkum hagsmunaaðilum.

 

Það er ljóst að það eru a.m.k. tvö ár síðan samstarf sveitarfélagsins og þessara aðila hófst með viljayfirlýsingu þar sem sérstaklega var kveðið á um að á undirbúningstíma úthluti sveitarfélagið ekki öðrum aðilum tilgreindar lóðir nærri hafnarsvæðinu sem fyrirhugað er að félagið nýti undir byggingar sem það þarf vegna starfsemi sinnar. Nú hefur þessum lóðum verið úthlutað, umhverfismatsskýrslan liggur fyrir hjá Skipulagsstofnun til umsagnar og ef ekki þykir ástæða til að hafa samfélagið með í áframhaldandi ákvörðunartöku hvenær þá?

 

Málið þarf einnig að skoða í miklu stærra samhengi, eins og í sambandi við framtíðaruppbyggingu á atvinnustarfsemi við höfnina. Það getur verið erfitt að átta sig á stærðargráðu þessa verkefnis en til samanburðar þá er starfsfólk Ramma í Þorlákshöfn um 60 manns. Lóðin er rúmur hektari og fasteignirnar rúmir 5 þús. fm. Skinney eru með fleiri í landvinnslunni hjá sér, um 50, en engan bát skráðan hér í höfn lengur. Þeir eru á mun minni lóð, um 3.500 fm og í 2.000 fm húsnæði.

 

Gert er ráð fyrir 60-80 störfum í Heidelberg verkefninu sem tekur upp allar lausar lóðir við höfnina eða um 50.000 fm. lands og 25 ha. svæðis sem er undir í Þrengslunum. Sem sagt mjög fá störf m.v. upptöku lands, þar sem gæðalóðir við höfnina eru af skornum skammti.

 

Þetta þarf að skoða í miklu stærra samhengi og þar þurfa íbúar að koma að borðinu.

 

Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista

Gunnsteinn Ómarsson B-lista

Hrönn Guðmundsdóttir B-lista

 

Forseti bar tillögu Grétars undir atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B- og H-lista sátu hjá.

 

Hrönn Guðmundsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

 

23.  21. sept. 2022: 16. 2209013 – Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 38. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=5tsWq3TUHEGWoNXGl3aQyw1

 

16. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf

Í tillögu Grétars Inga Erlendssonar sem var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi var meðal annars lagt til að Skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að skipa faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skuli að ekki verði gefinn afsláttur af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina og að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina.

Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Lagt er til að skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins Gunnlaugur Jónasson, arkitekt MBA,
Sigurður Áss Grétarsson verkfræðingur og ráðgjafi sveitarfélagsins um hafnarsvæðið og
Páll Jakob Líndal eigandi TGJ-arkitekta og sérfræðingur í sálfræðilegum áhrifum heilsu á vellíðan íbúa verði skipaðir í hópinn.

Í viðhengi er mynd af sorpbrennslustöð í Kaupmannahöfn sem líka þjónar sem sleða/skíðabrekka.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin stefnir að því að jafna kynjahlutfall með því að fjölga í hópnum og taka málið upp á næsta fundi.

 

 

24.  22. sept. 2022: 17. 2208006F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 38, Bæjarstjórn Ölfuss – 306. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=Y0vCMtmuR0CZzDKArJ5GVA1

 

17. 2208006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 38

1. 2209011 - Kynning á mögulegri uppbyggingu við Raufarhólshelli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
2. 2208052 - Skálholtsbraut - lækkun hámarkshraða - þrengingar og bílastæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2209021 - Kynning á fjallahjólastígum í Ölfusi kringum Hver[a]gerði. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2209020 - Vesturbakki 1 - 3 -5 og 7 Girðingar- og gróðurbelti. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2208001 - DSK Gljúfurárholt land 7.Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2208053 - DSK Mýrarsel - frístundalóðum breytt í einbýlishúsalóðir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2209018 - Lækur II lóð C, Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem óverulegt frávik. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2208019 - Hjólastígar í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2208038 - DSK Þórustaðir 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgengisslóða. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2209003 - Deiliskipulag í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2209002 - Umsókn - Ljósleiðari í landi Ölfuss. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2208016 - Árblik - erindi um landnotkun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2208050 - Árhólmar í Hvergerði - kynning á breyttu deiliskipulagi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2208037 - Loftgæðamælar í Þorlákshöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
18. 2208033 - Litla Sandfell umsögn um matsskýrslu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2207029 - Umsögn um vetnisstöð á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2208034 - Hverhlíðarlögn - umsögn um matstilkynningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2209012 - Umsögn um deiliskipulag Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2209022 - Sunnuhvoll viðbygging við reiðskemmu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2209004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 41.Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Fundargerðir til kynningar

 

 

25.  19. okt. 2022: 12. 2209013 – Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 39. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=yt_5tRN9okSWzS7ApEJVKQ1

 

12. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf

Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar og þá var eftirfarandi bókað:
Í tillögu Grétars Inga Erlendssonar sem var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi var lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd verði falið að skipa faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skuli að ekki verði gefinn afsláttur af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina og að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina.

Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Lagt er til að Kristín Snorradóttir skrúðgarðyrkjumeistari, Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt, skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins Gunnlaugur Jónasson, arkitekt MBA,
Sigurður Áss Grétarsson verkfræðingur og ráðgjafi sveitarfélagsins um hafnarsvæðið og
Páll Jakob Líndal eigandi TGJ-arkitekta og sérfræðingur í sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu á vellíðan íbúa verði skipaðir í hópinn.

Í viðhengi er mynd af sorpbrennslustöð í Kaupmannahöfn sem líka þjónar sem sleða/skíðabrekka.

Afgreiðsla síðasta fundar - fundar 38: Frestað. Nefndin stefnir að því að jafna kynjahlutfall með því að fjölga í hópnum og taka málið upp á næsta fundi.

Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar þar sem ekki náðist í einn mögulegan nefndarmeðlim.

 

 

26.  25. okt. 2022: 9. 2209007F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 39, Bæjarstjórn Ölfuss – 308. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=cejeLc3JhU29mXceIQ4VpA1

 

9. 2209007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 39

Fundargerð 39.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 19.10.2022 til staðfestingar.

1. 2209042 - Kynning á hleðslulausnum og fyrirkomulagi á nýrri hleðslustöðvarlóð. Til kynningar.
2. 2210011 - Miðbær Þorlákshafnar - kynning á hugmyndum. Til kynningar.
3. 2208052 - Skálholtsbraut - lækkun hámarkshraða - þrengingar og bílastæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2210005 - DSK Deiliskipulag í landi Eimu i Selvogi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2209018 - Lækur II lóð C, Umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem óverulegt frávik. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2209028 - Umsókn um að Hrísar verði utan íbúðasvæðisins í Árbænum. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2209029 - Hafnarnes Ver - útkeyrsla inn á Þorláksvör. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2210013 - Geo Salmo stofnun lóðar fyrir fiskeldisstöð austan Keflavíkur. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2210020 - Nafnabreyting Hrókabólsvegur 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2210009 - Hjarðarból - umsókn um stöðuleyfi - gámur með vindhverfli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2209043 - Umsögn um skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar - Vatnsendahvarf - Vatnsendahæð. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2210025 - Áætlun um loftgæði á Íslandi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2210027 - Lækur II lóð C deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

 

27.  21. nóv. 2022: 7. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 41. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=7BQvKHqupk6sUPEpG2ZCOQ1&

 

7. 2209013 - Skipun faghóps um uppbyggingu á lóðum Heidelberg Cement Pozzolinic ehf

Í tillögu Grétars Inga Erlendssonar sem var samþykkt í bæjarstjórn nýlega var skipulags- og umhverfisnefnd falið að skipa faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skyldi að ekki verði gefinn afsláttur af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu.
Var málinu frestað á októberfundi nefndarinnar þar sem ekki hafði náðst í alla mögulega nefndarmenn.

Afgreiðsla: Nefndin skipar eftirfarandi í hópinn:
-Heru Grímsdóttur, framkvæmdastýru Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur,
-Sigurður Áss Grétarsson verkfræðing og ráðgjafa sveitarfélagsins um hafnarsvæðið og
-Páll Jakob Líndal eiganda TGJ-arkitekta og sérfræðing í sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu á vellíðan íbúa.

Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins Gunnlaugur Jónasson, verði starfsmaður hópsins.

 

 

28.  24. nóv. 2022: 7. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 309. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=nylh05vb3kGteMWgjRi4jA1&

 

7. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins

Umræða um stöðu verkefnisins.

Gestur Þór Kristjánsson flutti svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn ítrekar það sem áður hefur komið fram um að:

1. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti starfsemin verður, svo sem flutningur á efni, útlit bygginga o.fl. verður málið kynnt ennfrekar fyrir íbúum og svo fremi sem fyrirtækið taki á annað borð ákvörðun um að ráðast í verkefnið verður haldin íbúakosning um framgang þess.

2. Bæjarstjórn áskilur sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins. Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt.

3. Ekki kemur til greina að efni, allt að 3 milljónum tonna, verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu eins og það er núna. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum.

4. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefinn af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina. Til að tryggja slíkt hefur umhverfis- og skipulagsnefnd skipað faghóp með arkitekt, verkfræðing o.fl. sem tryggja skulu að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það.

5. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Böðvar Guðbjörn Jónsson, Gestur Þór Kristjánsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.

Böðvar Guðbjörn Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er mikil brotalöm að lög um mat á umhverfisáhrifum séu það löskuð að neikvæð niðurstaða hefur ekki föst áhrif og að hægt sé að hunsa neikvætt, jafnframt talið ólöglegt, umhverfismat í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Nú var Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gagnrýnin í sinni umsögn og taldi skýrsluna ekki innihalda lýsingu og mat á raunhæfum kostum og þar af leiðandi uppfylli hún ekki skilyrði laganna. Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru einnig gagnrýnin á framsetningu loftslagsávinnings námuvinnslunnar eins og hún birtist í skýrslu fyrirtækisins.

Fjölmargir íbúar vilja fá að segja sína skoðun um áframhaldandi viðræður við Heidelberg með íbúakosningu. Við teljum það vera góða leið til að ná sátt um málið í okkar samfélagi.

Böðvar Guðbjörn Jónsson varabæjarfulltrúi H-lista og Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi B-lista.

Grétar Ingi Erlendsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir fulltrúar D-listans í bæjarstjórn árétta það sem áður hefur komið fram. Afstaða undirritaðra er óbreytt og það er afdráttarlaust að ef fallast ætti á tillögur Heidelberg um uppbyggingu verksmiðju hér í bæ verður að mæta öllum þeim kröfum sem meirihluti D lista hefur sett fram.

Undirrituð lýsa einnig yfir verulegum áhyggjum af þeim vinnubrögðum sem tilteknir fulltrúar minnihlutans hafa kallað eftir, þ.e. stöðvun viðræðna og íbúakosningu um málið áður en tillaga lóðarhafa liggur fyrir. Telja undirrituð fulla ástæðu til að ætla að slík stjórnsýsla væri í fullkominni andstöðu við gildandi lög og heimildir sveitarstjórnar í þessu máli á þessum tímapunkti.

Fari svo að verkefnið fari lengra í þróun er viðbúið að til skipulagsbreytinga þurfi að koma, og á þeim tímapunkti hefur sveitarfélagið tök á, og ástæðu til, að kanna afstöðu íbúa til málsins og taka í framhaldinu ákvörðun. Því tímamarki hefur ekki enn verið náð.

Erla Sif Markúsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Grétar Ingi Erlendsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir bæjarfulltrúar D-lista.

Gert var fundarhlé.

Eftir orðalagsbreytingar á tillögunum sem forseti lagði fram í upphafi voru greidd atkvæði um tillögurnar og voru þær samþykktar samhljóða.

Hrönn Guðmundsdóttir, Böðvar Guðbjörn Jónsson og Grétar Ingi Erlendsson gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

 

 

29.  7. des. 2022: 6. 2211051 - Umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju Heidelberg i Þorlákshöfn, Skipulags- og umhverfisnefnd – 42. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tYfxlfEhUetzKNIsR216Q1&

 

6. 2211051 - Umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju Heidelberg i Þorlákshöfn

Borist hefur umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun þar sem beðið er um umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Sveitarstjórn hefur fjallað nokkrum sinnum um verkefnið og í tillögu að umsögn í viðhengi eru helstu punktar sem hún hefur ályktað um.

Afgreiðsla: Tillaga að umsögn samþykkt´, en eftirfarandi kafla verði bætt við sem punktur nr 6:

6. Gerð er krafa um samnýtingu og vandað efnisval en ekki einungs „liti og fyrirkomulag innan lóðar“ þegar kemur að samráði við bæjaryfirvöld. Þessa framkvæmd þarf að hugsa út frá öðrum forsendum en gert hefur verið annarstaðar í heiminum, sökum smæðar samfélagsins og bæjarins sem hér um ræðir. Sá möguleiki verði skoðaður að lækka mannvirki jafnvel þó það kalli á aukin grunnflöt. Krafa er gerð um að mannvirki verði í lægri mörkum þess sem kemur fram í fyrirspurn um matskyldu.

Fulltrúar X-B framfarasinna lögðu fram eftirfarandi álit: Talið er mikilvægt að mölunarverksmiðjan fari í umh[v]erfismat, sökum umfangs hennar miðað við samfélagið í Þorlákshöfn.

 

 

30.  15. des. 2022: 9. 2211008F - Skipulags- og umhverfisnefnd – 42, Bæjarstjórn Ölfuss – 310. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=dahFrI9Xh0eHBBUd8wswnA1&

 

9. 2211008F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 42

Fundargerð 42.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 07.12.2022 til staðfestingar.

1. 2212002 - DSK Gljúfurárholt 14 breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2212001 - Fyrirspurn um starfsemi á Athafnasvæði AT1
3. 2211044 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur , Oddabraut 9
4. 2212003 - DSK Klettagljúfur deiliskipulag
5. 2211036 - Rarik - tilfærsla og stækkun lóðar við Miðbakka 4 DRE
6. 2211051 - Umsögn um matstilkynningu vegna mölunarverksmiðju Heidelberg i Þorlákshöfn.

Liðurinn borinn upp sérstaklega og hann samþykktur með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista og B - lista. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fulltrúi O lista greiddi atkvæði gegn málinu.

Svo[h]ljóðandi bókun barst frá fulltrúum B- og H- lista:

Við viljum því árétta það að fulltrúar B og H lista telja fulla þörf á því að fyrirhugaðar framkvæmdir við verksmiðju Heidelberg fari í umhverfismat, sem hlýtur að teljast sjálfsögð krafa frá bæjarstjórn sem er búin að samþykkja það að áskilja sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins og að ekki komi til greina að gefinn verði afsláttur af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama.

Í 19. gr. laga nr. 111/2021 um Framkvæmdir sem kunna að vera háðar umhverfismati segir:
,,Tilkynningarskyldar framkvæmdir sem tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka við lög þessi skulu háðar umhverfismati þegar þær eru taldar líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar skv. 2.viðauka.“

Sveitarfélagið Ölfus á að sjálfsögðu að gera skýra kröfu um það til Skipulagsstofnunar um að heildarframkvæmdin hér í Þorlákshöfn fari í umhverfismat og standa þannig með hagsmunum samfélagsins.


7. 2211056 - Auðsholt - krafa frá eigendum
8. 2212006 - Hverahlíðarlögn - umsókn um framkvæmdaleyfi
9. 2211045 - Umsögn um vatnsöflun Laxa að Laxabraut 9-11
10. 2212005 - Umsögn um vinnslutillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogsbæjar

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Fundargerðir til kynningar

 

31.  26. jan. 2023: 2. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins, Bæjarstjórn Ölfuss – 312. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=tK3RPmvaG0WoAhKiTtZFHA1

 

2. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins

Bæjarráð ræddi stöðu mála varðandi áform Heidelberg um að setja upp framleiðslu á umhverfisvænum íblöndunarefnum í steypu innan sveitarfélagsins. Á fundinum hafði bæjarstjóri framsögu um stöðu mála og lagði fram minnisblað tengt framsögunni.

Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að enn sem komið er hafa engar ákvarðanir tengdar málinu komið til kasta sveitarfélagsins. Engar heimildir hafa verið veittar, engu skipulagi breytt og málið því á frumstigi undirbúnings. Í því samhengi var ítrekað að ekki kæmi til greina að staðsetja framleiðsluna innan þéttbýlis nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal íbúa enda ljóst að sjónræn áhrif starfseminnar yrðu miklar.

Þá kom fram að á fjölsóttum og málefnalegum íbúafundi hafi verið gerðar sterkar athugasemdir við annars vegar efnisflutninga eftir almenna þjóðvegakerfinu og hins vegar við sjónræn áhrif og truflun vegna nálægðar við íbúabyggð.

Til að nálgast þessar athugasemdir hefur Heidelberg lagt í ítarlega vinnu til að mæta þessum ábendingum og leitað að mótvægisaðgerðum til að mæta samtímis forsendum bæjarstjórnar og þeim ábendingum sem komu fram á íbúafundi.

Í minnisblaði bæjarstjóra kom eftirfarandi fram:

1. Efnisflutningur eftir almenna þjóðvegakerfinu
Leitað er leiða til að vinna efni úr sjó við ósa Markarfljóts og flytja það sjóleiðis til Þorlákshafnar. Með því yrði dregið stórlega úr þörfinni fyrir námuvinnslu sem og álaginu á þjóðvegakerfið. Efninu yrði því landað í lokuðum kerfum, þurrkað og unnið áfram til útflutnings.

2. Sjónræn áhrif og truflun vegna nálægðar við íbúabyggð
Sterkustu ábendingarnar sem komið hafa fram vegna fyrirhugaðra framkvæmda við mölunarverksmiðju eru vegna fyrirhugaðrar staðsetningar innan þéttbýlis, í námunda við íbúðarhús. Sérstaklega hafa þessar áhyggjur komið fram í máli fulltrúa bæjarstjórnar og meðal íbúa. Heidelberg skoðar nú samhliða tvo kosti til að mæta þessum ábendingum.

a. Draga úr sjónrænum áhrifum með vandaðri hönnun.
Á fundum hefur komið fram að Heidelberg muni leita allra leiða til að hanna mannvirki í þeim tilgangi að draga úr sjónrænum áhrifum þeirra. Sú vinna stendur nú yfir en enn hafa engin gögn verið lögð fram önnur en þau sem sýnd voru á íbúafundi og sýna fyrst og fremst byggingarmagn en ekki endanlega hönnun.

b. Staðsetning utan þéttbýlis
Á íbúafundi komu fram fjölmargar sterkar áskoranir um að skoða til hlítar hvort að mögulegt væri að staðsetja mölunarverksmiðju utan þéttbýlis. Sömu áskoranir hafa komið frá forsvarsfólki sveitarfélagsins frá því að verkefnið var fyrst kynnt. Vandinn við slíka nálgun er flutningur efnis til hafnar. Heidelberg hefur brugðist við þessum ábendingum og áskorunum og vinnur nú að kostamati utan þéttbýlis.

Eitt af því sem fyrirtækið skoðar núna er hvort að verkfræðilega sé mögulegt að byggja nýja höfn við Keflavíkina og ef svo hvort að slík framkvæmd rúmist innan kostnaðarramma verkefnisins. Sé það mögulegt væri hægt að staðsetja framleiðsluna vestan og sunnan þess svæðis sem Sveitarfélagið Ölfus hefur skipulagt undir atvinnurekstur sem ekki er æskilegur innan þéttbýlis. Umrætt svæði er þá innan þess ramma sem áætlaður hefur verið undir græna iðngarða sem fyrirhugað er að reka á forsendum hringrásarhagkerfis.

Úttekt á þeim kosti sem hér um ræðir er á frumstigi, eins og reyndar verkefnið allt. Fýsileikakönnunun er unnin og alfarið kostuð af Heidelberg.

Elliði Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Gestur Þór Kristjánsson tóku til máls.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Bæjarstjórn þakkar uppýsingarnar og lýsir sig viljugt til að eiga áfram jákvæð og uppbyggjandi samskipti við fyrirtækið á þeim forsendum sem lýst hefur verið.

Samþykkt samhljóða.

 

 

34.  5. apríl 2023: 8. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf, Skipulags- og umhverfisnefnd – 48. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=rTAFnAa6mkmHV4p010eV1w1

 

8. 2303034 - Umsögn um matsáætlun mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf

Skipulagstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um matsáætlun vegna mölunarverksmiðju Heidelberg Cement Pozzolinic Materials ehf. Skipulagsstofnun úrskurðaði nýlega að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat og því hefur áætlun um matið verið lögð fram.
Óskað er eftir að í umsögninni komi fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið hafið athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Sveitarfélagið gaf nokkuð ýtarlega umsögn um matsfyrirspurnina þar sem eftirfarandi kom fram:
Sveitarfélagið Ölfus telur að fyrirliggi nokkuð greinagóðar upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd með þeim fyrirvara þó að það sem að sveitarfélaginu snýr er á frumstigum.
Mannvirki hafa ekki verið hönnuð, flutningsleiðir ekki skýrðar, kröfur til hafnargerðar ekki frágengnar og fl.

Með fyrrgreindum fyrirvara hefur bæjarstjórn samþykkt eftirfarandi kröfur og fyrirvara vegna fyrirhugaðra framkvæmda: (Fundargerðir | Sveitarfélagið Ölfus (olfus.is)):

Bæjarstjórn ítrekar það sem áður hefur komið fram að:
1. Þegar fyrir liggur með hvaða hætti starfsemin verður, svo sem flutningur á efni, útlit bygginga o.fl. verður málið kynnt enn frekar fyrir íbúum og svo fremi sem fyrirtækið taki á annað borð ákvörðun um að ráðast í verkefnið verður haldin íbúakosning um framgang þess.
2. Bæjarstjórn áskilur sér fullan rétt til að tryggja hagsmuni samfélagsins við vinnslu málsins. Verði verkefnið á einhverjum tímapunkti metið skaðlegt fyrir heildar hagsmuni samfélagsins er því sjálf hætt.
3. Ekki kemur til greina að efn, allt að 3 milljónum tonna,i verði flutt frá námum eftir almenna þjóðvegakerfinu. Finna þarf aðrar leiðir svo sem blöndu af námuvegum og færiböndum.
4. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af útliti og eðli mannvirkja sem rísa á hafnarsvæðinu. Hæð þeirra, útlit og annað fyrirkomulag skal í öllum tilvikum taka mið af nálægð við íbúabyggðina. Til að tryggja slíkt hefur umhverfis- og skipulagsnefnd skipað faghóp með arkitekt, verkfræðing og fl. sem tryggja skulu að ef mannvirkin rísi þá verði það til að efla samfélagið en ekki skaða það.
5. Ekki kemur til greina að afsláttur verði gefin af almennum kröfum um hljóðmengun, rykmengun og annað það sem valdið getur samfélaginu ama. Komi til þess að skipulagi verði breytt við vinnslu málsins verða slíkar kröfur að minnsta kosti þær sömu og eru í skipulagi hafnarsvæðisins.

Við afgreiðslu málsins bókaði skipulags- og umhverfisnefnd eftirfarandi:
6. Gerð er krafa um samnýtingu og vandað efnisval en ekki einungs liti og fyrirkomulag innan lóðar þegar kemur að samráði við bæjaryfirvöld. Þessa framkvæmd þarf að hugsa út frá öðrum forsendum en gert hefur verið annarstaðar í heiminum, sökum smæðar samfélagsins og bæjarins sem hér um ræðir. Sá möguleiki verði skoðaður að lækka mannvirki jafnvel þó það kalli á aukin grunnflöt. Krafa er gerð um að mannvirki verði í lægri mörkum þess sem kemur fram í fyrirspurn um matskyldu.

Afgreiðsla: Nefndin áréttar það sem áður hefur komið fram um málið og telur að áætlunin geri vel grein fyrir því mikilvægasta sem fyrirhugað umhverfismat skal fjalla um.
Eins og fram kemur í skýrslunni fer sveitarfélagið Ölfus með skipulagsvaldið á svæðunum sem eru til skoðunar og gefur út byggingar og framkvæmdaleyfi í samræmi við byggingarreglugerð og skipulagslög. Enn hafa ekki borist beiðnir um breytingar á skipulagi ef frá er talin beiðni um sameiningar lóða. Að öðru leiti gilda eldri skipulagsáætlanir svo sem hvað varðar hæð og eðli mannvirkja, byggingamagn og fl. Komi til þess að beiðni berist um breytingar á skipulagi verða þær beiðnir afgreiddar á sama máta og aðrar slíkar beiðnir þó með því foryrði stefnt er að íbúakosningu áður en nokkrar skuldbindandi ákvarðanir verða teknar. Tekið er fram að nefndin lítur svo á að setlón sé efnisgeymsla.

Sveitarfélagið vill þó benda á eftirfarandi misræmi í gögnum en í töflu 3.1 í skýrslunni kemur fram þar sem fjalla er um valkost 2, að breyta þurfi aðalskipulagi vegna hafnar en ekki vegna mölunarverksmiðjunar. Í kafla 6.3 kemur fram, að breyta þurfi aðalskipulagi vegna mölunarverksmiðjunar. Þar stendur eftirfarandi í 17. línu:
Þörf er á að breyta aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði I3 þar sem skilmálum fyrir svæðið yrði breytt í samræmi við fyrirhugaða starfsemi mölunarverksmiðju og mögulegra innviða.

 

 

35.    25. maí 2023: 3. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag, Bæjarstjórn Ölfuss – 318. https://www.olfus.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/fundargerdir/display?id=UWE7Hfb5GEOSG2dC9ejSlA1

 

Á síðasta fundi nefndarinnar í apríl var máli þar sem fjallað var um auglýsingu skipulagslýsingar fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli frestað.
Á fyrri fundi marsmánaðar var samþykkt skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Litla-Sandfell vegna námavinnslu til auglýsingar.

Þar sem gerð var breyting á henni kom hún aftur til umfjöllunar á síðasta fundi nefndarinnar og var málinu frestað sem fyrr sagði.

Í gildandi aðalskipulagi er mestur hluti Litla-Sandfells skilgreindur sem námasvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að allt fellið verði innan stækkaðs námasvæðis. Gerð hefur verið sú breyting að nú gert er ráð fyrir byggingu/skemmu á vinnslusvæðinu fyrir námavinnslutæki og nánar er fjallað um meðhöndlun spilliefna. Í fylgiskjali er skjal þar sem sjá má breytingarnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Jafnframt verði landeigendur upplýstir um málið og séð verði til þess að allar byggingar á svæðinu verði fjarlægðar við lokafrágang.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Hér eru 6 staðreyndir teknar úr þessum breytingum sem þið viljið gera á aðal- og deiliskipulagi 2020-2036 um Litla-Sandfell:
1. Það á að moka í burtu heilu fjalli á 30 árum, samtal 18 milj. rúmmetra.
2. Það er verið að auka efnistöku um 80% frá fyrra skipulagi, úr 10 milj. rúmmetra yfir í 18 milj.
3. Efnistökusvæðið er innan fjarsvæðis vatnsverndar, sem þýðir að það er á vatnasvæði vatnsbólsins. Vinnslan og stærstur hluti efnisflutninga er á vatnsverndarsvæði.
4. Í 2.mgr. kafla 4.2.5 um varnir gegn mengun vatns kemur fram að innan grann- og fjarsvæðis vatnsverndar sé óheimilt að geyma til lengri tíma efni, s.s. olíur, sem kann að valda grunnvatnsmengun. Efni sem talin eru upp í II. flokki eru m.a. olía, bensín og skyld efni.
5. Aukin umferð farartækja s.s. þungaflutningabíla hefur ávallt áhrif á umferðaöryggi og á viðhald vega.
6. Og hér er líka lagt til að tekin verði út setning sem er í núverandi Aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036: Að stuðla skal að verndun lít raskaðra landsvæða og óbyggðra víðerna.

Allar áætlanir sem hér er talað um eru í tengslum við fyrirætlanir Heidelberg Cement, verkefnis sem mikill ágreiningur er um hér Sveitarfélaginu Ölfusi og víðar á landinu. Þessar breytingar væru ekki til umræðu ef ekki væri fyrir stórfelldar hugmyndir þeirra um námuvinnslu í sveitarfélaginu. Því spyr ég og bið oddvita meirihlutans og forseta bæjarstjórnar, Gest Þór Kristjánsson að svara:

Hvers vegna er ekki beðið með þessa breytingu á skipulaginu þar til niðurstaða liggur fyrir um íbúakosningu sem búið er að lofa að fari fram um verkefnið?

Gestur Þór Kristjánsson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls.

Niðurstaða nefndarinnar borin undir fundinn og hún staðfest með 6 atkvæðum D og B-lista. Fulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.

Fundargerðir til staðfestingar


[1]      Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar, tölvupóstur til Jóns Hjörleifs Stefánssonar, 2. september 2022.