ÚR KIRKJUFRÉTTUM

Hér er að finna yfirlit yfir allt sem birst hefur í Kirkjufréttum um námumálið. Eftir yfirlitið eru allar tilvitnanirnar birtar í heild sinni.

Yfirlit

1. febrúar 2022 | Nýi samningurinn tilkynntur
Safnaðarmeðlimum er tilkynnt um nýja samninginn.

Þeir vissu ekki um árslangar undanfarnar samningaviðræðurnar eða um samninginn fyrir þessa tilkynningu.

1. apríl 2022 | GCAS-rannsókn tilkynnt, aðalfundi frestað frá vori til sept./okt. 2022
Aðalfundi er frestað í ljósi þess að samtakastjórn telur að fyrst þurfi að funda um GCAS-skýrsluna. Væntanleg dagsetning aðalfundar er: „einhvern tíma á tímabilinu frá miðjum september til nóvember á þessu ári, með stefnuna þó frekar á september“.[1]

Samtakastjórn minnist á GCAS-rannsóknina í Kirkjufréttum í fyrsta skipti og viðurkennir að aðeins „sumir“ viti „kannski“ um hana. Þetta er tæpu ári eftir að stjórnin ákvað að biðja um rannsóknina (vorið 2021) og um hálfu ári eftir að stjórnin bað um hana formlega (5. október 2021).

Undanfari: Þann 25. febrúar eða mánuði fyrir þessa tilkynningu hafði Samantektin fjallað um GCAS-rannsóknina.[2] Þann 23. mars eða um viku fyrir tilkynninguna hafði samtakastjórn borist undirskriftalisti 61 safnaðarmeðlims þar sem beðið var um opinn upplýsingafund um námumálið.

20. maí 2022 | Upplýsingar um tekjur KSDA frá Eden Mining, 2017–2021
Judel Ditta veitir upplýsingar um tekjur KSDA frá Eden Mining undanfarin ár.[3]

23. maí 2022 | GCAS-fundur tilkynntur
GCAS-fundur er tilkynntur með eins dags fyrir vara í Kirkjufréttum.[4] (Safnaðarstjórnir höfðu fengið tilkynningu.) Engin frétt birtist um fundinn í Kirkjufréttum að honum loknum.

19. ágúst 2022 | 41. aðalfundur tilkynntur
Samtakastjórn tilkynnir staðsetningu og dagsetningu 41. aðalfundar með rúmum mánaðar fyrirvara: hann verður haldinn í Loftsalnum 22.–25. september 2022.[5]

24. ágúst 2022 | 41. aðalfundur boðaður
Samtakastjórn boðar til 41. aðalfundar með mánaðar fyrirvara.[6]

25. ágúst 2022 | Boðun 41. aðalfundar ítrekuð
Ítrekað er tvívegis að 41. aðalfundur hafi verið boðaður.[7]

2. sept. 2022 | Boðun 41. aðalfundar ítrekuð
Ítrekað er tvívegis að 41. aðalfundur hafi verið boðaður.[8]

9. sept. 2022 | Boðun 41. aðalfundar ítrekuð
Ítrekað er tvívegis að 41. aðalfundur hafi verið boðaður.[9]

16. sept. 2022 | Formaður tilkynnir að enginn upplýsingafundur verði haldinn
Gavin Anthony formaður skrifar í pistli sínum að samtakastjórn hafi komist að þeirri niðurstöðu að halda engan opinn upplýsingafund um námumálið og deilir nokkrum málsgreinum úr námuskýrslu samtakastjórnar.[10]

16. sept. 2022 | Boðun 41. aðalfundar ítrekuð
Ítrekað er tvívegis að 41. aðalfundur hafi verið boðaður.[11]

30. sept. 2022 | Fréttir af 41. aðalfundi
Frétt birtist af 41. aðalfundi: aðalfundur samþykkti að Stór-Evrópudeildin „hlutast til um málefni um rekstur námunnar á þann hátt að kalla til óháða nefnd sem myndi fara yfir málið allt“ og skili af sér skýrslu sem verði lesin á seinnihluta 41. aðalfundar þann 11. desember 2022 næstkomandi.[12]

24. nóv. 2022 | Seinnihluta aðalfundar seinkað
Daniel Duda formaður Stór-Evrópudeildarinnar tilkynnir í Kirkjufréttum að seinnihluta aðalfundar sem átti að halda 11. des. hafi verið frestað því „vegna óviðráðanlegra aðstæðna“ sé rannsóknarskýrslan sem átti að leggja fyrir aðalfund ekki tilbúin.[13]

6. janúar 2023 | Stjórnendur KSDA fordæma gagnrýni safnaðarmeðlima
Stjórnendur KSDA líkja gagnrýnum safnaðarmeðlimum í námumálinu (og opnum bréfum þeirra) við óvini Gyðinga og opin bréf þeirra á dögum Nehemía og segja gagnrýni þeirra „stefnu Satans“ og ósvaraverðan rógburð.[14]

20. janúar 2023 | Fjármálastjóri fer yfir meinta fjárhagslega blessun Guðs 2022
Judel Ditta fjármálastjóri lýsir fjárhagslegum blessunum Guðs fyrir KSDA árið 2022 sem fengust frá tíund og Raufarhólshelli. Hún minnist ekki á tekjur frá Eden Mining[15]

3. febrúar 2023 | Opið bréf samtakastjórnar til safnaðarleiðtoga og safnaðarmeðlima
Samtakastjórn birtir opið bréf í Kirkjufréttum þar sem hún reyfar námumálið. Hún tilkynnir m.a. safnaðarmeðlimum að ónafngreindir meðlimir hafi dreift „lygum og villandi upplýsingum“ í fjölmiðla innan lands og utan og hvetur meðlimi til að biðja fyrir einingu. Ekki er útskýrt í hverju lygarnar og villandi upplýsingarnar felast.[16]

Undanfari: Þann 20. janúar 2023 birtir Intelligent Adventist ensku námumálssamantektina eftir Jón Hjörleif Stefánsson. Jón Hjörleifur deilir einnig námuskýrslu sinni og samantektinni á henni með íbúum Ölfuss og Þorlákshafnar í FB-hópi þeirra. Þann 27. janúar 2023 mótmælir samtakastjórn þeirri deilingu með grein í Hafnarfréttum. Jón Hjörleifur svarar þeirri grein í sama miðli þann 30. janúar 2023.

2. júní 2023 | Samtakastjórn biðst afsökunar á því að Deildin hafi seinkað aðalfundi
Samtakastjórn biðst afsökunar í pistli sínum í Kirkjufréttum á því að aðalfundi hafi verið seinkað og rekur sögu seinkunarinnar. Hún segir seinkunina ábyrgð Stór-Evrópudeildarinnar. Aðalfundur verði ekki haldinn fyrr en eftir sumarfrí 2023.[17]

Undanfari: Vikurnar fyrir þennan pistil hafa nokkrir safnaðarmeðlimir samband við aðra safnaðarmeðlimi til að biðja þá um að taka þátt með sér í lögsókn á hendur samtakastjórn. Eftir átta mánaða bið eftir seinnihluta aðalfundar er þolinmæði þeirra þrotin.

14. júlí 2023 | Safnaðarmeðlimum er tilkynnt um fyrri stefnuna
Gavin Anthony formaður tilkynnir safnaðarmeðlimum í pistli sínum í Kirkjufréttum að „21 manna hópur“ hafi stefnt „Kirkjunni“.[18]

Undanfari: stefnan var þingfest þann 29. júní 2023.

síðla í ágúst 2023 | Samtakastjórn ræðir aðalfundarmál við Daniel Duda
Á norrænu prestaráðstefnunni í Svíþjóð hitta stjórnendur KSDA Daniel Duda formann Stór-Evrópudeildarinnar og ræða aðalfundarmál við hann. Hann segir að hann muni láta þau vita bráðum hvenær námunefndin komi til Íslands til að „ljúka“ störfum sínum. (Nefndin hefur þó ekki hafið störf þegar þetta er sagt.)[19]

15. sept. 2023 | Formaður tilkynnir safnaðarmeðlimum um frávísunarkröfu KSDA
Gavin Anthony formaður tilkynnir safnaðarmeðlimum um að KSDA hafi lagt fram frávísunarkröfu í dómsmálinu. Ennfremur segir hann að samtakastjórn muni deila öllum dómsmálum í Kirkjufréttum að málinu loknu.[20]

Héraðsdómari vísar málinu frá þann 20. febrúar 2024. Samtakastjórn deilir einungis fjórum dómsskjölum í Kirkjufréttum þann sama dag.

29. sept. 2023 | Áfangaskýrsla samtakastjórnar
Þar sem aðalfundur hefur dregist birtir samtakastjórn áfangaskýrslu yfir starfstímabil sitt hingað til.[21] Leiðrétt skýrsla er birt þann 6. október 2023[22] og uppfærð þann 20. október 2023.[23]

10. nóv. 2023 | Formaður tilkynnir fyrirhugaðar dagsetningar heimsóknar námunefndar og seinnihluta aðalfundar og staðfestir að fyrri stefna sé gegn KSDA
Gavin Anthony tilkynnir safnaðarmeðlimum að Stór-Evrópudeildin hafi tjáð samtakastjórn að „þeir hyggist hafa fund námunefndarinnar á Íslandi í nóvember með áframhaldandi aðalfundi í janúar 2024“.[24]

Á þessum tímapunkti er ekki búið að skipa nefnd og hún hefur því ekki hafið störf.

22. des. 2023 | Stjórnendur tilkynna gjöf til háskóla í Mið-Ameríku sem nemur 20% af tekjum KSDA af námunum og Raufarhólshelli
Stjórnendur tilkynna að samtakastjórn hafi ákveðið að gefa ónefndum aðventistaháskóla í Mið-Ameríku 20% af árstekjum KSDA af námunum og Raufarhólshelli.[25] Ekki er tekið fram hver upphæðin er.

2. febrúar 2024 | Samtakastjórn birtir pistil um námumálið
Samtakastjórn birtir fréttapistil um stöðu námumálsins og aðalfundar.[26] Farið er með það margar rangfærslur að ekki er hægt að geta þeirra allra hér í stuttu máli.

2. febrúar 2024 | Fjármálastjóri fer yfir meinta fjárhagslega blessun Guðs 2023
Judel Ditta fjármálastjóri lýsir fjárhagslegum blessunum Guðs fyrir KSDA árið 2022 sem voru meðal 50 milljónir fyrir námureksturinn.[27]

18. febrúar 2024 | Tilkynning um dagsetningu dómsúrskurðar um frávísunarkröfu
Tilkynnt er að dómsúrskurður um frávísunarkröfu liggi fyrir þann 20. febrúar. Samtakastjórn lýsir því yfir að hún muni senda út aukatölublað Kirkjufrétta með úrskurðinum og dómsskjölunum.[28]

20. febrúar 2024 | Frávísun Héraðsdóms tilkynnt en einungis fjögur dómsskjöl birt
Gavin Anthony forma[ur tilkynnir frávísun Héraðsdóms en birtir einungis fjögur dómsskjöl: stefnan, greinargerð stefndur og réttargæslustefndu, og úrskurður Héraðsdóms.[29]

1. mars 2024 | Formaður tilkynnir áfrýjun stefnenda
Gavin Anthony formaður tilkynnir að stefnendur hafi áfrýjað frávísunarúrskurði Héraðsdóms til Landsréttar.[30]

8. mars 2024 | Formaður andmælir ummælum í undirskriftalista
Eric Guðmundsson er að safna undirskriftum fyrir beiðni til Stór-Evrópudeildarinnar þar sem farið er fram á tvennt: (1) að KSDA verði ekki breytt í trúboðsakur (en Eric og aðrir telja sig hafa heimildir fyrir því að það sé ætlunin) og (2) að seinnihluti aðalfundar verði haldinn sem fyrst.

Gavin Anthony formaður andmælir því að það standi til að breyta KSDA í trúboðsakur en minnist ekki á seinnihluta beiðninnar.[31]

14. mars 2024 | Formaður birtir pistil um stöðu námumálsins
Gavin Anthony formaður birtir pistil um stöðu námumálsins.[32] Pistillinn er svo fullur af rangfærslum að ekki er hægt að gera honum skil hér í stuttu máli.

12. apríl 2024 | Pistill stjórnenda um aðalfund og dómsmálið
Stjórnendur birta pistil í Kirkjufréttum um aðalfundinn og dómsmálið. Þeir segja að Stór-Evrópudeildin muni staðfesta dagsetningu seinnihluta 41. aðalfundar hvað og hverju („hvenær sem er“).[33]

Hvað varðar ummæli þeirra um dómsmálið er hún svo full af rangfærslum að ekki er hægt að gera þeim skil hér í stuttu máli.

26. apríl 2024 | Pistill samtakastjórnar um námumálið
Samtakastjórn birtir pistil um stöðu námumálsins. Þar kemur fram að Stór-Evrópudeildin telur að hægt verði að halda seinnihluta aðalfundar þann 8. september næstkomandi en að fundurinn verði boðaður þegar nær dregur.[34]

Pistillinn er svo fullur af rangfærslur að ekki er hægt að gera honum skil hér í stuttu máli.

17. maí 2024 | Formaður tilkynnir lögreglurannsóknina og að störf námunefndar
Gavin Anthony formaður staðfestir frétt Vísis þess efnis að samtakastjórn sé undir lögreglurannsókn að boði Ríkissaksóknara.

Formaður segir ennfremur að viðræður samtakastjórnar séu hafnar við formann námunefndarinnar og að dagsetningar námunefndarfunda og netföng námunefndarmeðlima verði tilkynntar innan skamms.[35]

31. maí 2024 | Upplýsingar um námunefnd og störf henna birtar
Námunefndin birtir pistil með yfirliti yfir rannsóknarsvið sitt og aðferðarfræði, nefndarmeðlimi, og að þau bjóði safnaðarmeðlimum að koma til að bóka fundi hjá sér dagana 25.–27. júní næstkomandi.[36]

7. júní 2024 | Upplýsingar um námunefndina og störf hennar endurbirtar

Námunefndin endurbirtir tilkynningu sína.[37]

13. júní 2024 | Formaður ítrekar væntanleg fundarhöld námunefndar
Gavin Anthony formaður hvetur alla safnaðarmeðlimi sem vilja funda með námunefndinni að bóka fund hjá henni.[38]

13. júní 2024 | Upplýsingar um námunefndina og störf hennar endurbirtar
Námunefndin endurbirtir tilkynningu sína.[39]

20. júní 2024 | Aðalritari tilkynnir að KSDA hafi verið stefnt aftur
Þóra Sigríður Jónsdóttir aðalritari tilkynnir að KSDA hafi verið stefnt aftur og birtir seinni stefnuna. Hún segir enn óvíst hvaða áhrif stefnan muni hafa á fyrirhugaðan seinnihluta aðalfundar 8. september næstkomandi. [40]

20. júní 2024 | Upplýsingar um námunefndina og störf hennar endurbirtar
Námunefndin endurbirtir tilkynningu sína.[41]

12. júlí 2024 | Sýslumannsmál tilkynnt
Samtakastjórn tilkynnir Sýslumannsmálið en birtir þó aðeins tvö síðustu bréfin frá samskiptum sínum við embættið. Stjórnin segir að þetta gæti mögulega valdið því að seinnihluti aðalfundar verði haldinn þann 4. ágúst næstkomandi en að hún voni þó enn að hann verði haldinn þann 8. september næstkomandi.[42]

[1] Gavin Anthony, frétt nr. 1. Kirkjufréttir, 1. apríl 2022.

[2] Jón Hjörleifur Stefánsson og Elísa Elíasdóttir, „Nýr samningur Kirkju SDA við Eden Mining um námurnar í Litla-Sandfelli og Lambafelli“, Samantektin, 25. febrúar 2022.

[3] Judel Ditta, frétt nr. 6, Kirkjufréttir, 20. maí 2022.

[4] [Samtakastjórn], „Fundur safnaðarstjórna, áheyrn/linkur - Church boards meeting, audience/link“, Kirkjufréttir, 23. maí 2022; [samtakastjórn], „Fundur 24.5.22. kl. 19:00/Meeting 24.5.22. at 19:00“, Kirkjufréttir, 23. maí 2022.

[5] [Samtakastjórn], fyrsta atriðið í hlutanum „Athugið“, Kirkjufréttir, 19. ágúst 2022.

[6] [Samtakastjórn], „Boðun aðalfundar 2022/Notice of the 2022 Session“, Kirkjufréttir, 24. ágúst 2022.

[7] „Aðalfundur“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 25. ágúst 2022; [samtakastjórn], fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“, Kirkjufréttir, 25. ágúst 2022.

[8] „Aðalfundur“ (frétt nr. 2), Kirkjufréttir, 2. september 2022; [samtakastjórn], fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“, Kirkjufréttir, 2. september 2022.

[9] „Aðalfundur“ (frétt nr. 3), Kirkjufréttir, 9. september 2022; [samtakastjórn], fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“, Kirkjufréttir, 9. september 2022.

[10] Gavin Anthony, pistill, Kirkjufréttir, 16. september 2022.

[11] „Aðalfundur“ (frétt nr. 5), Kirkjufréttir, 16. september 2022; [samtakastjórn], fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“, Kirkjufréttir, 9. september 2022.

[12] „Fréttir frá aðalfundi“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 30. september 2022.

[13] Daniel Duda formaður Stór-Evrópudeildarinnar, „Varðandi framhald á aðalfundi Kirkjunnar“, Kirkjufréttir, 24. nóvember 2022.

[14] Gavin Anthony, Þóra Sigríður Jónsdóttir og Judel Ditta, Kirkjufréttir, 6. janúar 2023.

[15] Judel Ditta, „Blessanir Drottins árið 2022“ (frétt nr. 2), Kirkjufréttir, 20. janúar 2023.

[16] Samtakastjórn, opið bréf til safnaðarleiðtoga og safnaðarmeðlima (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 3. febrúar 2023.

[17] Samtakastjórn, pistill (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 2. júní 2023.

[18] „Við þurfum líka því miður að láta þig vita að 21 manna hópur hefur höfðað mál gegn Kirkjunni okkar - sérstaklega gegn hverjum meðlimi stjórnar Kirkjunnar. Þetta tengist námusamningnum Kirkjunnar. Málið verður tekið fyrir 7. [s]eptember. Við viljum því biðja þig um að hylja kirkjuna okkar í bæn, að vilji Guðs verði gerður og að Guð verði heiðraður í öllu sem á sér stað.“ Gavin Anthony, pistill (efsta frétt, ótölusett), Kirkjufréttir, 14. júlí 2023.

[19] Gavin Anthony, pistill (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 1. september 2023.

[20] Gavin Anthony, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 15. september 2023; „Leiðrétting - Correction – Corrección“, Kirkjufréttir, 15. september 2023.

[21] Samtakastjórn, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 29. september 2023.

[22] Judel Ditta, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 6. október 2023.

[23] [Samtakastjórn], „Uppfærð skýrsla stjórnar - Updated Interim report“, Kirkjufréttir, 20. október 2023.

[24] Gavin Anthony, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 11. nóvember 2023.

[25] Stjórnendur KSDA, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 22. desember 2023.

[26] Samtakastjórn, „Nokkur orð frá stjórn Kirkjunnar“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 2. febrúar 2024.

[27] Judel Ditta, „Frá fjármálastjóra okkar, Judel Ditta“ (frétt nr. 2), Kirkjufréttir, 2. febrúar 2024.

[28] [Samtakastjórn], „Stefna gagnvart Kirkjunni“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 18. febrúar 2024.

[29] Gavin Anthony, „Niðurstaða Héraðsdóms – Court Ruling“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 20. febrúar 2024.

[30] Gavin Anthony, „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 1. mars 2024.

[31] Gavin Anthony, „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 8. mars 2024.

[32] Gavin Anthony, „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 14. mars 2024.

[33] Stjórnendur KSDA, pistill (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 12. apríl 2024.

[34] Samtakastjórn, pistill (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 26. apríl 2024.

[35] Gavin Anthony, frétt nr. 1, Kirkjufréttir, 17. maí 2024.

[36] Námunefndin, „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 31. maí 2024.

[37] Námunefndin, „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 7), Kirkjufréttir, 7. júní 2024.

[38] Gavin Anthony, „Frá Gavin“ (frétt nr. 1), Kirkjufréttir, 13. júní 2024.

[39] Námunefndin, „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 9), Kirkjufréttir, 13. júní 2024.

[40] Þóra Sigríður Jónsdóttir, „Frá Þóru Siggu“ (frétt nr. 2), Kirkjufréttir, 20. júní 2024.

[41] Námunefndin, „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 9), Kirkjufréttir, 20. júní 2024.

[42] Samtakastjórn, frétt nr. 2, Kirkjufréttir, 12. júlí 2024.

 

Texti

 

2022-02-01: Stjórnendur f.h. samtakastjórnar. „Námufréttir – Mining News“. Kirkjufréttir. 1. febrúar 2022.

Kirkjufréttir - námufréttir (See English below)
1. febrúar 2022
 
Fyrir tæpu ári síðan hófust viðræður milli Kirkjunnar á Íslandi og Eden Mining um möguleika á nýju verkefni varðandi námur okkar. Á þessum tíma hafa Kirkjan og Evrópudeildin (TED) unnið að málinu samkvæmt þagnarskyldu vegna viðkvæmra viðskipthagsmuna, en nú getur Kirkjan deilt nokkrum fréttum.

Eden Mining hefur unnið að verkefni í samvinnu við HeidelbergCement Group, þýskt fyrirtæki sem starfar í 50 löndum um allan heim. Heidelberg er stærsti birgir Evrópu á malarefni og annar stærsti sementsframleiðandi Evrópu. Verkefnið beinist að því að framleiða vistvænni sementsvöru sem er mögulegt með því að nýta steinefnin sem finnast í námunum á landi kirkjunnar. Með þessu samstarfi verður mölin hluti af aðfangakeðju Heidelbergs sem tryggir sanngjarna ávöxtun og langtíma tekjulind fyrir kirkjuna.

Kirkjan mun fá að lágmarki kr. 15.000.000 á ári þó engin möl sé tekin úr námunum. Þegar Heidelberg hefur lokið áreiðanleikakönnun sinni og fyrirhuguð verksmiðja þeirra í Þorlákshöfn er komin í framleiðslu, á árlegt magn af möl sem tekin er að aukast verulega.

Kirkjan hefur skrifað undir nýjan samning við Eden Mining sem kemur í stað allra fyrri samninga. Lengd nýja samningsins er 15 ár og rennur út 4 árum eftir dagsetningu fyrri Lambafellssamnings. Ef Heidelberg lýkur áreiðanleikakönnun sinni á næstu tveimur árum mun samningurinn sjálfkrafa tvöfaldast í 30 ár. Þetta gefur Heidelberg tækifæri til að afskrifa kostnað við byggingu verksmiðjunnar og viðhalda stöðugu framboði á efni fyrir vistvænt sement sitt.

Skilmálar hafa verið samdir fyrir hönd Kirkjunnar af samningslögfræðingum hjá Lex. Í þessu ferli hafa tekið þátt í lögfræðingar Kirkjunnar, Eden Mining og Heidelberg. Kirkjan hefur einnig fengið sérfræðiráðgjöf í gegnum þessar samningaviðræður til að tryggja að Kirkjan fái sanngjarnt verð og sanngjörn kjör.
Mögulega veitir þessi samningur ekki aðeins fjárhagslegt öryggi fyrir kirkjuna til lengri tíma litið. Hann opnar líka möguleika fyrir Kirkjuna okkar að geta fjármagnað boðunarstarf.
Dýrmætt ráð sem stjórn Kirkjunnar fékk frá Evrópudeildinni var áminningin um að Kirkjan er ekki fyrirtæki — svo við eigum ekki að haga okkur eins og slíkt. Frekar erum við ráðsmenn auðlinda Guðs sem eigum að vera trú í að beita Biblíulegum meginreglum og trú við að sýna eðli Guðs í því hvernig Kirkjan stundar viðskipti. Þegar Kirkjan kemur fram á þennan hátt, til dæmis með því að stuðla að verkefnum sem eru vistvæn og gagnleg fyrir umhverfið, erum við minnt á að Guð hefur allt sem við þurfum. Þess vegna þurfum við aldrei að hafa áhyggjur af framtíðinni. Við getum alltaf verið í friði, því Guð mun alltaf útvega allt sem Kirkja hans þarfnast til að stækka ríki Hans og sýna heiður Hans opinberlega.

Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar,
Gavin Anthony
Þóra Sigríður Jónsdóttir
Judel Ditta


English

Church Mine News

February 1, 2022

Almost a year ago, the Iceland Conference and Eden Mining began discussions concerning the possibility of a new venture concerning our mines. During this time, the Conference and Trans-European Division have been operating under a non-disclosure agreement due to the commercial sensitivity of the discussions, but now the Executive Committee is able to share some news.

Eden Mining has been working on a project in collaboration with HeidelbergCement Group, a German company that operates in 50 countries worldwide. Heidelberg is Europe’s largest supplier of aggregates and Europe’s second-largest cement producer. The project focuses on producing a more ecological cement product made possible by utilising the minerals found in the mines on the Church’s land. With this collaboration, the gravel becomes part of Heidelberg’s supply chain which guarantees a reasonable rate of return and a long-term source of income for the Church. 

The Conference will receive a minimum of ISK 15.000.000 per year even if no gravel is taken out of the mines. Once Heidelberg has completed their due diligence and their planned factory in Þorlákshöfn is in production, the annual amount of gravel taken is due to increase significantly.

The Conference has signed a new contract with Eden Mining that replaces all earlier contracts. The length of the new contract is 15 years, due to expire 4 years after the date of the previous Lambafell contract. If Heidelberg successfully completes their due diligence in the next couple of years, the contract will automatically double in length to 30 years. This provides Heidelberg with the opportunity to depreciate the building of the factory and maintain a constant supply of materials for their eco-cement.

The terms have been negotiated on behalf of the Church by contract lawyers at Lex. This process has involved lawyers for the Conference, Eden Mining, and Heidelberg. The Conference has also received expert advice throughout these negotiations to ensure that the Church is obtaining a fair price and fair terms.

The potential of this contract is that it not only provides financial security for the Church in the long term. It also opens the possibility for our Church to become a donor for missions.

One valuable piece of advice that the Executive Committee received from the Trans-European Division was the reminder that the Church is not a business—so we are not to behave like one. Rather, we are stewards of God’s resources who are to be faithful in applying biblical principles, and faithful in representing God’s character in the way the Church does business. When the Church represents God like this, for example, promoting projects that are eco friendly and beneficial for the environment”, we are reminded that God has everything we need. Therefore, we never need to worry about the future. We can always be at peace, for God will always provide everything His Church needs for the expansion of His kingdom and the public display of His honour.

On behalf of the IC board,
Gavin Anthony
Thora Sigridur Jonsdottir
Judel Ditta

 

 

2022-04-01: Gavin Anthony. Frétt nr. 1. Kirkjufréttir. 1. apríl 2022

Kæru vinir,
Eins og sum ykkar kannski vita hefur stjórn Kirkjunnar beðið eftir skýrslu GCAS um námuna. Því miður, það er nú ekki víst að við munum hafa þessa skýrslu í tæka tíð til þess að TED og við getum farið yfir efni skýrslunar til að undirbúa nauðsynleg gögn fyrir fulltrúa aðalfundar. Allt þetta þarf að vera tilbúið og sent út að minnsta kosti 2 vikum fyrir aðalfund.
Okkur hefur verið bent á að það sé nauðsynlegt að hafa þessa skýrslu áður— þannig að þegar við höldum a'aæfimd munum við hafa allar þær upplýsingar sem þarf. Þar af leiðandi, í samráði við TED, samþykkti  stjórn Kirkjunnar í þessari viku að fresta aðalfundinum þar til í haust, einhvern tíma á tímabilinu frá miðjum september til nóvember á þessu ári, með stefnuna þó frekar á september. Þar sem fundur krefst þess að stjórnandi frá TED sé viðstaddur, þurfum við að semja um nýjar dagsetningar við TED. Við vonum að þetta verði endanlega klárt í næstu viku eða svo.
Það er óheppilegt að þurfa að gera þessa breytingu á dagsetningum fyrir aðalfundinn, en við teljum að best sé að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar tiltækar fyrir fólk tímanlega.

… [Um ADRA.]

 

Bestu kveðjur,
Gavin

 

Dear Members,
As some of you may know, the Executive Committee has been waiting for a GCAS report concerning the mine. Unfortunately, it is now not certain that we will have this report in time for the TED and ourselves to process the report and then include necessary information for Conference Session delegates. All this needs to be completed at least 2 weeks before the Session dates.
It has been pointed out to us that it is essential to have this report before we hold a Session—so when we hold a session, we will have all the information that is needed. Therefore, in consultation with the TED, the Executive Committee voted this week to postpone the Conference Session to sometime between mid September and November this year, although our preference is for September. As a session requires an officer from the TED, we need to negotiate new dates with the TED. We hope this will be finalised in the next week or so.
It is unfortunate to have to make this change in dates for the Session, but we believe that it is best to have all the necessary information available for people in good time.

 

 

2022-05-20: Judel Ditta. Frétt nr. 6. Kirkjufréttir. 20. maí 2022

Frá Judel fjármálastjóra
Það er gott að þakka Drottni fyrir blessanir hans. Það gleður mig að tilkynna Kirkjunni að frá og með 2017- 2021 hefur kirkjan séð stöðuga aukningu á tekjum frá Eden námuvinnslu. Ég hef sett hér inn línurit til að sýna flæði fjármuna og við biðjum þess að Guð haldi áfram að blessa til fjármál kirkjunnar með þessum hætti um mjög langan tíma.
Tölur frá þessum árum hafa verið endurskoðaðar.
Að auki er hér linkur á fréttablað ráðsmennskudeildar (á ensku). 

Fyrri linkurinn opnaði Google Drive skjalið „Eden Mining Income 2017-2021_Report“ með eftirfarandi texta og mynd:

It is good to thank the Lord for His blessings. I am pleased to inform the church that from 2017-2021 the church has seen a steady increase in its share of income from Eden mining. I have included a graph to show the flow of funds and we pray that God will continue to bring these blessings to the treasury of the church for a very long time. Figures from these years have been audited.

 

From our Treasurer, Judel Ditta
It is good to thank the Lord for His blessings. I am pleased to inform the church that from 2017- 2021 the church has seen a steady increase in its share of income from Eden mining. I have
included a graph to show the flow of funds and we pray that God will continue to bring these blessings to the treasury of the church for a very long time.
Figures from these years have been
audited.

In addition I have put a link to the Stewardship newsletter

 

 

2022-05-23: „Fundur safnaðarstjórna, áheyrn/linkur - Church boards meeting, audience/link“. Kirkjufréttir. 23. maí 2022.

Fundur samtakastjórnar og safnaðarstjórna

Kæru vinir,
Á þriðjudaginn (24.02.22) fer fram fundur samtakastjórnar og safnaðarstjórna þar sem verður kynning varðandi námuna og ykkar safnaðarleiðtogar geta spurt spurninga.
Meðlimir geta fylgst með umræðunni á Zoom en einungis til áhorfs/áheyrnar.
Vinsamlegast athugið að fundurinn verður sjálfkrafa tekinn upp.
https://us02web.zoom.us/j/82578828710?pwd=am93ZFR6N0xZNStWUTdjOWNTMEhBQT09
Aðgangsorð: 665009

ENGLISH
Meeting with IC board and Church Boards
Dear friends,
On Tuesday 24.02.22, a meeting of the IC board and Church Boards will be held, where there will be a presentation about the mine and your local church board leaders can ask questions. 
Members can follow the discussion on Zoom but only for view/listen.
Please note that the meeting will be automatically recorded.
See link above 
Passcode: 665009

 

 

2022-05-23: „Fundur 24.5.22. kl. 19:00/Meeting 24.5.22. at 19:00“. Kirkjufréttir. 23. maí 2022

Fundur 24.5.22. kl.19:00.

Meeting 24.5.22. at19:00.

Áður auglýstur fundur samtakastjórnar og safnaðastjórna mun fara fram í Suðurhlíðarskóla þann 24.5.22. kl. 19:00.

Safnaðarstjórnir eru hvattar til þess að mæta 15 mín fyrr til bænastundar þ.e. 18:45.

 

ENGLISH

The previously announced meeting of the IC board and Church boards will take place in Suðurhlíðarskóli on 24.5.22. at 19:00

Church boards are encouraged to arrive 15 minutes earlier to attend the prayer meeting 18:45.

 

 

2022-08-19: [Samtakastjórn.] Fyrsta atriðið í hlutanum „Athugið“. Kirkjufréttir. 19. ágúst 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar verður haldinn í Loftsalnum 22.-25. september

Session of the Church will be held in Loftsalurinn 22 -25th of Septembe[r]

 

 

2022-08-24: [Samtakastjórn.] „Boðun aðalfundar 2022/Notice of the 2022 Session“. Kirkjufréttir. 24. ágúst 2022.

Boðun aðalfundar 2022/Notice of the 2022 Session

Kæri safnaðarmeðlimur,
Við boðum hér með til 41. aðalfundar Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi sem verður haldinn 22. - 25. september í Loftsalnum, Hólshrauni 3.
Fundurinn hefst fimmtudagskvöldið 22. september kl. 16.00.
Þessi boðun er í samræmi við við 5. grein í lögum Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi um boðun aðalfundar.

Vinsamlegast lestu meðfylgjandi skjal fyrir fundinn. Þar er að finna tillögur um breytingar á lögum Kirkjunnar fyrir aðalfundinn 2022 þar sem þær verða bornar til atkvæða.
Til að nálgast skjalið smelltu hér


ENGLISH
Dear members,
This is to give notice that the 41st Session of the Icelandic Conference of Seventh day Adventists will be held on 22 - 25 September in Loftsalurinn, Hólshrauni 3.
The meeting begins Thursday 22 September at 16:00.
This notification is sent out according to article 5 of the Constitution of the Church.
Please read the document in the link before the meeting (in Icelandic) where you can see the suggestions to changes in the Constitution of the Church.
To read the document click here

 

 

2022-08-25: „Aðalfundur“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 25. ágúst 2022

Aðalfundur

Athugið að í gær var sent út í Kirkjufréttum boð á aðalfund Kirkjunnar sem verður haldinn 22. - 25. september í Loftsalnum.

 

Session

Please notice that a notice for the Session of the Church was sent out yesterday in Kirkjufréttir mail. The Session will be held on 22 - 25 September in Loftsalurinn

 

 

2022-08-25: [Samtakastjórn.] Fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“. Kirkjufréttir. 25. ágúst 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar verður haldinn í Loftsalnum 22.-25. september

 

Session of the Church will be held in Loftsalurinn 22 -25th of Septembe[r]

 

 

2022-09-02: „Aðalfundur“ (frétt nr. 2). Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur
Við minnum á aðalfund Kirkjunnar sem verður haldinn 22. - 25. september í Loftsalnum.

 

Session
The Session will be held on 22 - 25 September in Loftsalurinn

 

 

2022-09-02: [Samtakastjórn.] Fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“. Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar verður haldinn í Loftsalnum 22.-25. september

 

Session of the Church will be held in Loftsalurinn 22 -25th of Septembe[r]

 

 

2022-09-09: „Aðalfundur“ (frétt nr. 2). Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur
Við minnum á aðalfund Kirkjunnar sem verður haldinn 22. - 25. september í Loftsalnum.

 

Session
The Session will be held on 22 - 25 September in Loftsalurinn

 

 

2022-09-09: [Samtakastjórn.] Fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“. Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar verður haldinn í Loftsalnum 22.-25. september

 

Session of the Church will be held in Loftsalurinn 22 -25th of Septembe[r]

 

 

2022-09-16: Gavin Anthony. Pistill. Kirkjufréttir. 16. september 2022

Kæru vinir,
Ég var að lesa Opinberunarbókina í morgun með einu af börnum mínum og við komum að fyrsta boðskap Jesú til kirkjunnar í Efesus. Jesús hrósar kirkjunni fyrir ýmislegt
Vinnusemi
Þolgæði í erfiðleikum
Lítið umburðarlyndi fyrir illsku í fólki
Að prófa falskennara
Að þjást fyrir Jesú án þess að gefast upp

Þetta er heilmikill listi sem lýsir virkri, dugmikilli kirkju. En þá kemur Jesús að erfiðu hlutunum.
En það hef ég á móti þér að þú hefur fallið frá þínum fyrri kærleik. Minnst þú því úr hvaða hæð þú hefur hrapað, sjáðu að þér og breyttu eins og fyrrum. Að öðrum kosti kem ég til þín og færi ljósastiku þína úr stað nema þú sjáir að þér."
(Opinberunarbókin 2:4-5)

Jesús kallar kirkjuna til að iðrast vegna kærleikans. Hann hótar að fjarlægja kirkjuna þeirra (lampastand) vegna þess að þeim hefur mistekist að elska hann og hvort annað almennilega.
Ég er enn að hugsa um afleiðingar þessa fyrir sjálfan mig og velti því fyrir mér: hvernig gengur mér að elska fólkið sem Guð hefur gefið mér að elska? Hvernig gengur mér að elska Jesú?

Á öðrum nótum hafa sumir verið að spyrja um möguleikann á opnum fundi um námuna. Okkur langar að deila hér að neðan því sem við höfum nýlega deilt með fulltrúum okkar. Við vonum að þetta gefi einhverja skýringu á nálgun okkar til að leysa þetta mál.

Bestu kveðjur og gleðilegan hvíldardag!
Gavin
———————
Úr efni fulltrúa:
Síðastliðið vor, bauð stjórn Kirkjunnar safnaðarstjórnum að koma saman til að heyra skýrslu um námuna sem endurskoðunarþjónusta aðalsamtakanna kynnti. Í lokin spurði stjórn Kirkjunnar safnaðarstjórnirnar hvort þær vildu mæla með opnum fundi fyrir meðlimi til að spyrja spurninga um námuna. Meirihlutinn mælti með slíkum fundi.

Hinsvegar, eftir að GCAS fundinum var lokið að sumir af þeim sem höfðu verið þar og eins þeir sem höfðu fylgst með á netinu, komu og tjáðu áhyggjur sínar yfir þeim tóni sem ríkti á fundinum og þeim athugasemdum sem höfðu verið gerðar, bæði í persónu og á netinu. Þeir töldu að ekkert þýddi að halda annan fund nema skýrt ferli væri til að leysa málið. Niðurstaða stjórnarinnar var sú að hafa fund einungis til þess að svara spurningum myndi líklegast leiða til meiri frekar en minni sársauka innan Kirkjunnar og myndi samt skilja Kirkjuna eftir án þess að lausn væri fundin.

Stjórn Kirkjunnar hefur alltaf talið það óviðeigandi að fjalla um ýmis málefni tengd fyrri samningi við Eden Mining án þess að fá fyrst niðurstöður frá viðeigandi sérfræðingum. Við höfum ekki viljað gefa út upplýsingar sem einungis gilda um einstaka hluta og gætu því verið mistúlkaðar. Því miður hafa verið talsverðar tafir við að fá upplýsingar sem hægt væri að deila með safnaðarmeðlimum frá því að samþykkt var að leita til GCAS. Þetta gildir bæði um að fá skýrsluna frá GCAS og nú nýlega að fá lögfræðilegt álit frá okkar íslensku lögfræðingum. Stjórn Kirkjunnar áttar sig á því að þessa tafir hafa aukið á gremju meðlima og vakið efasemdir í hugum meðlima um hvers vegna upplýsingarnar hafa ekki borist hraðar.

Þó að stjórn Kirkjunnar hafi vonast til að koma með ályktun um námuumræðuna fyrir aðalfundinn, eru það nú tilmæli til fulltrúanna, að sem æðsta ákvörðunarvald Kirkjunnar eigi fulltrúar lokaorðið um þá niðurstöðu.

 

Dear Friends,
I was reading the book of Revelation this morning with one of my children and we came to the first message of Jesus to the church in Ephesus. Jesus commends the church for a number of things
Hard work
Patience under trial
Not tolerating evil people
Testing false teachers
Suffering for Jesus without giving up

That’s quite a list that describes an active, hard working church. But then Jesus gets to the tough bit.
4 “But I have this complaint against you. You don’t love me or each other as you did at first! 5 Look how far you have fallen! Turn back to me and do the works you did at first. If you don’t repent, I will come and remove your lampstand from its place among the churches. (Revelation 2:4-5)

Jesus calls the church to repent for their lack of love. He threatens to remove their church (lamp stand) because they have failed to love Him and each other properly.

I am still thinking about the implications of this for myself, and wonder: how am I doing in loving the people that God has given me to love? How am I doing in loving Jesus?

On another note, some people have been asking about the possibility of an open meeting about the mine. We would like to share below what we have recently shared with our delegates. We hope this gives some clarity on our approach to resolve this issue.

Best wishes and Happy Sabbath!
Gavin

 

 

2022-09-16: „Aðalfundur“ (frétt nr. 5). Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur
Við minnum á aðalfund Kirkjunnar sem verður haldinn 22. - 25. september í Loftsalnum.

 

Session
The Session will be held on 22 - 25 September in Loftsalurinn

 

 

2022-09-16: [Samtakastjórn.] Fyrsta atriði í hlutanum „Athugið“. Kirkjufréttir. 2. september 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar verður haldinn í Loftsalnum 22.-25. september

 

Session of the Church will be held in Loftsalurinn 22 -25th of Septembe[r]

 

 

2022-09-30: „Fréttir frá aðalfundi“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 30. september 2022.

Aðalfundur Kirkjunnar hófst fimmtudaginn 22.8. og stóð fram á sunnudag 25.9. Þar lásu stjórnendur og leiðtogar skýrslur sínar og fulltrúar tóku til máls um ýmis málefni. Tillaga var lögð fram um að Evrópudeildin hlutast til um málefni um rekstur námunnar á þann hátt að kalla til óháða nefnd sem myndi fara yfir málið allt. Sú nefnd myndi svo skila af sér niðurstöðu á framhalds- aðalfundi þann 11. desember. Tillagan var samþykkt svo aðalfundi er því frestað fram að þeim tíma.

 

News from the Session
The Church's Session began on Thursday, August 22. and lasted until Sunday 25.9. There, officers and leaders read their reports and delegates discussed various issues. A motion was made that the Trans-European Division be involved in matters concerning the operation of the mine in such a way as to call for an independent committee that would review the whole issue. That committee would then deliver a result at the follow-up Session meeting on December 11. The motion was voted, so the Session meeting is therefore postponed until that time.

 

 

2022-11-24: Duda, Daniel, formaður Stór-Evrópudeildarinnar. „Varðandi framhald á aðalfundi Kirkjunnar“. Kirkjufréttir. 24. nóvember 2022.

Varðandi framhald á aðalfundi Kirkjunnar
Tilkynning til meðlima 
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður skýrslan ekki tilbúin 11. desember eins og vonast var til og því er aðalfundi frestað áfram þar til annað verður tilkynnt.
Við munum láta þig vita snemma árs 2023 hvenær það verður.
Kær kveðja,
Daniel Duda
Formaður TED

 

Session postponed
Announcement to members
Due to unforeseen circumstances the report will not be ready for December 11, as was hoped, and so therefore the session is postponed until further notice.
We will let you know in early 2023 when it will take place.
Many thanks,
Daniel Duda
President of the TED

 

 

2023-01-06: Stjórnendur KSDA. Pistill (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 6. janúar 2023.

Kæra kirkja,
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra!
Þegar við byrjum þetta nýja ár saman er hér spurning til að spyrja okkur: hver er fyrsta skylda okkar sem Guð hefur lagt fyrir okkur á Íslandi árið 2023?
Nokkur sýnishorn af bókum komu nýlega á skrifstofuna og ein af bókunum var skýring Ellen White um sögu Nehemía. Þetta er mikilvæg saga vegna sögunar af leifum sem koma út frá Babýlon til að endurreisa musterið og borgina Jerúsalem. Sagan er hliðstæð því sem Guð hefur beðið fólk sitt að gera til að undirbúa fyrir endurkomu Jesú. Við erum kölluð til að endurreisa líf brotins fólks svo að það geti verið musteri þar sem nærvera Guðs býr.
En þegar Sanballat og bandamenn hans komust að því að Nehemía hafði lokið við að endurreisa múra Jerúsalem, beindu þeir athygli sinni að því að eyðileggja verk þeirra sem eftir voru. Fyrst reyndu þeir að lokka Nehemía burt frá starfi sínu til að hitta þá á Ono-sléttunni þar sem þeir ætluðu að meiða hann (Nehemía 6.1-2). Þegar það virkaði ekki skrifuðu þeir opið bréf sem innihélt alvarlegar rangar ásakanir á hendur Nehemía persónulega sem ætlaðar voru til að leka til allra gyðinga og letja þá (Nehemía 6.5-9). Þegar það virkaði ekki réðu þeir Semaja til að koma með fleiri rangar fullyrðingar um að lífi Nehemía væri ógnað og að hann ætti að fela sig í musterinu (Nehemía 6.10-13).
Óvinur fólks Guðs reyndi að nota ótta og kjarkleysi til að spilla verki Guðs.
En svar Nehemía er kannski best dregið saman í fyrsta svari hans við fyrirætlunum Sanballats, „Ég er að vinna að miklu verki og get ekki komið. Verkið stöðvast ef ég fer frá því og kem til ykkar.“ (Nehemía 6.3)
Fyrsta skylda okkar er að endurreisa brotið mannlíf svo að fegurðin í persónu Jesú geti skinið í gegn. En einmitt það verkefni er það sem Satan hatar mest.

Svo þegar við göngum inn í 2023, þá er ábyrgð okkar að halda þessum fókus og láta ekki trufla okkur af stefnu Satans. Ellen White tjáir sig um árásirnar á Nehemía: „„Ítrekaðar beiðnir [beiðnir] munu koma inn til að kalla okkur frá skyldu; en eins og Nehemía ættum við að svara staðfastlega: „Ég er að vinna mikið verk, svo að ég kemst ekki niður. Við höfum engan tíma til að leita á náðir heimsins, eða jafnvel til að verjast rangfærslum þeirra og rógburði. Við höfum engan tíma að missa í sjálfsuppgjöri. Við ættum að halda stöðugt áfram í starfi okkar og láta það hrekja lygarnar sem illgirni kann að valda okkur til skaða. Rógorð mun margfaldast ef við stoppum til að svara þeim. Eigum við að leyfa óvinum okkar að öðlast vináttu okkar og samúð og tæla okkur þar með frá skyldustörfum okkar; ættum við, með einhverju óvarðaverki, afhjúpa málstað Guðs fyrir smán og veikja þannig hendur verkamannanna, ættum við að koma á persónum okkar blettum sem ekki er auðvelt að fjarlægja, og setja alvarlega hindrun í veg fyrir eigin gagnsemi okkar í framtíðinni. . (Southern Watchmen, 24. maí 1904).

[Í þessu samhengi] viljum við í fyrsta lagi hvetja alla meðlimi okkar og kirkjur til að byrja þetta ár með því að taka þátt í 10 bænadögum (https://tendaysofprayer.org). Í ár er þemað „Aftur að altarinu“ og það er athyglisvert að þegar Esra yfirgaf Babýlon með fyrsta hópnum sem eftir var, var fyrsta verkefnið að endurbyggja altarið í Jerúsalem (Esra 3). Í þessu samhengi er endurreisn altarsins til að endurreisa grundvöll skuldbindingar okkar við Guð, sem er morgun- og kvöldtilbeiðsla okkar.
Í öðru lagi viljum við byrja þetta ár með boðunardagskrá sem allir geta tekið þátt í. Frekari fréttir um það fljótlega.
Og svo í maí höfum við boðið Elbert Kuhn frá skrifstofu GC að sinna boðunarstarfi fyrir spænskumælandi fólk í Hafnafirði. Þetta er hluti af boðunarstarfi GC Kristur fyrir Evrópu þar sem allir í höfuðstöðvum GC munu heimsækja Evrópu í trúboðsstarfi.
Að lokum mun Karen Holford frá TED halda ræðu í Suðurhlíðarskóla næsta hvíldardag (14.1.).

En mikilvægasta verkið sem við höfum núna er að biðja – biðja um guðlegan kraft að miklu fleiri fólk fái tækifæri á þessu ári til að þekkja Krist, verða þegnar ríkis hans og læra að endurspegla kærleiksríka góðvild hans.
Bestu óskir,
Gavin, Þóra og Judel

 

Dear Church,
Happy New Year to you all!
As we start this new year together, here is a question to ask ourselves: what is our first duty that God has put before us in Iceland in 2023?
Some book samples recently arrived in the office and one of the books was Ellen White’s commentary on the story of Nehemiah. This is an important story because the story of a remnant coming out of Babylon to restore the temple and the city of Jerusalem. The story parallels what God’s has asked His people to do in preparation for the return of Jesus. We are called to rebuild the lives of broken people so that they may be temples in which God’s presence lives.
However, once Sanballat and his allies discovered that Nehemiah had finished rebuilding the walls of Jerusalem, they focused their attention on destroying the remnant’s work. First, they tried to lure Nehemiah away from his work to meet with them on the plain of Ono where they planned to hurt him (Nehemiah 6:1-2). When that didn’t work, they wrote an open letter containing explosive false accusations against Nehemiah personally that were designed to be leaked to all the Jews and discourage them (Nehemiah 6:5-9). When that didn’t work, they hired Shemaiah to make more false claims that Nehemiah’s life was threatened and that he should hide in the temple (Nehemiah 6:10-13). The enemy of God’s people tried to use fear and discouragement to sabotage God’s work.
But Nehemiah’s response is perhaps best summed in his first response to Sanballat’s schemes, “I am engaged in a great work, so I can’t come. Why should I stop working to come and meet with you?” (Nehemiah 6:3)
Our first duty is to rebuild broken human lives so that the beauty of the character of Jesus can shine through. But that very task is the one most hated by Satan. So as we enter into 2023, our responsibility is to keep that focus and not allow ourselves to be distracted by the strategies of Satan. Ellen White comments on the attacks against Nehemiah, ““Repeated solicitations [requests] will come in to call us from duty; but, like Nehemiah, we should steadfastly reply, “I am doing a great work, so that I can not come down.” We have no time to seek the favor of the world, or even to defend ourselves from their misrepresentation and calumny [slander]. We have no time to lose in self-vindication. We should keep steadily at our work, and let that refute the falsehoods which malice may coin to our injury. Slanders will be multiplied if we stop to answer them. Should we allow our enemies to gain our friendship and sympathy, and thereby allure us from our post of duty; should we, by any unguarded act, expose the cause of God to reproach, and thus weaken the hands of the workers, we should bring upon our characters a stain not easily removed, and place a serious obstacle in the way of our own future usefulness. (Southern Watchmen, May 24, 1904).

[In this context,] we would firstly like to encourage all of our members and churches to begin this year by participating in the 10 days of prayer (https://tendaysofprayer.org). This year the theme is “Back to the altar”, and it is an interesting point that when Ezra left Babylon with the first remnant group, the first task was to rebuild the altar in Jerusalem (Ezra 3). In this context, the rebuilding the altar is to rebuild the foundation of our commitment to God, which is our morning and evening worship.
Secondly, we would like to start this year with an evangelistic programme that everyone can participate in. More news on that shortly.
And then in May, we have invited Elbert Kuhn from GC secretariat to do some evangelistic work for Spanish speaking people in Hafnafjordur. This is part of the GC evangelistic initiative Christ for Europe where everyone at the GC Headquarters will be visiting Europe for mission work.
Finally, Karen Holford from the TED will be speaking in Sudurhlidarskoli next Sabbath.

But the most important work we have now is to pray—pray for divine power that many more people will have the opportunity this year to know Christ, become citizens of His Kingdom, and learn to reflect His loving kindness.
Best wishes,
Gavin, Thora & Judel

 

 

2023-01-20: Judel Ditta. „Blessanir Drottins árið 2022“ (frétt nr. 2). Kirkjufréttir. 20. janúar 2023.

Versið mitt í dag er að finna í 2. Kroníkubók 15.2, „... Drottinn er með ykkur á meðan þið eruð með honum.…". Það er athyglisvert að sjá að Asa konungur var hvattur af Guði í gegnum Asaría son af Oded, því að þjóðin réðst á þjóð, og hver borg réðst á borg og það var uppnám og óöld með hvers kyns neyð í landinu. Í versi 7,
„En verið hughraustir. Látið ykkur ekki fallast hendur því að ykkur verður umbunað fyrir verk ykkar.“
Þessi hvatning er fyrir okkur öll í kirkjunni. Ég vil segja ykkur frá tvennu og þakka Guði fyrir þessar blessanir. Guð er að umbuna sinni kirkju á Íslandi svo sameinumst um að lofa nafn hans.
Í fyrsta lagi vil ég greina frá því að árið 2023 náði heildartíundin 53 kr.milljónum. Hér er ég minnt á það sem Páll sagði í Efesusbréfinu 1.6: „hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir ykkur er ég minnist ykkar í bænum mínum. " Stjórnendur og stjórn Kirkjunnar lyfta þér upp í bænum sínum og þakka Guði fyrir trúfesti þína við að skila tíund þín í forðabúr hans.
Í öðru lagi vil ég greina frá tekjuaukningu okkar af Raufarhólshelli. Eftir að hafa upplifað fækkun vegna áhrifa heimsfaraldursins er ferðaþjónusta á Íslandi að taka við sér og ég varð mjög vongóð um framtíðarhorfurnar á fundi með fjármálastjóra Arctic Adventures. Heildartekjur Kirkjunnar fyrir árið 2022 voru 28 milljónir. Það var mikil blessun að fullvissa fjármálastjóra Nordic Adventures að við sem Kirkja biðjum fyrir fyrirtækinu og starfsmönnum þess. Guð hefur skapað þetta verkefni sem er gagnkvæm blessun fyrir Kirkjuna og allt samfélagið í heild.
Frá því að Raufarhólshellir opnaði í júní 2016 hafa heildarleigutekjurnar, þ. leiðrétt með núverandi vísitölu neysluverðs (VNV) orðið 126 milljónir.
Verum sameinuð í að lofa Drottin Guð almáttugan. Guð er fús til að umbuna Kirkju sinni þar sem við höldum áfram að vinna verkið honum til dýrðar þar til hann kemur aftur!
Kær kveðja,
Judel Ditta

 

The Lord´s Blessings in 2022
My verse of the day is found in 2 Chronicles 15:2, “…the Lord is with you when you are with him…”. It is interesting to see that King Asa was encouraged by God through Azariah, son of Oded, because the nation was crushed by another, and one city by another and there was so much trouble with every kind of distress in the land. In verse 7, “Be strong and do not give up for your work will be rewarded”.

This encouragement is for all of us in the church. At this time, I would like to report on two specific things and offer thanks to God for these blessings. God is rewarding His church in Iceland so let us unite in praising His name.

First of all, I want to report that in 2023 the total tithe reached the figure of ISK 53 million. Here I am reminded of what Paul said in Ephesians 1:6, “I do not cease to give thanks for you, making mention of you in my prayers.” The officers and the executive board lift you up in prayers and offers thanks to God for your faithfulness in returning your tithe to His storehouse.

Secondly, I want to report to you about the increase in our income from the Lava Tunnel. After experiencing a drop because of the effects of the pandemic, tourism in Iceland is picking up and I was encouraged about future prospects in a meeting with the CFO of the Arctic Adventures. The total income for the church for the year 2022 has reached ISK 28 million. It was a great blessing to assure the CFO of the Arctic Adventures that we as a church pray for the company and its workers. God has made this project a mutual blessing for the church and the whole community at large.

Since the lava tunnel started in June 2016, the total rent income received, adjusted with the current Consumer Price Index (CPI) is ISK 82 million. 

Let us be united in praising the Lord God Almighty. God is so willing to reward His church as we continue to do the work for His glory until He returns!
With kind regards,
Judel Ditta

 

 

2023-02-03: Samtakastjórn. Opið bréf til safnaðarleiðtoga og safnaðarmeðlima (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 3. febrúar 2023.

Kæru safnaðarleiðtogar og meðlimir,
Það er með sársauka og sorg sem við skrifum þér þetta bréf. Þegar þú lest þetta bréf er bæn okkar sú að þú lesir það í þeim anda sem það er skrifað í – að okkar heitasta þrá sé að sjá Kirkjuna okkar vera “einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.” (Efesusbréfið 4.13).
 
Sumt af því sem við munum skrifa kunna mörg ykkar að þekkja. Sumt gæti verið nýtt fyrir þér. En við viljum færa eins mikinn skýrleika í stöðunna og hæg er svo þú getir beðið fyrir því sem Guð vill að þú gerir persónulega.
 
Í meira en tvö ár hefur ágreiningur aukist jafnt og þétt milli sumra meðlima við stjórn Kirkjunnar um hvernig við tökum á námusamningunum. Það er eitt að hafa skiptar skoðanir um málefni. Reyndar er mikilvægt að hafa skiptar skoðanir því það hjálpar okkur að vinna betur.
 
Undanfarin ár hefur stjórn Kirkjunnar þurft að takast á við mjög krefjandi og flókin mál. Í þessu ferli hefur það verið afar sorglegt að sjá hvernig sumir safnaðarmeðlimir hafa í auknum mæli talað og hagað sér eins og leiðtogar Kirkjunnar hegði sér með vondum ásetningi. Við höfum opinberlega og í persónulegum samskiptum verið kölluð lygarar, spillt, vanhæf, valdasjúk, hrokafull, blýantstyggjandi embættismenn og jafnvel verið hreytt í okkur sóðalegu orðbragði. Meðlimir hafa ítrekað farið á mismunandi veraldlega og kirkjulega fréttamiðla, bæði innanlands og utan, með lygar og villandi upplýsingar um Kirkjuna og leiðtoga hennar. Nýlega var 269 blaðsíðna skjal boðið af kirkjumeðlimi til almennings þar sem margir leiðtogar og fjölskyldumeðlimir voru nefndir og kynntir í neikvæðasta ljósi. Við trúum því ekki að þetta sé hvernig Guð vill að við komum fram við hvert annað.
 
Við þurfum að taka það skýrt fram að við erum ekki að fjalla um möguleika eða rétt meðlima til að hafa mismunandi skoðanir eða málfrelsi. Við erum frekar að taka á því hvernig við erum ósammála. Hinir fjölmörgu tölvupóstar, færslur á samfélagsmiðlum, opinberar ræður og skjöl sem hafa ráðist á nafngreinda einstaklinga hefur valdið ótrúlegum skaða og meiðingum fyrir meðlimi okkar og fjölskyldur þeirra. Sams konar hlutir hafa verið skrifaðir margoft um eigendur Eden Mining. Bræður og systur í Kristi hafa ítrekað kallað þá þjófa og lygara og hafa unnið að því að koma þeim út úr samningi sínum við Kirkjuna.
 
Fleiri en einn meðlimur hefur sagt okkur að það sé nauðsynlegt að taka Eden Mining úr námusamningnum og fjarlægja stjórn Kirkjunnar til að hreinsa kirkjuna.
 
Það ætti ekki að koma á óvart að það er mikill kostnaður ef við förum í stríð hvert við annað. Það kostar okkur meðal annars að vera annars hugar frá kjarnaverkefni okkar sem er að breiða út fagnaðarerindið. En það er mjög mikill mannlegur kostnaður fyrir fólkið hefur orðið fyrir persónulegum og opinberum árásum, og á fjölskyldur þess og ástvini. Það er mjög erfitt að leiða á áhrifaríkan hátt meðan það hafa verið svona stöðugar persónulegar árásir. Við höfum oft verið ráðvillt og reynt að skilja hvers vegna félagar ráðast hver á annan í svona óþægilegum anda. Ef þú hefur ekki séð sumt fólk í kirkjunni þinni um hríð, þá er það vegna þess að það hefur lýst þörfinni á að upplifa lækningu annars staðar.
 
Ef við viljum að fólk, og þar af leiðandi Kirkjan læknist, getum við ekki látið eins og þessir atburðir hafi ekki gerst. Það er ekki hægt að hunsa slíkar meiðandi opinberar yfirlýsingar um fólk. Meðlimir hafa á árum áður borið fram persónulegar ásakanir hver á annan sem einnig hefur valdið miklum sársauka og svo mun halda áfram nema við finnum heilbrigðari leið til að taka á ágreiningi. Sem kristið fólk þarf hvert og eitt okkar að vera ábyrgt fyrir öllu sem við segjum og skrifum og að leiðrétta ranglætið sem við höfum gert. Við viljum vera kirkja sem heiðrar Guð í því hvernig við komum fram við hvert annað, bæði einslega og opinberlega.
 
Á sama tíma viðurkennum við líka að sumir meðlimir víðs vegar um kirkjurnar okkar hafa fundið fyrir særindum, finnst því vera hafnað, að þau séu yfirgefina og eru ringluð vegna þess sem hefur verið að gerast, þannig að hvernig þarf að bregðast við stöðu okkar er ekki auðvelt. Þess vegna viljum við kalla alla í Kirkjunni til að taka frá tíma á hverjum degi, til að biðja Guð að sýna hverju okkar hvað þarf að gera persónulega, lækna sárin sem fólk ber og endurheimta einingu Heilags Anda í Kirkjunni.
Biðjum eins og þegar Jesús bað,
 
“Ég bið ekki einungis fyrir þessum heldur og fyrir þeim sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig.” (Jóhannes 17:20-21)
 
Bestu óskir,
Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar
Gavin Anthony

 

Dear Church leaders and members,
It is with the deepest pain and sadness that we write this letter to you. As you read this letter, our prayer is that you hear it in the spirit in which it is written–that our greatest desire is to see our church be unified and healed, and become mature, attaining to the whole measure of the fulness of Christ (Ephesians 4:13).
 
Some of what we will write may be familiar to many of you. Some things may be new to you. But we want to bring as much clarity to the situation so you can pray for what God wants you to do personally.
 
For more than two years, disagreements have been steadily growing between some church members and with the Executive committee over our handling of the mining contracts. It is one thing to have a difference of opinion about issues. Indeed, it is important to have differences of opinion because that helps us do a better job.
 
Over the last few years, the Executive committee has had to deal with some very challenging and intricate issues. In the process, it has been extremely sad to see how some church members have increasingly spoken and acted as though the church leaders are acting with dark intentions. We have publicly and privately been called liars, corrupt, incompetent, power-hungry, arrogant, pencil-chewing bureaucrats, and have even been sworn at using the most filthy sexual language. Members have repeatedly gone to different secular and church news outlets, both inside and outside of Iceland, with falsehoods and misleading information about the church and its leaders. More recently, a 269 page document was offered by a church member to the general public where many leaders and their family members were named and presented in the most negative light. We don’t believe that this is the way God wants us to treat each other.
 
We need to make it clear that we are not addressing the possibility or right of members to have different opinions or the freedom of speech. Rather, we are addressing the way we disagree. The many written emails, social media posts, public speeches, and documents that have attacked named individuals has caused incredible hurt and damage to our fellow church members and their families. The same types of things have been written many times about the owners of Eden Mining. Fellow brothers and sisters in Christ have repeatedly called them thieves and liars and have worked to remove them from their contract with the church.
 
More than one member has told us that removing Eden Mining from the mining contract, and removing the Executive committee is necessary in order to purify the church.
 
It should not be a surprise that there is a high cost to pay if we go to war with each other. There is the cost of being distracted from our core mission to spread the gospel. But there is a very high human cost on the people who have been personally and publicly attacked, and on their families and loved-ones. It is very difficult to lead effectively when there have been such continual personal attacks. We have often been bewildered, trying to understand why fellow members are attacking each other in such an unpleasant spirit. If you have not seen some people in your church for a while, it is because they have expressed the need to heal elsewhere.
 
If we want people, and therefore, the church to heal, we cannot pretend that these things have not happened. Such hurtful public statements made about fellow members cannot be ignored. In previous years, members have made personal accusations against each other which has also caused great pain, and this will continue to happen unless we find a healthier way to address disagreements. As Christians, each of us needs to be accountable for everything we say and write and to rectify the wrongs we have done. We want to be a Church that honours God in the way we treat each other, both privately and publicly.
 
At the same time, we also recognise that some members across our churches have felt hurt, rejected, abandoned, and confused, by what has been happening. So how our situation needs to be addressed is not easy. Therefore, we would like to call everyone in the church to set aside a time every day, to ask God to show each of us what needs to be done personally, to heal the wounds that people are carrying, and to restore the unity of the Holy Spirit. As Jesus prayed,
 
20 “I am praying not only for these disciples but also for all who will ever believe in me through their message. 21 I pray that they will all be one, just as you and I are one—as you are in me, Father, and I am in you. And may they be in us so that the world will believe you sent me. (John 17:20-21)
 
Best wishes,
Gavin Anthony
On behalf of the Executive Committee

 

 

2023-06-02: Samtakastjórn. Pistill (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 2. júní 2023.

Kæru meðlimir,
Það er frekar furðulegt til þess að hugsa að við séum nú þegar í júní. Tíminn hefur virkilega flogið áfram í ár og við teljum mikilvægt að upplýsa þig um ýmis málefni sem við stöndum frammi fyrir sem Kirkja.

Í fyrsta lagi hefur Guð verið að gera ótrúlega hluti varðandi fjölda fólks sem hefur heimsótt kirkjurnar okkar undanfarnar vikur. Síðasta hvíldardag fengum við yfir 160 gesti sem eru flóttafólk frá mismunandi löndum sem sóttu Hafnafjarðar- og Keflavíkurkirkjur, um 80 á hvorum stað. Vinsamlegast biðjið Guð um að leiðbeina leiðtogunum að veita umhyggju og stuðning við þau sem eru í andlegri, líkamlegri og tilfinningalegri þörf. Vanesa Pizzuto, meðstjórnandi samskiptadeildar TED er hér á landi um helgina til að taka upp efni fyrir aðalsamtökin vegna hvíldardags sem er tileinkaður flóttafólki en myndbandið sem kemur út síðar í mánuðinum.

Í öðru lagi höfum við boðið yfirmanni guðfræðiskólans í mið-ameríkudeildinni að vera ræðumaður okkar í ágúst. Hins vegar, vegna þess mikla fjölda sem sækir kirkju undanfarnar vikur, felur þetta í sér nokkrar skipulagslegar áskoranir ef við viljum fá sem flesta með. Leiðtogar munu hittast í næstu viku til að sjá hvernig best sé að skipuleggja þessa helgi.

Í þriðja lagi vitum við að margir eru svekktir yfir því hversu lítið hefur gengið með að aðalfundurinn sé aftur kallaður saman. Og við segjum mjög skýrt að við höfum áhyggjur af þessu eins og allir aðrir. Við munum reyna að draga saman hvað hefur gerst, eða ekki, hingað til.

Í desember síðastliðnum, vegna þess að sérstök nefnd deildarinnar hafði ekki lokið störfum í tæka tíð, samþykkti stjórn Kirkjunnar, í samráði við Trans-Evrópudeildina, að fresta dagsetningum þar til nefndin hefði lokið skýrslu sinni. Þó að stjórn Kirkjunnar hafi vald til að boða til aðalfundar, verður það að vera gert í samráði við deildina vegna þess að þeir eru formennsku í nauðsynlegum nefndum eins og tillögunefndinni og laganefndinni.

Við reiknuðum fyrst með því að aðalfundurinn myndi koma aftur saman í febrúar. Við héldum að í versta falli yrði það í lok mars. Í byrjun mars settust tveir af stjórnendum niður í eigin persónu með leiðtogum deildarinnar til að finna út úr því hvenær aðalfundurinn myndi verða. Við vorum fullvissuð um að það myndi örugglega verða fyrir lok maí.

Í síðustu viku, eftir að ég kláraði í verkefni Slóvakíu sem ræðumaður fyrir boðunarframtak aðalsamtakanna 'Kristur fyrir Evrópu', sótti ég vorfundi deildarinnar í Bretlandi. Ástandið á Íslandi var á dagskrá stjórnar deildarinnar. Hún ákvað að halda ferlinu áfram á þann hátt sem hún hefur starfað hingað til. Þetta þýðir að sérnefndin mun ljúka verkefni sínu áður en aðalfundurinn hefst aftur.

Ég ræddi einnig við yfirmenn deildarinnar um hugsanlega tímaáætlun fyrir bæði sérstaku nefndina til að ljúka störfum og síðan dagsetningu fyrir aðalfundinn. Því miður hafa þessar dagsetningar ekki verið staðfestar af deildinni og því erum við í mjög óþægilegu limbói. Fyrir þá sem eru að skipuleggja sumarfríið þá getum við sagt að aðalfundurinn verður ekki haldinn fyrr en eftir sumarfrí.

Alla þessa mánuði hefur stjórn Kirkjunnar ítrekað haldið að við værum næstum á því stigi að geta tilkynnt dagsetningar, en svo var þó ekki og ástandið hélt áfram. Við viljum virkilega biðja ykkur öll afsökunar á því að hafa ekki getað gert meira. Það kann að virðast utanfrá eins og við séum vísvitandi þögul um þetta mál. Það er þó ekki svo. Við höfum bara ekki haft neitt til þess að deila. Reyndar, þegar við hugsum til baka um undanfarin ár, getum við séð að stöðugar tafir og skortur á upplýsingum hefur skapað mikla fjarlægð og misskilning. Okkur þykir líka mjög leitt að þetta skuli hafa gerst.

Hins vegar er eitt sem við vitum með vissu og það er að Guð hefur yfirumsjón með kirkju sinni. Svo þegar við bíðum eftir úrlausn, skulum við nota tækifærið til að beina athygli okkar að fjölda fólks sem Guð er að vísa inn um dyr okkar til að stækka ríki sitt hér. Í Jesaja 43 lofar Guð að færa þeim sem eru andlega þurrir og þyrstir hressandi,

"Nú hef ég nýtt fyrir stafni,
nú þegar vottar fyrir því,
sjáið þér það ekki?
Ég geri veg um eyðimörkina
og fljót í auðninni.
Dýr merkurinnar munu tigna mig,
sjakalar og strútar,
því að ég læt vatn spretta upp í eyðimörkinni
og fljót í auðninni
til að svala minni útvöldu þjóð.
Þjóðin, sem ég myndaði handa mér,
mun flytja lofgjörð um mig."

Bestu óskir,
Gavin Anthony
Fyrir hönd stjórnar Kirkjunnar

 

Dear Members,
It is rather astonishing to think we are already in June. Time has really flown by this year, and we think it is important to bring you up to date with a number of issues facing us as a conference.

Firstly, God has been doing some amazing things concerning the number of people visiting our churches in recent weeks. Last Sabbath we had over 160 refugees from different countries attending Hafnafjordur and Keflavik churches, approximately 80 in each. Please pray for God to guide the leaders to provide care and support for those in spiritual, physical and emotional need. Vanesa Pizzuto, TED Communications associate director is in Iceland this weekend to film for a special GC Refugee Sabbath initiative coming later this month.

Secondly, we have invited the head of the seminary in the Inter-American Division to be our speaker in August. However, due to the large number of people attending church in recent weeks, this presents some logistical challenges if we want to involve as many people as possible. Church leaders will be meeting this coming week to see how best to organise this weekend.

Thirdly, we know that many people are frustrated at the lack of progress with the re-convening of the Conference session. And let us say very clearly that we are as concerned as anyone else. We will try and summarise what has happened, or not, so far.

Last December, due to the fact that the special commission had not completed its work in time, the executive committee, in consultation with the Trans-European Division, voted to postpone the dates until the commission had finished its report. While the Executive Committee holds the authority to call a session, it must be done in consultation with the TED because they chair essential committees such as the nominating committee and the constitution and by laws committee.

We initially understood that the session would reconvene in February. Our own worst case scenario would have been the end of March. At the beginning of March, two of the officers sat down in person with the leaders of the TED to find out when the dates for reconvening would take place. We were then assured it would definitely take place before the end of May.

Last week, after I finished in Slovakia as a speaker for the GC Christ for Europe evangelistic initiative, I  attended Spring Meetings in the UK. The situation in Iceland was on the TED Executive committee agenda. The committee voted to continue the process in the way the TED has been working so far. This means that the special commission will finish its task before the session is reconvened.

I also discussed with the TED officers a tentative timetable for both the special committee to finish its work and then a date for the reconvening of the session. Unfortunately, these dates have not been confirmed by the TED and so we remain in a very uncomfortable limbo. For those planning their Summer holidays, we will not be having a session until after the Summer break.

Throughout these months, the Executive committee has repeatedly felt that we were almost at the stage of being able to announce dates, but this kept being pushed further and further back. We would really like to apologise to you all for this lack of progress. It may appear from the outside like we are deliberately being silent on this issue. This is not the case. We have just not had anything to share. Indeed, when we reflect back over the last couple of years, we can see that the continuous delays and lack of information has created a lot of distance and misunderstandings. We are also very sorry that this has happened.

However, there is one thing we do know for sure, and that is that God is in charge of His church. So as we wait for a resolution, let’s take the opportunity to focus our attention on the many people that God is bringing through our doors in order to expand His kingdom here. In Isaiah 43, God promises to bring refreshing to those who are spiritually dry and thirsty,

"19 See, I am doing a new thing! Now it springs up; do you not perceive it? I am making a way in the wilderness and streams in the wasteland. 20 The wild animals honour me, the jackals and the owls, because I provide water in the wilderness and streams in the wasteland, to give drink to my people, my chosen, 21the people I formed for myself that they may proclaim my praise."
Best wishes,
Gavin Anthony
On behalf of the Executive Committee

 

 

2023-07-14: Gavin Anthony. Pistill (efsta frétt, ótölusett). Kirkjufréttir. 14. júlí 2023.

Kæra kirkja,

Eins og þú eflaust veist, þá hafaá þessu ári orðið ótrúlegar breytingar innan Kirkjunnar hvað varðar nýja meðlimi og svo margt nýtt fólk sem sækir kirkju, sérstaklega fólk frá Venesúela. Fyrir nokkrum vikum var því ákveðið á leiðtogafundi að beina Sumarmótinu í ár að þessum nýju þörfum. Við höfum í framhaldinu boðið yfirmanni prestaskólans í mið-ameríkudeildinni, Efraín Velázquez, að vera ræðumaður okkar. Við búumst við að mikill fjöldi fólks mæti - fleira fólk en við höfum fengið í mörg ár. Þetta býður upp á alvöru áskoranir hvað varðar útfærslur, en við erum að vinna hörðum höndum að því að tryggja að þetta verði dásamlegur viðburður fyrir alla. Við hvetjum þig til að fylgjast með þegar við munum senda út mikilvægan póst í byrjun næstu viku til að útskýra hvernig Sumarmótinu verður háttað í ár.

Við þurfum líka því miður að láta þig vita að 21 manna hópur hefur höfðað mál gegn Kirkjunni okkar - sérstaklega gegn hverjum meðlimi stjórnar Kirkjunnar. Þetta tengist námusamningnum Kirkjunnar. Málið verður tekið fyrir 7. September. Við viljum því biðja þig um að hylja kirkjuna okkar í bæn, að vilji Guðs verði gerður og að Guð verði heiðraður í öllu sem á sér stað.

Leyfðu mér að loka með uppáhalds versinu mínu,

1 Fyrst þið því eruð uppvakin með Kristi, þá keppist eftir því sem er hið efra þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. 2 Hugsið um það sem er hið efra en ekki um það sem á jörðinni er. 3 Því að þið eruð dáin og líf ykkar er fólgið með Kristi í Guði. 4 Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð. (Kólossubréfið 3.1–4)

Gleðilegan hvíldardag!

Gavin

 

Dear Church,

 

As you know, this year we have had some incredible changes within the church in terms of new members and so many new people attending church, especially people from Venezuela. Some weeks ago, It was therefore decided by a meeting of church leaders to focus Sumarmót this year on these new needs. We have therefore invited the head of the seminary in the Inter-American Division, Efraín Velázquez, to be our speaker. We are currently expecting a lot of people attending—more people that we have had in many years. This is providing some real challenges in terms of logistics, but we are really working hard to make sure this is a wonderful event for everyone. We will be sending out an important email at the beginning of next week to explain how Sumarmót will be operating this year. Please look out for this!

We also need to let you know that a group of 21 people have filed a lawsuit against our church—specifically, against each member of the Executive Committee. This is related to our mining contract. The court date is September 7. We would therefore ask you to cover our church in prayer, that God’s will be done, and that God will be honoured in everything that takes place.

 

Let me close with a favourite verse of mine

 

Since you have been raised to new life with Christ, set your sights on the realities of heaven, where Christ sits in the place of honor at God’s right hand. 2 Think about the things of heaven, not the things of earth. 3 For you died to this life, and your real life is hidden with Christ in God. 4 And when Christ, who is your life, is revealed to the whole world, you will share in all his glory. (Colossians 3:1–4, NLT)

 

Happy Sabbath!

 

Gavin

 

 

2023-09-01: Gavin Anthony. Pistill (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 1. september 2023.

Kæra kirkja,
Í þessari viku var prestateymið okkar í Svíþjóð á Norrænu prestaráðstefnunni. Yfir 130 kirkjustarfsmenn frá Skandinavíu, Finnlandi og Íslandi hittust nálægt Gautaborg til að kanna hvernig við þurfum að endurmynda kirkjuna til að hún nái að hafa árig inn í þann tíma sem við lifum á. Daniel Duda, formaður samevrópsku-deildarinnar, benti á að það væri alvarleg hætta á því að hanga einfaldlega á hugmyndum fortíðarinnar, og að þegar við lærum nýja hluti úr Biblíunni þurfum við stöðugt að endurmeta hvernig við beitum því sem Guð er að kenna okkur heiminn okkar í dag.
Við fengum líka tækifæri til að ræða ástandið á Íslandi til hlítar við Daniel Duda. Hann mun fljótlega hafa samband við okkur með upplýsingar um hvenær sérnefndin mun koma til Íslands til að ljúka störfum sínum, en eftir það verður aðalfundur settur aftur.

Mikil áhersla var lögð á að stofna nýjar kirkjur og á nauðsyn þess að vera raunverulegt samúðarfullt samfélag. Heill dagur var notaður til þess að skilja þá sem skilgreina sig sem LGBTQ+, hvað Biblían segir um kynhneigð og hvernig söfnuðir okkar geta verið öruggir staðir fyrir alla til að upplifa kærleika Guðs.

Í öðrum fréttum þá eru 130 nemendur skráðir í guðfræði í Newbold College á þessu námsári og ný enskudeild opnar í janúar 2024. Dagana 1.-5. desember næstkomandi verður farin Norðurlandaferð til Newbold fyrir þá sem hafa áhuga á guðfræðinámi (fyrir fólk eldri en 18 ára). Upplýsingar um það fást hjá Karli.

Richard Davidson, sem kennir guðfræði við Andrews háskólann, talaði um helgidóminn. Lykiltexti hans var Sálmur 27.4, „Eins bið ég Drottin, þess aðeins leita ég: að ég megi búa í húsi Drottins alla ævidaga mína til að horfa á fegurð Drottins og að leita hans í musteri sínu." Svo þegar við komum inn á hvíldardaginn, og þegar við förum í gegnum vikuna framundan, megi fegurðin í persónu Jesú endurspeglast í gegnum okkur, þegar við eyðum tíma í nánd með Jesú. Megum við alltaf heyra kall Guðs til okkar, vers 8 heldur áfram: „Hjarta mitt segir um þig: „Leitið auglitis hans! Andlit þitt, Drottinn, mun ég leita."
Bestu óskir,
Gavin

 

Dear church,

This week our pastoral team was in Sweden for the Nordic Pastor’s Council. Over 130 church workers from Scandinavia, Finland and Iceland, met near Gothenburg to explore how we need to reimagine church for the times to be relevant for the times in which we live. Daniel Duda, President of the Trans-European Division, noted that there is a grave danger is simply hanging on to the ideas of the past, but that as we learn new things from the Bible, we need to continually reassess how we apply what God is teaching us to our world today.

We also had an opportunity to fully discuss the situation in Iceland with Daniel Duda. He will be contacting us with details soon for when the Special Commission will be visiting to complete their work, after which the Session will be reconvened.

 

There was a strong emphasis on church planting and on the need to be a genuinely compassionate community. One whole day was focused on understanding those who identity as LGBTQ+, what the Bible says about sexuality, and how our churches can be safe places for everyone to experience the love of God.

On other points of note, Newbold College has 130 students registered for theology this academic year, and a new English Language department will open in January 2024. This coming December 1-5, there will be a Nordic trip to Newbold for those interested in studying theology (for people over 18). Information can be obtained through Karli.

Richard Davidson, who teaches theology at Andrews University, spoke about the sanctuary. His key text was Psalms 27:4, “One thing I ask from the LORD, this only do I seek: that I may dwell in the house of the LORD all the days of my life, to gaze on the beauty of the LORD and to seek him in his temple.” So as we come into the Sabbath, and as we go through the week ahead, may the beauty of the character of Jesus be reflected through us, as we spend time in intimacy with Jesus. May we always hear the call of God to us, verse 8 continues, “My heart says of you, “Seek his face!” Your face, LORD, I will seek.”

Best wishes,

Gavin

 

 

2023-09-15: Gavin Anthony. Frétt nr. 1. Kirkjufréttir. 15. september 2023.

Kæra Kirkja,
Við viljum aðeins upplýsa að 7. september sendu lögfræðingar okkar svar Kirkjunnar við stefnu þar sem Kirkjan hefur farið fram á að málinu verði vísað frá. Málið er nú í vinnslu hjá Hæstarétti Reykjavíkur og má búast við svari fljótlega.
Þegar málinu lýkur lokið munum við deila hér í KF öllum gögnum sem tengjast málinu.

Við höldum áfram að biðja um bænir þínar fyrir Kirkjunni okkar og um heiður Guðs. Í þessari viku erum við að biðja í gegnum loforð Guðs í Jesaja 43. Ég held að það mikilvægasta sé að Guð minni fólk sitt á að hann hafi skapað það sér til dýrðar. Þess vegna skulum við biðja um að fordæmi okkar muni í öllum hlutum heiðra Guð frammi fyrir samfélagi okkar, „Komdu með Komdu með ... sérhvern þann sem við nafn mitt er kenndur, því að ég hef skapað hann mér til dýrðar, myndað hann og mótað.“…
- Þjóðin, sem ég myndaði handa mér, mun flytja lofgjörð um mig.." (Jesaja 43.7, 21)
Með blessunarkveðju,
Gavin

 

Dear Church,
We would just like to inform you that on September 7, our lawyers submitted the Church’s response to the subpoena where the Church has asked for the case to be dismissed. The matter is now being processed by Hæstiréttur Reykjavíkur and we can expect an answer soon.
Once the legal case has been finally concluded, we will share in KF all the documents related to the case.

We continue to ask for your prayers for our Conference and for the honour of God. This week we are praying through God’s promises in Isaiah 43. I think the most important one is that God reminds His people that He has created them for His own glory. Therefore, let’s pray that in all things, our example will honour God before our society,“Bring all who claim me as their God, for I have made them for my glory. It was I who created them…
I have made Israel for myself, and they will someday honour me before the whole world.” (Isaiah 43:7, 21)
Blessings,
Gavin

 

Querida Iglesia,
Sólo nos gustaría informarle que el 7 de septiembre, nuestros abogados presentaron la respuesta de la Iglesia a la citación donde la Iglesia solicitó que se desestimara el caso. El asunto está siendo procesado ahora por Hæstiréttur Reykjavíkur y podemos esperar una respuesta pronto.
Una vez que el caso legal haya concluido finalmente, compartiremos en KF todos los documentos relacionados con el caso.

Seguimos pidiendo sus oraciones por nuestra Conferencia y por el honor de Dios. Esta semana estamos orando por las promesas de Dios en Isaías 43. Creo que la más importante es que Dios le recuerda a Su pueblo que Él los ha creado para Su propia gloria. Por lo tanto, oremos para que en todas las cosas, nuestro ejemplo honre a Dios ante nuestra sociedad: “Traed a todos los que me reclaman como su Dios, porque los he hecho para mi gloria. Fui yo quien los creó...
He creado a Israel para mí y algún día me honrarán ante el mundo entero”. (Isaías 43:7, 21)
Bendiciones,
Gavín

 

 

2023-09-29: Samtakastjórn. Frétt nr. 1. Kirkjufréttir. 29. september 2023.

Kæru meðlimir,
Vegna dráttar á setningu aðalfundar að nýju vill stjórnin koma á framfæri áfangaskýrslu sem fer yfir helstu verkefni stjórnarinnar síðastliðið ár.
Með kveðju frá stjórninni,
Gavin

Smellið hér til að lesa skýrslu stjórnar 2023 

 

Dear Members,
Due to the delay in reconvening the session, the Executive Committee would like to share an interim report that covers the work of the Executive Committee over the last year.
You can find a link to the ExCom Interim Report by clicking here
With kind greetings from the board,
Gavin

 

Ekki þýtt yfir á spænsku, eyða þar í tölublaðinu.

 

 

2023-10-06: Judel Ditta. Frétt nr. 6. Kirkjufréttir. 20. maí 2022.

Kæru vinir,
Í áfangaskýrslu yfir helstu verkefni stjórnar síðastliðið ár sem send var út í síðustu viku hafði laumast inn villa. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þessu og leiðréttum hér með að styrkur Kirkjunnar til Hafnafjarðarsafnaðar vegna boðunarátaks og eftirfylgni var 1.5 milljónir en ekki 3 milljónir eins og stóð í skýrslunni.
Með kveðju,
Judel Ditta,

Smellið hér til að lesa skýrslu stjórnar 2023 

 

Dear friends,
In the interim report from the IC board that was published last week there was an error in the text. We sincerely apologize and correct that the amount that the Church in Hafnarfjordur got to help pay for their mission project and follow up was 1.5 million ISK not 3 million. as stated in the report.
Regards,
Judel Ditta

 

Queridos amigos,
En el informe provisional de la junta directiva de IC que se publicó la semana pasada había un error en el texto. Nos disculpamos sinceramente y corregimos que la cantidad que recibió la Iglesia en Hafnarfjordur para ayudar a pagar su proyecto misionero y su seguimiento fue de 1,5 millones de ISK, no de 3 millones. como se indica en el informe.
Saludos,
Judel Ditta

 

 

2023-10-20: [Samtakastjórn.] „Uppfærð skýrsla stjórnar - Updated Interim report“. Kirkjufréttir. 20. október 2023.

Skýrslan er í meginmáli tölvupóstsins.

 

 

2023-11-10: Gavin Anthony. „Fréttir frá formanni Kirkjunnar, Gavin Anthony“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 11. nóvember 2023.

Fréttir frá formanni Kirkjunnar, Gavin Anthony
Á nýliðnum árlegum vetrarfundi Stór-Evrópudeildarinnar lýsti l lýsti Claude Richli, aðstoðarritari Heimskirkjunar, í lokaorðum sínum að þessir fundir hefðu verið þeir bestu sem hann hefði nokkru sinni sótt. Og það var nóg af uppörvandi fréttum af starfi Guðs í deildinni okkar. Hér er listi yfir það helsta og upplýsingar sem þér gætu fundist áhugaverðar og gagnlegar:

-2025-2030 Ég mun fara/I Will Go skipulag https://adventist.news/news/adventist-world-church-leaders-announce-strategic-plan-for-2025-2030-to-be-adopted-at-next-years- árs-ráð
- Nýtt efni fyrir hvíldardagsskóla fyrir 0-18 ára verða loksins gefið út til þýðinga núna og halda áfram næstu 4 árin. Við höfðum áður ætlað að þýða allt efnið en þá var hætt við verkefnið og það endurskoðað af Heimskirkjunni. Við getum nú hafið þýðingu fyrir fyrstu árin. https://www.sabbathschoolpersonalministries.org/aliveinjesus
- Á árinu 2024 munum við fagna 150 ára trúboði aðventista. Þetta er frá því að J N Andrews sigldi frá New York til Evrópu árið 1874. Öll svið kirkjunnar um allan heim eru hvött til að sjá hvernig þeir geta tekið að sér umsjón með trúboði https://adventist.news/news/mission-150-commemoration-can- endurvekja-ástríðu fyrir-trúboðsleiðtoga-segja
- 19.-21. apríl 2024 verður 50 ára afmæli EGW Research Center NCHE háskólasvæðið https://ted.adventist.org/egw-symposium/
- GC skipulag fyirr kirkjur að gera lærisveina www.globaltmi.org
- Svæði (Fields) eru hvött til að framlengja Krist fyrir Evrópu verkefnið til 2024/25.
- Dagsetningar bænavikunnar verða ekki lengur fastsettar um allan heim. Þær geta verið settir af staðbundnum Kirkjum á hvaða degi ársins sem er. Árleg fórnargjöf verður þó eftir sem áður á á sama degi.
- Aftur til altaris verkefnið til að hvetja til daglegrar trúarstundar með Guði www.backtothealtar.org
- Sérstakt afsláttarverð fyrir Andrews háskólann, tveggja binda námsbiblía, hefur verið fert aðgengilegt. Við munum eiga þessar í bókabúðinni okkar á næstunni.
- TED hefur nýlega samþykkt stefnu varðandi misnotkun sem mun ná yfir hvers kyns misnotkun. Þessi stefna verður samþykkt á fundi stjórnar Kirkjunnar í næstu viku.

Í öðrum fréttum hefur deildin TED tilkynnt okkur að þeir hyggist hafa fund námunefndarinnar á Íslandi í nóvember með áframhaldandi aðalfundi í janúar 2024.
Málflutningur vegna málsins gegn Kirkjunni verður tekin fyrir í janúar 30, 2024. Það hefur verið staðfest af lögfræðingi sem höfðar mál gegn Kirkjunni að málið sé sannarlega gegn Kirkjunni en ekki einstökum meðlimum stjórnar Kirkjunnar.
Í gær las ég eitthvað gagnlegt um kristinn vitnisburð eftir Oswald Chambers. Hann útskýrir að velgengni „er ekki styrkur þess að persónuleiki eins manns er lagður ofan á annan, heldur raunveruleg nærvera Krists sem kemur í gegnum þætti lífs verkamannsins. Með öðrum orðum, áhrifin sem við höfum fyrir Krist eru ekki það sem við getum framleitt, heldur hvaða áhrif andi Guðs hefur í og í gegnum okkur.
Megi andi Guðs ávallt birtast skýrt í gegnum okkur öll.
Bestu óskir,
Gavin

 

News from the Conference president, Gavin Anthony
In his closing remarks, Claude Richli, Associate Secretary of the General Conference, described this year’s TED Year End Meetings, as the best he had ever attended. And there was plenty of encouraging news of God’s work across our Division. Here is a list some of the highlights and information that you may find interesting and helpful.

- 2025-2030 I Will Go plans https://adventist.news/news/adventist-world-church-leaders-announce-strategic-plan-for-2025-2030-to-be-adopted-at-next-years-annual-council
- New Sabbath school lessons for age 0-18 will finally be released for translation now, and continue over the next 4 years. We had previously planned to translate all of the material but then the project was stopped and revised by the General Conference. We can now begin translating for the early years. https://www.sabbathschoolpersonalministries.org/aliveinjesus
- 2024 will be a celebration of 150 years of Adventist mission oversees. This is dated from J N Andrews sailing from New York to Europe in 1874. All fields of the world wide church are encouraged to see how they can mark oversees missions https://adventist.news/news/mission-150-commemoration-can-reignite-a-passion-for-mission-leaders-say
- 19-21 April 2024 50th Anniversary of EGW Research Centre NCHE Campus https://ted.adventist.org/egw-symposium/
- GC Disciple-making Church planner www.globaltmi.org
- Fields are encouraged to expand the Christ for Europe project into 2024/25.
- The week of prayer dates will no longer be set world-wide. They can be set by local conferences on any date of the year. There offering for annual sacrifice remains on the same date.
- Back to the altar initiative to encourage daily devotional time with God www.backtothealtar.org
- A specially discounted price for the Andrews University two volume study Bible has been made available. We will stock these in our bookshop in the near future.
- The TED has just voted an abuse policy that applies to all forms of abuse. This is due to be adopted by the Conference next week.

In other news, the TED has informed us that they plan to have the mining commission meeting in Iceland in November with the continuation of the Conference session pencilled in for January 2024.
A dismissal hearing in the legal case against the Conference will be heard on January 30, 2024. It has been confirmed by the lawyer bringing the case against the Church that the case is indeed against the Church and not against individual members of the Executive Committee.
Yesterday, I read something helpful about Christian witness by Oswald Chambers. He explains that success “is not the strength of one man’s personality being superimposed on another, but the real presence of Christ coming through the elements of the worker’s life.” In other words, the influence we have for Christ is not what we are able to produce, but what influence of the Spirit of God in and through us.
May the Spirit of God always be clearly revealed through us all.
Best wishes,
Gavin

 

Noticias del presidente de la Conferencia, Gavin Anthony
En sus palabras de clausura, Claude Richli, Secretario Asociado de la Conferencia General, describió las Reuniones de Fin de Año TED de este año como las mejores a las que había asistido. Y hubo muchas noticias alentadoras sobre la obra de Dios en toda nuestra División. Aquí hay una lista de algunos de los aspectos más destacados e información que puede resultarle interesante y útil.

- Planes I Will Go 2025-2030 https://adventist.news/news/adventist-world-church-leaders-announce-strategic-plan-for-2025-2030-to-be-adopted-at-next-years- consejo anual
- Las nuevas lecciones de Escuela Sabática para niños de 0 a 18 años finalmente se publicarán para traducción ahora y continuarán durante los próximos 4 años. Anteriormente habíamos planeado traducir todo el material, pero luego la Conferencia General detuvo el proyecto y lo revisó. Ahora podemos empezar a traducir para los primeros años. https://www.sabbathschoolpersonalministries.org/aliveinjesus
- 2024 será una celebración de los 150 años de misión adventista. Esto está fechado en J N Andrews navegando de Nueva York a Europa en 1874. Se anima a todos los campos de la iglesia mundial a ver cómo pueden marcar las misiones supervisadas https://adventist.news/news/mission-150-commemoration-can- reavivar-la-pasión-por-los-líderes-misioneros-dicen
- 19-21 de abril de 2024 50.º aniversario del campus NCHE del Centro de investigación EGW https://ted.adventist.org/egw-symposium/
- Planificador de la Iglesia para hacer discípulos de la CG www.globaltmi.org
- Se anima a los campos a ampliar el proyecto Cristo para Europa hasta 2024/25.
- Las fechas de la semana de oración ya no se fijarán a nivel mundial. Pueden ser fijados por conferencias locales en cualquier fecha del año. Allí se mantiene la ofrenda para el sacrificio anual en la misma fecha.
- Iniciativa de regreso al altar para fomentar el tiempo devocional diario con Dios www.backtothealtar.org
- Se ha puesto a disposición un precio con descuento especial para la Biblia de estudio de dos volúmenes de la Universidad Andrews. Los tendremos en nuestra librería próximamente.
- El TED acaba de votar una política de abuso que se aplica a todas las formas de abuso. Está previsto que la Conferencia lo adopte la próxima semana.

En otras noticias, el TED nos ha informado que planean celebrar la reunión de la comisión de minería en Islandia en noviembre y la continuación de la sesión de la Conferencia está prevista para enero de 2024.
El 30 de enero de 2024 se celebrará una audiencia de desestimación del caso legal contra la Conferencia. El abogado que presentó el caso contra la Iglesia ha confirmado que el caso es efectivamente contra la Iglesia y no contra miembros individuales del Comité Ejecutivo.
Ayer leí algo útil sobre el testimonio cristiano de Oswald Chambers. Explica que el éxito “no es la fuerza de la personalidad de un hombre superpuesta a otra, sino la presencia real de Cristo a través de los elementos de la vida del trabajador”. En otras palabras, la influencia que tenemos para Cristo no es la que somos capaces de producir, sino la influencia del Espíritu de Dios en y a través de nosotros.
Que el Espíritu de Dios siempre se revele claramente a través de todos nosotros.
Los mejores deseos,
Gavín

 

 

2023-12-20: Stjórnendur KSDA. Frétt nr. 1. Kirkjufréttir. 22. desember 2023.

Kæru meðlimir,
Þegar Jesús kom til jarðar sem gjöf frá föður okkar á himnum var það dýrmæt gjöf sem ætlað var að fylla hjörtu okkar svo algjörlega af kærleika, að þessi kærleikur myndi sjálfkrafa hellast út í líf þeirra sem í kringum okkur voru. Og þessi ást myndi verða dásamleg blessun sem myndi halda áfram að flæða úr einu lífi í annað. Á þessu ári höfum við haft möguleika á að koma einhverju af þessari dýru gjöf til þeirra sem eru í miklu meiri þörf en við sjálf.
Árið 2024 er árið þegar aðventkirkjan um allan heim mun fagna því að 150 ár eru liðin frá því fyrsti opinberi trúboðinn okkar, JN Andrews, var sendur frá Bandaríkjunum til Evrópu. Heimskirkjan hefur kallað þessa hátíð Mission 150 og sem hluti af þessari hátíð kaus Stór -Evrópudeildin að styrkja guðfræðinema við prestaskólann í Mið-Austurlöndum, auk fjölda verkefna innan deildarinnar okkar. Eftir að þetta var kosið á Vetrarfundi deildarinnar ræddi stjórn Kirkjunnar okkar hvernig við gætum líka fagnað trúboði 150 og áherslu á erlend verkefni.
Stjórnin hefur því samþykkt að um 20% af tekjum ársins 2023 af námu- og Raufarhólshelli verði veitt til styðja trúboða við guðfræðiháskóla í Mið-Ameríku. Við völdum þennan skóla vegna þess að þeir eru sá guðfræðiháskóli sem þjálfar presta fyrir fjölda landa á svæðinu sem nær til Venesúela. Vegna þess að flóttafólk frá Venesúela hafa lagt svo mikið af mörkum til Kirkjunnar okkar á þessu ári, vildum við gefa eitthvað til baka til þess heimshluta. Þó að við munum aðeins vita lokaupphæðina eftir að ársuppgjöri okkar er lokið, gerum við ráð fyrir að þessi tala muni vera í átt að 20 milljónum króna. Peningarnir verða notaðir í fjögur verkefni: stuðning við konur í trúboði, bækur fyrir nemendur, þjálfun fyrir safnaðarformenn í Níkaragva og stuðning við nemendur frá Venesúela.
Efrain Velasquez, forseti háskólans, sagði: „Ég var næstum í tárum af tilfinningum. Ólíkleg tengsl Íslands og Mið-Ameríku eru til vitnis um hvernig trúboð á sér stað á tuttugustu og fyrstu öldinni. Innfæddir Venesúelabúar og sýrlenskir farandverkamenn sem bjuggu í Venesúela enduðu á Íslandi með von um að vinna og sjá fyrir fjölskyldum sínum. Íslenska Kirkjan hefur risastórt hjarta sem sést af kærleikanum sem meðlimir hafa úthellt yfir þetta fólk. Sú ást hefur teygt sig þar sem nú munu Íslendingar veita nauðsynlegan stuðning við frumkvæði í heimshluta sem hefur sérstakar þarfir. Þjálfun leikmannaleiðtoga sem hafa gegnt presthlutverki í Níkaragva og Venesúela er forgangsverkefni. Ég er spenntur fyrir því að fleiri verkfæri verði aðgengileg til að uppfylla skuldbindingu guðfræðiháskólans um að lyfta upp stoðum trúarinnar og boða von.“
Sem Kirkja biðjum við þess að gjöf Jesú þessi jól muni hvetja okkur öll til að verða uppspretta náðar Guðs og örlætis til annarra.
Gleðileg jól!
Gavin, Þóra og Judel

 

Dear members,
When Jesus came to the earth as a gift from our Father in Heaven, it was a costly gift that was intended to so completely fill our hearts with love, that this love would automatically spill over into the lives of those around us. And that love would become a wonderful blessing that would keep on overflowing from one life into another. This year, we have had the possibility to pass on some of that costly gift to those in much greater need than ourselves.
2024 is the year when the world-wide Adventist church will celebrate 150 years since our first official missionary, JN Andrews, was sent from the USA to Europe. The General Conference has called this celebration Mission 150, and as part of this celebration, the Trans-European Division voted to sponsor a theology student at the seminary in the Middle East Union, plus a number initiatives within our Division. After this was voted at the Division Year End meetings, our Conference discussed how we could also celebrate Mission 150 and the emphasis on foreign missions.
The Conference has therefore voted to give 20% of the 2023 income from our mine and lava tunnel operations for developing mission workers at the Inter-American Adventist Theological Seminary. We chose this seminary because they are the seminary that trains pastors for a number of countries in the region that includes Venezuela. Because refugees from Venezuela have contributed so much to our church life this year, we wanted to give something back to that part of the world. While we will only know the final amount after our books our closed, we anticipate that this figure will be moving towards 20 million kronur. The money will be used for four projects: supporting women in mission, books for students, training for elders in Nicaragua, and the support of students from Venezuela.
Efrain Velasquez, President of the Seminary, responded, “I was almost in tears of emotion. The unlikely connection between Iceland and Inter-America is a testament to how mission takes place in the Twenty-first century. Native Venezuelans and Syrian migrants who lived in Venezuela ended up in Iceland with hopes of working and provide for their families. The Icelandic SDA church has a huge heart that is evidenced by the love they have poured on the newcomers. That love has extended as now the Icelanders will provide much needed support for initiatives in a part of the world that has particular needs. The training of lay leaders who have been taking ministerial roles in Nicaragua and Venezuela is a priority. I am excited that more tools will be accessible to fulfil the Seminary’s commitment to lift up pillars of faith and proclaim hope.”
As a Conference, we pray that the gift of Jesus this Christmas will encourage us all to become reservoirs of God’s grace and generosity to others.
Merry Christmas!
Gavin, Thora & Judel

 

 

2024-02-02: Samtakastjórn. „Nokkur orð frá stjórn Kirkjunnar“. 2. febrúar 2024.

Nokkur orð frá stjórn Kirkjunnar
Kæru safnaðarmeðlimir,
Eins og ykkur er mörgum kunnugt um hefur samningur sem stjórn Kirkjunnar gerði um framhald á nýtingu á námu í eigu Kirkjunnar orðið að umræðu- og deiluefni hjá nokkrum safnaðrmeðlimum. Það mál hefur ekki náðst að leiða til lykta innan okkar hóps og er málið til meðferðar hjá dómstólum. Málflutningi um frávísun í héraðsdómi er lokið og má ætla að dómur um frávísun verði upp kveðinn eftir 3.-4 vikur. Dómkrafa Kirkjunnar er að stefnan sé gölluð að formi og efni svo málið sé ekki dómtækt. Verði málinu ekki vísað frá þá tekur við efnislegur málflutningur sem óvíst er hversu langan tíma getur tekið.

Það er okkur afar þungbært að málið hafi farið svona langt enda viljum við fyrst og síðast að sátt og friður ríki innan okkar raða. Við í stjórninni  erum ekki yfir gagnrýni hafin. Það er mikilvægt að við getum átt í skoðanaskiptum varðandi það sem meðlimum safnaðarins liggur á hjarta, á málefnalegum grunni. Það er  réttur hvers og eins að hafa skoðanir á ákvörðunum sem teknar eru innan Kirkjunnar. Það er hins vegar mikilvægt að við tjáum okkur af virðingu og manngæsku.  
 
Ekkert í yfirferðum fagaðila eða hjá æðri stigum Kirkjunnar okkar svo sem endurskoðun Aðalsamtakana (GCAS) hefur leitt nokkuð misjafnt í ljós enda hefur stjórnin alla tíð unnið í góðri trú og upplýst safnaðarmeðlimi eftir kostum um allar ákvarðanir. Við ítrekum að við erum alltaf reiðubúin til svara fyrir þau sem vilja spyrja spurninga, ræða við okkur málið eða óska eftir frekari upplýsingum um það eins og möglegt er. Það er bagalegt að nefnd sem skipuð var að tillögu TED hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Það er einlægur vilji stjórnarinnar allrar að aðalfundur fari fram um leið og niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir.

Stjórnin hefur lagt sig fram um að taka allar sínar ákvarðanir söfnuðinum til heilla og til þess fallnar að efla hann í því mikilvæga hlutverki sem okkur í Kirkju sjöunda dags aðventista er falið. Hvert sem framhaldið verður er mikilvægt að öllum sé ljóst að störf okkar og þær eignir sem Kirkjan hefur verið blessuð með nýtist fyrst og fremst í þágu hennar. Fjárhagsleg afkoma Kirkjunnar hefur aldrei verið betri, sem veitir okkur ný tækifæri til að breiða út boðskapinn og vera einstaklingum sem og samfélaginu til góðs.
 
Eðli máls samkvæmt starfar stjórn og fer með málefni Kirkjunnar þar til næsta stjórn tekur við. Það er því alrangt að stjórnin sé umboðslaus þegar hlé er gert á aðalfundi.
 
Það er einlæg von okkar að við náum  öll í sameiningu að skapa frið og sátt í Kirkjunni og að kraftar okkar og fjármunir framvegis nýtist til að sinna okkar rétta hlutverki. Starfsemi Kirkjunnar okkar er  öllum mikilvæg og jafnvel aldrei meira en nú. Við horfum bjartsýn fram á veginn  með von í brjósti um að við getum í sameiningu  og haldið áfram að vinna af heilindum fyrir Kirkjuna, svo að starfsemi hennar og stuðningur við þá sem á þurfa að halda geti verið sem mestur.
 
Kirkjan okkar er ekki stofnun heldur samfélag okkar sem erum skráðir meðlimir hennar.  Við þurfum að varðveita einingu hennar og hlúa hvert að öðru. 
Fil. 2, 1-5. „ Fyrst Kristur veitir kjark, fyrst kærleikur hans uppörvar, fyrst andi hans skapar samfélag, fyrst þar ríkir hlýja og samúð gerið þá gleði mína fullkomna með því að vera einhuga, hafa sama kærleika, einn hug og eina sál. Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert annað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var.”
Með kærleik og virðingu,
Gavin Anthony
Judel Ditta
Þóra Sigríður Jónsdóttir
Njörður Ólason
Sandra Mar Huldudóttir
Signý Harpa Hjartardóttir
Örn Jónsson

 

A few words from the IC board
Dear members,
As many of you are aware, a contract made by the Church's management regarding the continuation of the use of a mine owned by the Church has become a topic of discussion and controversy among several congregation members. That matter has not been resolved within our group and the matter is being processed by the courts. Dismissal proceedings in the district court have been completed, and it can be assumed that a judgment on dismissal will be handed down in 3-4 weeks. The Church's court claim is that the policy is defective in form and content so that the case is not admissible. If the case is not dismissed, a substantive hearing will take place, which is uncertain how long it may take.

We are extremely saddened that the matter has gone this far, as we yearn first and foremost for peace and harmony within our midst. We in the board  are not above criticism. It is important that we can have an exchange of views about what is on the hearts of the members of the Church, on a matter-of-fact basis. It is everyone's right to have opinions about decisions made within the Church. However, it is important that we express ourselves with respect and kindness.

Nothing in the inspections by professionals or at the higher levels of our Church, such as the audit of the General Conference (GCAS), has revealed anything inconsistent, since the board has always worked in good faith and informed the Church members as much as possible about all decisions. We reiterate that we are always ready to answer those who want to ask questions, discuss the matter with us or request more information about it as is possible. It is unfortunate that the special commission that was appointed at the suggestion of TED has not yet returned a result. It is the sincere wish of the entire IC board that the Session will take place as soon as the results of the special commission are available.

The IC board has made an effort to make all its decisions for the good of the Church and to strengthen it in the important role that we in the Seventh-day Adventist Church are entrusted with. Whatever the future, it is important that everyone is clear that our work and the assets that the Church has been blessed with are primarily used for its benefit. The financial performance of the Church has never been better, which gives us new opportunities to spread the message and be of benefit to individuals as well as society.

The IC board works and manages the affairs of the Church until the next board takes over. It is therefore completely untrue to say that the board is without authority during the break of the Session.

It is our sincere hope that together we will be able to create peace and harmony in the Church and that our energies and resources will be used in the future to fulfill our proper role. The activities of our Church are important to everyone and perhaps never more so than now. We look forward optimistically with hope that together we can continue to work with integrity for the Church, so that its activities and support for those in need can be as great as possible.

Our church is not an organization but the community of us who are registered members. We need to preserve its unity and nurture each other.
Fil. 2, 1-5. "So if there is any encouragement in Christ, any incentive of love, any participation in the Spirit, any affection and sympathy, 2 complete my joy by being of the same mind, having the same love, being in full accord and of one mind. 3 Do nothing from selfishness or conceit, but in humility count others better than yourselves. 4 Let each of you look not only to his own interests, but also to the interests of others. 5 Have this mind among yourselves, which is yours in Christ Jesus,"
With love and respect,
Gavin Anthony
Judel Ditta
Þóra Sigríður Jónsdóttir
Njörður Ólason
Sandra Mar Huldudóttir
Signý Harpa Hjartardóttir
Örn Jónsson

 

2024-02-02: Judel Ditta. „Frá fjármálastjóra okkar, Judel Ditta“ (frétt nr. 2). Kirkjufréttir. 2. febrúar 2024.

Frá fjármálastjóra okkar, Judel Ditta
Guð lofaði fólki sínu ekki aðeins að blessa það heldur líka sjá um þau. Hvað þýðir þetta? Það var í 4. Mósebók 6.24 þar sem þetta loforð var gefið Ísraelsmönnum að Guð væri ekki aðeins útvega börnum hans það sem þau þurfa en einnig að setja vernd í kringum börn hans. Þvílíkt ótrúlegur og almáttugur Guð sem við eigum! Ímyndaðu þér það að þegar við biðjum fyrir einhverjum um Guðs forsjón í lífi þeirra og vernd hans yfir þeim þá réttir Guð hönd sína til að gefa út þessa kraftmiklu blessun.
Seinni hluti blessunar í sama versi segir: „Drottinn blessi þig og varðveiti". Þetta nær dýpra en þú gætir nokkru sinni ímyndaðu þér og kallar þig til að uppgötva meira um hver Guð er í raun og veru. Svo, þegar Guð lætur ásjónu sína lýsa yfir einhvern (vers 25), það er staðfesting á velþóknun Guðs (vers 26). Ennfremur, þegar þessi blessunarbeiðni er beðin yfir einhverjum,  þá  er það náð Guðs sem sendir frið, gleð og gæsku (svo eitthvað sé nefnt) yfir alla þeirra daga.
Leyfðu mér að deila með þér hápunktum bænasvara við öllum bæna þínar um blessun og vernd yfir verki Guðs í Kirkjunni. Um leið og Guð sýnir velþóknun þá flæða náð hans, friður, gleði og góðærið yfir.
Hápunktar fjárhagslegra blessana 2023:
1. Tíund: kr. 54,6 milljónir
2. Tekjur af Raufarhólshelli : kr. 44,6 milljónir
3. Námutekjur: kr. 50 milljónir
4. Nemendur SHS eru 63 skólaárið 2023-2024
Ég hvet ykkur bræður og systur til að leggja á minnið 4. Mósebók 6.24-26 og tala þessar kröftugu blessanir yfir einhvern og yfir verk Guðs í Kirkjunni á Íslandi. Guð er verðugur!
Kær kveðja,
Judel

 

From our treasurer, Judel Ditta
God did not promise His people only to bless them but also to keep them. What does this mean? In Numbers 6:24 where this promise was given to the children of Israel that God is not only providing His children what they need but also placing a hedge of protection around His children. What an amazing and almighty God we have!

Just imagine that when we pray for someone for God´s good provision in their life and God´s defense over them, God in His might reaches out to release this powerful blessing. The second part of the blessing in the same verse says, “the Lord bless you and keep you”. This goes deeper than you could ever imagine and calls you to discover more about who God really is.

So, when God makes His face to shine upon someone (verse 25), it is a confirmation of God´s favor (verse 26). Further, when this request of blessing is spoken over someone, God´s grace releases peace, joy, and goodness (to name a few) in all their days.
Please allow me to share with you the highlights of answers to all your prayers of blessings and protection over God´s work in the Iceland Conference. As God favors, His grace, peace, joy, and goodness overflows.
Highlights of 2023 financial blessings:
1. Tithe: ISK. 54.6 million
2. Lava Tunnel income: ISK. 44.6 million
3. The Mining income: ISK. 50 million
4. SHS has 63 students for 2023-2024 school year
I urge you brothers and sisters to memorize Numbers 6:24-26 and speak these powerful blessings over someone and over the work of God in the Iceland Conference. God is worthy!
With kind greetings,
Judel

 

 

2024-02-20: [Samtakastjórn.] „Stefna gagnvart Kirkjunni“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 18. febrúar 2024.

Stefna gagnvart Kirkjunni
Úrskurður um frávísunarkröfu Kirkjunnar mun berast í næstu viku, þriðjudaginn 20.02. Við munum senda út auka Kirkjufréttir með niðurstöðunni ásamt gögnum málsins. 

 

A Subpoena against the Church
A ruling on the Church's dismissal request will be received next week, Tuesday 20.02. We will send out extra Church News with the result together with the documents of the case.

 

 

2024-02-20: Gavin Anthony. „Niðurstaða Héraðsdóms – Court Ruling“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 20. febrúar 2024.

Í dag vísaði Guðrún Sesselja Arnardóttir héraðsdómari frá málinu sem höfðað var gegn Kirkjunni 19. júní 2023.

Til þess að meðlimir geti betur skilið hvað hefur gerst látum við fylgja með eftirfarandi skjöl sem þú getur lesið.

 

Smelltu á eftirfarandi tengla:

 

1.     Stefna gegn Kirkjunni 19 júní 2023.

2.     Greinargerð lögfræðinga Kirkjunar

3.     Greinargerð lögfræðinga Eden Mining

4.     Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur 20. febrúar 2024

 

Það er von okkar og bæn að til heilla fyrir Kirkjuna og velferð allra hlutaðeigandi, að hér með ljúki þessu máli.

 

Friður sé með söfnuðinum og kærleikur, með trúnni frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með öllum þeim sem elska Drottin vorn Jesú Krist með ódauðlegum kærleik. (Efesusbréfið 6.23-24)

 

Gavin Anthony

Formaður Kirkju sjöunda dags aðventista

 

ENGLISH

 

Today, Judge Guðrún Sesselja Arnardóttir dismissed the case brought against the Iceland Conference on 19 June 2023.

 

In order for members to better understand what has happened, we are including the following documents for you to read.

 

Click on the following links

 

1.     Court summons 19 June 2023.

2.     The Church’s legal response.

3.     Eden Mining’s legal response.

4.     Court judgement of 20 February 2024.

 

It is our hope and prayer that for the good of the Church, and the well-being of all involved, that this will be the end of legal proceedings.

 

Peace be with you, dear brothers and sisters, and may God the Father and the Lord Jesus Christ give you love with faithfulness. May God’s grace be eternally upon all who love our Lord Jesus Christ. (Ephesians 6:23-24)

 

Gavin Anthony

President, Iceland Conference of Seventh-day Adventists

 

 

2024-03-01: Gavin Anthony. „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 1. mars 2024.

Nokkur orð frá Gavin
Kæru vinir,
Í Gamla testamentinu er fólk Guðs leitt út úr Egyptalandi til fyrirheitna landsins sem er staður friðar og gleði. Í Nýja testamentinu, þó að fyrirheitna landið sé himinn, þá er fyrirheitna landið Jesús mikilvægast. Jesús er staðurinn þar sem við upplifum frið og gleði.
Sálmur 37.3-4 endurómar þessar tvær hugmyndir: „Treystu Drottni og gjör gott; búa í landinu og njóta öruggs beitar. Hafið yndi af Drottni, og hann mun veita þér það sem hjarta þitt girnist.
Davíð hvetur okkur til að trúa á Drottin og njóta öryggis landsins. Þegar við gerum þetta og gleðjumst yfir Drottni, munu okkar stærstu þrár verða uppfylltar. Þetta er vegna þess að langanir okkar hafa mótast af löngunum Drottins.
Svo í vikunni framundan, megi Drottinn vera algjör gleði þín og yndi!

Í dag var okkur tilkynnt af lögmanni okkar að málinu sem var vísað frá 20. febrúar er nú áfrýjað. Frá dagsetningu áfrýjunar þar til endanlegur úrskurður Landsréttar verður kveðinn upp ættu að líða um það bil tveir mánuðir.
Við viljum þakka fyrir allar þær velfarnaðaróskir sem við höfum fengið frá samtölum, tölvupóstum og símtölum og biðja um áframhaldandi fyrirbænir.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig,
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur,
Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið."
(4. Mósebók 6.24-26)
Bestu óskir,
Gavin

 

A few words from Gavin
Dear friends,
In the Old Testament, God’s people are led out of Egypt to the Promised Land which is a place of peace and joy. In the New Testament, although the Promised Land is Heaven, most importantly the Promised Land is Jesus. Jesus is the place were we experience peace and joy.
Psalm 37:3-4 echoes these two ideas:“Trust in the Lord and do good; dwell in the land and enjoy safe pasture. Take delight in the Lord, and he will give you the desires of your heart.
David encourages us to put our faith in the Lord and enjoy the safety of the land. As we do this and delight in the Lord, our greatest desires will be given to us. This is because our desires have been shaped by the desires of the Lord.
So in the week ahead, may the Lord be your complete joy and delight!

Today we were informed by our lawyer that the legal case that was dismissed on February 20 is being appealed. From the date of the appeal to a final verdict by the appeals court should take approximately two months.
We would like to say thank you for all the well wishes we have received from conversations, emails and phone calls and ask for your continued prayers.

The Lord bless you and keep you;
the Lord make his face shine on you and be gracious to you;
the Lord turn his face toward you
and give you peace.
(Numbers 6:24-26)
Best wishes,
Gavin

 

 

2024-03-08: Gavin Anthony. „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 8. mars 2024.

Nokkur orð frá Gavin
Kæru vinir,
Undirskriftasöfnun, sem er opin almenningi, sem dreift er nú á meðal meðlima  lýkur með þessum orðum: „Andmæli: Við mótmælum áformum um að færa fjármálastjórn Kirkjunnar til Trans-Evrópudeildarinnar og teljum að slík ákvörðun verði fyrst tekin eftir ítarlega upplýsingar og lýðræðislega ákvörðun aðalfunds."
Bæði Kirkjan og Trans-Evrópu deildin geta fullyrt afdráttarlaust að engin slík áform eru uppi né hafa verið til.
Fyrr í vikunni var mér bent á verkið sem Jesús vill að lærisveinar hans einbeiti sér að. Í Jóhannesi 15.16 segir Jesús við lærisveina sína: „Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt sem varir svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni. Þetta býð ég yður, að þér elskið hvert annað."
William Barclay tjáir sig um þetta vers: „Jesús valdi okkur til að vera auglýsingar. Hann valdi okkur til að fara út til að bera ávöxt og bera ávöxt sem mun standast tímans tönn. Leiðin til að breiða út kristindóminn er að vera kristin. Leiðin til að koma öðrum inn í kristna trú er að sýna þeim ávöxt kristna lífs. Jesús sendir okkur út, ekki til að rökræða fólk inn í kristna trú, enn síður til að hóta því inn í hana, heldur til að laða það inn í hana; svo að lifa að ávextir þess verði svo dásamlegir að aðrir þrái þá sjálfir.“
Í næstu viku, megi líf okkar verða til sýnis á þann hátt að fólk geti ekki annað en laðast að anda Jesú sem býr í gegnum okkur.
Bestu óskir,

 

Few words from Gavin
Dear Members,
A petition that is open to the general public is being circulated among church members that concludes, “Objection: We object to plans to transfer the financial management of the Church to the Trans European Division and believe that such a decision will only be made after thorough information and a democratic decision by the Session.
Both the Iceland Conference and the Trans-European Division can state categorically that there are not, nor have there ever been, any such plans.
Earlier this week, I was reminded of the work Jesus wants his disciples to focus on. In John 15:16, Jesus declares to His disciples, “You didn’t choose me. I chose you. I appointed you to go and produce lasting fruit, so that the Father will give you whatever you ask for, using my name. This is my command: Love each other.”
William Barclay comments on this verse, “Jesus chose us to be advertisements. He chose us to go out to bear fruit, and to bear fruit which will stand the test of time. The way to spread Christianity is to be Christian. The way to bring others into the Christian faith is to show them the fruit of the Christian life. Jesus sends us out, not to argue people into Christianity, still less to threaten them into it, but to attract them into it; so to live that its fruits may be so wonderful that others will desire them for themselves.”
In the week ahead, may our lives be on display in such a way that people cannot help but be attracted to the Spirit of Jesus living through us.
Best wishes,
Gavin

 

 

2024-03-14: Gavin Anthony. „Nokkur orð frá Gavin“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 14. mars 2024.

Nokkur orð frá Gavin
Kæru vinir,
Það eru að minnsta kosti þrjú mikilvæg mál sem standa frammi fyrir okkur sem ráðstefnu í augnablikinu - þörfin á að ljúka aðalfundinum, þörfin fyrir námunefndina og þörfin fyrir sátt.
Mismunandi fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvað er mikilvægast að gera fyrst.
Sumir telja að klára aðalfundinn sé mikilvægast til þess að vera í samræmi við lög Kirkjunnar okkar. Einnig er talin hætta á því að stjórn Kirkjunnar gæti notað stöðuna til að sitja í embætti um ótakmarkaðan tíma.
Aðrir telja að námunefndina verði að skila niðurstöðu sem fyrst eins og kosið var um í september 2022. Sífellt aukinn fjöldi alvarlegra og stundum mjög ósannar ásakana – í gegnum samfélagsmiðla, tölvupósta og lögfræðinga – gerir það ómögulegt að halda aðalfund ef sannleiksgildi þessar ásakanir hefur ekki verið ákvarðað af hlutlausum aðila, annað hvort af / eða bæði af dómstólum og námunefnd. Hvernig getum við hist og tekið skynsamlegar ákvarðanir þegar svo mikið af röngum upplýsingum er enn í umferð sem sannleikur?
Aðrir telja að við þurfum að byrja á sátt. En sátt þarf að byggja á sannleika og réttlæti. Aftur, hvernig getum við náð sáttum þegar sannleikurinn hefur ekki verið staðfestur, af námunefndinni og dómstólum? Sumir hafa sagt að það sé ómögulegt að ná sáttum á meðan fólk er áfram lagt í einelti og ranglega ásakað.
Þó að þú hafir þína eigin skoðun á þessum hlutum, þá er eitt sem við getum verið viss um: málin eru flókin og liggja mjög djúpt - og því miður eru þau að verða flóknari. Ef við gerum það ekki rétt gæti það endað með hörmungum.

Þegar við fetum okkur leiðina áfram þurfum við öll að varast að halda að okkar eigin skoðun sé eina rétta leiðin til að vita hvað er satt. Mundu söguna um sex blindu indíána og fílinn. Fyrsti maðurinn heldur á hala fílsins og segir, fíllinn er eins og reipi. Annar maðurinn heldur um fót fílsins og segir að fíllinn sé eins og trjábolur. Sá þriðji snertir hlið fílsins og heldur því fram að fíllinn sé eins og veggur. Sá fjórði heldur um eyrað á fílnum og segir að fíllinn sé eins og vifta. Fimmti Indverjinn heldur á tönninni og segir fílinn vera eins og hörð spjót. Síðasti maðurinn heldur um snákinn og segir að fíllinn sé eins og snákur. Það eru mismunandi endir á þessari sögu, en í mörgum þeirra eyða sexmenningarnir miklum tíma í að rífast og berjast um hver hefur rétt fyrir sér.
Um helgina mun stjórn Kirkjunnar hitta Daniel Duda og stjórnendur Stór-Evrópudeildarinnar til að skilja ástæðuna fyrir seinkun námunefndarinnar og finna bestu leiðina áfram.
Vinsamlegast biðjið að Guð veiti visku og þolinmæði sem allir þurfa og sem aðeins hann getur gefið.
Í vikunni var einnig staðfest að Pavel Goia verður á Íslandi 12.-14. apríl. Nánari upplýsingar koma fljótlega.
Bestu óskir,
Gavin

 

Few words from Gavin
Dear members,
There are at least three critical issues facing us as a Conference at the moment—the need to conclude the session, the need for the mining commission, and the need for reconciliation.
Different people have different perspectives on what is most important to do first.
Some people believe the resumption of the session is most important because of the need to remain in harmony with our constitution. There is also the perceived danger that the Executive Committee could use the situation to remain in office for an unlimited amount of time.
Others believe that the mining commission needs to be done first as was voted in September 2022. The ever increasing number of serious and sometimes wildly untrue accusations—through social media, emails, and lawyers—makes it impossible to hold a session if the truth of these accusations has not been determined by a neutral party, either / both by the courts and the mining commission. How can we meet and make wise decisions when so much false information is still circulating as truth?
Others believe we need to start with reconciliation. But reconciliation needs to be based on truth and justice. Again, how can we have reconciliation when the truth has not been established, by the mining commission and the courts? Some have said that it is impossible to have reconciliation while people are continue to be bullied and falsely accused.
While you will have your own view of these things, there is one thing we can be sure about: the issues are complicated and run very deep—and unfortunately they are getting more complicated. If we don’t get it right, it could end in disaster.
As we find our way forwards, we each need to beware of thinking that our own view is the only right way of knowing what is true. Remember the story of the six blind Indians and the elephant. The first man holds the elephant’s tail and says, the elephant is like rope. The second man holds the elephant’s leg and says the elephant is like a tree trunk. The third touches the elephant’s side and claims the elephant is like a wall. A fourth holds the elephant’s ear and says the elephant is like a fan. The fifth Indian holds the tusk and says the elephant is like a hard spear. The final man holds the trunk and says the elephant is like a snake. There are different endings to this story, but in many of them, the six men spend a lot of time arguing and fighting each other about who is right.
This weekend we will be meeting with Daniel Duda and the TED officers to understand the reason for the delay of the mining commission and to find the best way forwards. Please pray that God will provide the wisdom and patience that everyone needs and that only He can give.
This week it was also confirmed that Pavel Goia will be in Iceland April 12-14. More information will follow.
With kind greetings,
Gavin

               

 

2024-04-12: Stjórnendur KSDA. Pistill (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 12. apríl 2024.

Kæru vinir,
Eftir viðræður við stjórnendur Stór-Evrópudeildarinnar (TED) þegar þeir hittu stjórn Kirkjunnar 17. mars, höfum við ítrekað ósk okkar um að við fyrstu mögulegu dagsetningu verði aðalfundi haldið áfram í samræmi við samþykkt sem gerð var í september 2022. Síðan þá höfum við verið í stöðugu sambandi við deildina að klára þetta. Síðustu tvær vikur hafa umræðurnar haldið áfram á meðan stjórnendur deildarinnar hafa verið á fundum hjá aðalsamtökunum (GC). Við gerum ráð fyrir að dagsetning verði staðfest hvenær sem er.
 
Þrír dómarar Landsréttar staðfestu fyrr í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá málinu gegn Kirkjunni. Í júní 2023 kaus hópur meðlima að stefna Kirkjunni. Í febrúar á þessu ári vísaði dómari héraðsdóms málinu frá. Stefnendur áfrýjuðu og var hún tekin fyrir af þremur dómurum Landsréttar. Þessari áfrýjun var hafnað af dómurum og upphaflegur dómur staðfestur. (Sjá meðfylgjandi dómskjöl)
 
Við viljum koma fram með nokkrar athugasemdir við kostnað við þetta mál.
 
Þegar við veljum að ganga beint gegn ráðleggingum Guðs, í þessu tilfelli, að ganga gegn leiðbeiningunum sem greinilega eru gefin í 1. Korintubréfi 6.1-7, verðum við að búast við að kostnaðurinn verði mikill fyrir Kirkjuna.
Páll ritar:
“Hvernig getur nokkur ykkar, sem á sökótt við annan, fengið af sér að fara með málið fyrir dóm ranglátra en ekki heilagra? Eða vitið þið ekki að heilagir eiga að dæma heiminn? Og ef þið eigið að dæma heiminn eruð þið þá óverðugir að dæma í hinum minnstu málum?  Vitið þið eigi að við eigum að dæma engla? Hvað þá heldur hversdagsleg efni! Þegar þið eigið að dæma um hversdagsleg efni, þá kveðjið þið að dómurum menn sem að engu eru hafðir í söfnuðinum. Ég segi það ykkur til blygðunar. Er þá enginn vitur til á meðal ykkar sem skorið geti úr málum milli safnaðarmanna?[  Í stað þess eigið þið í málum innbyrðis og það fyrir vantrúuðum.
Það út af fyrir sig að þið standið í málaferlum hvert við annað er í sjálfu sér hnekkir fyrir ykkur. Hví líðið þið ekki heldur órétt? “
Kostnaðurinn við að hunsa ráð Páls hefur verið mjög hár.
Það hefur verið mikill fjárhagslegur kostnaður. Jafnvel þó að dómstóllinn hafi dæmt aukakostnað sem stefnendur eiga að greiða til Kirkjunnar og Eden Mining, er enn stór hluti kostnaðarins sem þarf að greiða. Peningum sem hefði átt að fara í trúboð verður varið í lögfræðireikninga.
Það hefur verið mikill tilfinningalegur kostnaður. Þegar meðlimir samfélags bera fram ásakanir opinberlega á hendur hver öðrum svo lengi og á þann hátt, mun djúpur, breiður og varanlegur skaði – og hefur – orðið. Meðlimir munu aldrei geta skilið hversu mikill þessi tilfinningalega kostnaður hefur verið fyrir kirkjuleiðtoga, eigendur Eden Mining, maka þeirra, börn þeirra, fjölskyldumeðlimi þeirra og aðra sem telja að þeirra eigin kirkja sé ekki öruggur staður fyrir þá að heimsækja.
Það hefur verið mikill kostnaður við að rofin sambönd. Þetta sambandsrof hefur átt sér stað við þá sem hafa stefnt kirkjunni, og nær til þeirra sem hafa stutt málsókn Kirkjunnar. Við getum ekki ofmetið það tjón sem orðið hefur á milli fólks og það er mjög erfitt að sjá hvernig þessi sambönd verða lagfærð á næstunni.
Það hefur verið mikill kostnaður við orðstír Guðs. Við vitum að fólk utan kirkjunnar okkar hefur hlegið að þessari málssókn og hefur verið undrandi yfir því að meðlimir stefni hver öðrum. Í ummælum um 1. Korintubréf 6, ritar Ellen White:
“Satan er stöðugt að reyna að koma á vantrausti, firringu og illsku meðal fólks Guðs. Við munum oft freistast til að finnast að gengið sé á rétt okkar, jafnvel þótt engin raunveruleg ástæða sé fyrir slíkum tilfinningum. Þeir sem hafa ást á sjálfum sér sem er sterkari en kærleikur þeirra til Krists og málstað hans munu setja eigin hagsmuni í fyrirrúm og grípa til næstum hvers kyns ráðstöfunar til að gæta þeirra og viðhalda þeim. Jafnvel mörgum, sem virðast vera samviskusamir kristnir menn, hindra stolt og sjálfsvirðing þá frá því að fara einslega til þeirra sem þeir telja rangt, til þess að þeir geti talað við þá í anda Krists og beðið saman hver fyrir öðrum. Þegar þeir halda að þeir séu slasaðir af bræðrum sínum munu sumir jafnvel fara að lögum í stað þess að fylgja reglu frelsarans.
Kristnir menn ættu ekki að höfða til borgaralegra dómstóla til að útkljá ágreining sem gæti komið upp meðal kirkjumeðlima. Slíkur ágreiningur ætti að leysa sín á milli, eða af Kirkjunni, í samræmi við leiðbeiningar Krists. Jafnvel þó að óréttlæti hafi verið framið, mun fylgismaður hins hógværa og lítilláta Jesú þola sjálfan sig „svikinn“ frekar en að opna fyrir heiminum syndir bræðra sinna í Kirkjunni.
Málsóknir á milli bræðra eru ávirðingar á málstað sannleikans. Kristnir menn, sem fara með lögum hver við annan, afhjúpa Kirkjuna fyrir háði óvina hennar og láta myrkrið sigra. Þeir særa Krist að nýju og eru honum til skammar. Með því að hunsa vald Kirkjunnar sýna þeir fyrirlitningu á Guði, sem gaf Kirkjunni vald sitt.”
 
Þetta hefur kostað trúboð Kirkjunnar mikið. Óteljandi klukkustundum hefur verið varið í marga mánuði vegna þessa máls. Trúboð kirkjunnar hefur beðið hnekki vegna þessa. Við getum ekki látið eins og það sem hefur gerst sé ómerkilegt eða að við ættum einfaldlega að segja það allt að baki. Fólk verður fjarlægt hvert öðru þar til við getum fundið aðra leið til að takast á við vandamál okkar á biblíulegan hátt. En eins og sumir sérfræðingar í sáttamiðlun hafa sagt okkur undanfarna mánuði, munum við ekki ná sáttum á meðan fólk er enn svo djúpt sært.
Stjórn Kirkjunnar deilir fullkomlega gremju allra yfir töfum á framhalsaðalfundi og að sérstök nefnd hafi ekki enn skilað skýrslunni. Við skiljum ekki hvers vegna þetta hefur verið raunin. En af hvaða ástæðu í forsjón Guðs sem hefur valdið þessari töf, gefur það okkur samt ekki frelsi til að ganga gegn orðum Guðs.
Í Biblíunni og í sögu aðventista eru marktæk dæmi um að Guð leyfði töfum að eiga sér stað. Á þessum tímum var fólk oft mjög sárt vegna þess að það skildi ekki ástæðuna fyrir slíkri töf. En Guð gerði það. Og því er skylda okkar í dag að vera Guði trú og vera þolinmóð þegar við höldum áfram að treysta leiðsögn hans og tímasetningu. Guð er enn leiðtogi Kirkjunnar okkar.
Í sama bréfi sem Páll skrifar til að hvetja Korítíumenn til að lögsækja ekki hver annan, setur hann þolinmæði sem fyrsta hluta skilgreiningar sinnar á ást.
“Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.”
1. Kor. 13 4-7.
Við lofum kenningu Páls fyrir okkur öll.

Svo eins og við treystum á náð Guðs, eins og við treystum á forsjón Guðs, og eins og við treystum fyrirheitum Guðs samanber Pred. 3.11.
" Allt hefur hann gert hagfellt á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefur hann lagt í brjóst þeirra en maðurinn fær ekki skilið að fullu það verk sem Guð vinnur.”

Viðhengi
- ARTA greinargerð  Copy of 2024 03 17 ARTA appeal arguments.pdf

- ARTA kærumálsgögn Copy of 2024 03 17 ARTA Appeal backing material.pdf

-Lex Greinargerð Copy of 2024 04 09 Final Greinargerð til Landsréttar.pdf

-Mörkin Greinargerð Copy of 2024 04 Eden Greinargerð til Landsréttar í frávísunarmáli.pdf

-Úrskurður Landsréttar COPY 2024 04 09 Appeal rejected Endurrit-180-2024-staðfest.pdf
Með kærri kveðju
Gavin, Þóra, Judel

 

Dear Members,
After discussions with the TED officers when they met with the Executive Committee on March 17, we have again requested the earliest possible date for the session in accordance with the votes made in September 2022. Since then, we have been in constant contact with the TED to get this finalised. During the last two weeks, discussions have been held while the TED officers were at the General Conference. We expect a date to be confirmed at any moment.
 
Earlier this week, three judges of the appeals court confirmed the ruling of the District court of Reykjavík to dismiss the case against the Church. In June 2023, a group of members chose to sue the church. In February this year, a judge dismissed the case. Then, an appeal was made by the plaintiffs which was heard by three judges. This appeal was rejected by the judges and the original verdict upheld. (Court documents attached.)
 
We would like to make some observations about the cost of this case. 
 
When we choose to go directly against the counsel of God, in this case, to go against the instructions clearly given in 1 Corinthians 6:1-7, we must expect the cost to be high to the Church.

Paul writes,
 
When one of you has a dispute with another believer, how dare you file a lawsuit and ask a secular court to decide the matter instead of taking it to other believers! 2 Don’t you realize that someday we believers will judge the world? And since you are going to judge the world, can’t you decide even these little things among yourselves? 3 Don’t you realize that we will judge angels? So you should surely be able to resolve ordinary disputes in this life. 4 If you have legal disputes about such matters, why go to outside judges who are not respected by the church? 5 I am saying this to shame you. Isn’t there anyone in all the church who is wise enough to decide these issues? 6 But instead, one believer sues another—right in front of unbelievers! 7 Even to have such lawsuits with one another is a defeat for you. Why not just accept the injustice and leave it at that? Why not let yourselves be cheated?
 
The cost of ignoring Paul’s counsel has been very high.
 
There has been a high financial cost. Even though the court has awarded added costs to be paid by the plaintiffs to the Church and Eden Mining, there is still a large part of the costs that needs to be paid. Money that should have been spent on mission will be spent on legal bills. 
 
There has been a high emotional cost. When members of a community make accusations in public against each other for so long, and in such a manner, deep, wide, and lasting damage will—and has—occurred. Members will never be able to understand how great this emotional cost has been for church leaders, owners of Eden Mining, their spouses, their children, their family members, and others who feel that their own church is not a safe place for them to visit.
 
There has been a high cost in the breaking of relationships. This breaking of relationships has occurred with those who have sued the church, and includes those who have supported the suing of the church. We cannot overestimate the damage that has taken place between people and it is very difficult to see how these relationships will be repaired in the near future.
 
There has been a high cost to the reputation of God. We know that people outside of our church have laughed at this lawsuit and have been astonished at members suing each other. Commenting of 1 Corinthians 6, Ellen White writes,
 
Satan is constantly seeking to introduce distrust, alienation, and malice among God’s people. We shall often be tempted to feel that our rights are invaded, even when there is no real cause for such feelings. Those whose love for self is stronger than their love for Christ and His cause will place their own interests first and will resort to almost any expedient to guard and maintain them. Even many who appear to be conscientious Christians are hindered by pride and self-esteem from going privately to those whom they think in error, that they may talk with them in the spirit of Christ and pray together for one another. When they think themselves injured by their brethren, some will even go to law instead of following the Saviour’s rule.
 
Christians should not appeal to civil tribunals to settle differences that may arise among church members. Such differences should be settled among themselves, or by the church, in harmony with Christ’s instruction. Even though injustice may have been done, the follower of the meek and lowly Jesus will suffer himself “to be defrauded” rather than open before the world the sins of his brethren in the church.
 
Lawsuits between brethren are a reproach to the cause of truth. Christians who go to law with one another expose the church to the ridicule of her enemies and cause the powers of darkness to triumph. They are wounding Christ afresh and putting Him to open shame. By ignoring the authority of the church, they show contempt for God, who gave to the church its authority.
 
There has been a high cost on the mission of the church. Countless hours have been spent over many months regarding this case. The mission of the church has suffered because of this. We cannot pretend that what has happened is insignificant or that we should simply put it all behind us. People will remain alienated from each other until we are able to find a different way of dealing with our problems in a biblical way. But as some experts in mediation have told us in recent months, we will not be able to reach reconciliation while people are still hurting so deeply.
 
The Executive Committee completely shares in everyone’s frustrations that the mining commission and date for reconvening the session have not been addressed in good time. We still do not understand why this has been the case. But for whatever reason in God’s Providence that has caused this delay, it still does not give us liberty to go against God’s words. 
 
In the Bible, and in Adventist history, there are significant examples of God allowing delays to occur. At these times, people were often extremely hurt because they did not understand the reason for such delay. But God did. And so our duty today is to remain faithful to God and to be patient as we keep trusting His leading and timing. God is still the leader of our church.
 
In the same letter Paul writes to urge the Corithians not to sue each other, he places patience as the first part of his definition of love. 
 
4 Love is patient and kind. Love is not jealous or boastful or proud 5 or rude. It does not demand its own way. It is not irritable, and it keeps no record of being wronged. 6 It does not rejoice about injustice but rejoices whenever the truth wins out. 7 Love never gives up, never loses faith, is always hopeful, and endures through every circumstance. (1 Corinthians 13:4-7)
 
We commend Paul’s teaching for us all. 
 
So as we trust in God’s graciousness,, as we trust in God’s Providence, and as we trust God’s promises, God will make everything beautiful again in His time (Ecclesiastes 3:11)
 
Gavin, Thora, Judel
 
- ARTA Appeal arguments Copy of 2024 03 17 ARTA appeal arguments.pdf

- ARTA Appeal backing material Copy of 2024 03 17 ARTA Appeal backing material.pdf

- Lex Response Copy of 2024 04 09 Final Greinargerð til Landsréttar.pdf

- Mörkin Response Copy of 2024 04 Eden Greinargerð til Landsréttar í frávísunarmáli.pdf

- Decision of Lansréttur COPY 2024 04 09 Appeal rejected Endurrit-180-2024-staðfest.pdf

 

 

2024-04-26: Samtakastjórn. Pistill (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 26. apríl 2024.

Kæru vinir,
Nokkur orð frá stjórn Kirkjunnar
 
Frá því að við núverandi meðlimir stjórnar Kirkjunnar vorum valin til þjónustu við hana höfum við lagt okkur fram um að tryggja að fjárhagslegur rekstur Kirkjunnar sé eins góður og mögulegt er og að þær eignir sem Kirkjan hefur verið blessuð með séu nýttar með sem bestum hætti og í hennar þágu.
Samningur um leigu á námu á landi í eigu Kirkjunnar í Ölfusi var gerður með þetta í huga, að auka tekjur Kirkjunnar af námunni, en um leið færa áhættu af rekstri hennar í öllum aðalatriðum frá Kirkjunni og til gagnaðilans.

Eins og þið þekkið öll þá hefur styrr staðið um þennan samning innan Kirkjunnar og hefur það stundum orðið fréttaefni. Stefnu vegna samningsins hefur nú verið vísað frá héraðsdómi og landsrétti og kærum til lögreglu hefur sömuleiðis verið vísað frá. En friður vegna málsins er enn ekki kominn á. Lögmaður stefnenda í þessu máli hefur greint stjórn frá því að önnur stefna sé væntanleg.

Það er okkur afar þungbært að málið hafi þurft að fara svona langt enda viljum við fyrst og síðast að sátt og friður ríki innan okkar raða. Deilur innan samfélags eins og okkar eru þungbærari en þegar deiluaðilar tengjast ekki. Vissulega er öllum frjálst að hafa skoðanir á því sem við í stjórninni gerum og segjum og hver verður að fylgja sinni samvisku. Það er réttur hvers og eins að hafa skoðanir á ákvörðunum sem teknar eru innan Kirkjunnar. Það er hins vegar mikilvægt að við tjáum okkur af virðingu og manngæsku og að fullyrðingar um fólk og málefni séu málefnalegar og sannleikanum samkvæmar.

Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fresta umfjöllun um málið þar til nefnd á vegum Stór-Evrópudeildarinnar (TED), sem skipuð var að beiðni fulltrúa aðalfundar til að fara yfir námusamninginn, skilaði sinni niðurstöðu. Hún yrði kynnt og rædd á framhaldsaðalfundi. Það er mjög bagalegt að sú nefnd hefur ekki enn afgreitt málið, en við höfum hins vegar fengið skilaboð um að nú styttist í að svo verði. Deildin hefur sagt okkur að hægt verði að halda framhaldsaðalfund þann 8. september næstkomandi. Hann verður formlega boðaður þegar nær dregur þeirri tímasetningu.

Auðvitað hefur það alltaf verið einlægur vilji stjórnarinnar allrar að framhaldsaðalfundur fari fram eins fljótt og auðið er. Þegar samþykkt var að fresta því að klára aðalfund gat enginn séð fyrir að töfin yrði svona löng, en árétta verður hér að stjórn Kirkjunnar á Ísalndi hefur ekkert með þá töf að gera. Að þessu sögðu er ekkert einsdæmi að fundum sé frestað eða boðað sé til framhaldsaðalfundar. Eins er mikilvægt að minna á að á umræddum aðalfundi var samþykkt af fulltrúum að fráfarandi stjórn sæti áfram fram að framhaldfsfundi. Allt tal um umboðsleysi – hvað þá valdarán – er því blekking.
 
Það er rétt að árétta að ekkert í yfirferðum fagaðila eða hjá æðri stigum Kirkjunnar okkar svo sem endurskoðun Aðalsamtakana (GCAS) hefur leitt nokkuð misjafnt í ljós enda hefur stjórnin alla tíð unnið í góðri trú og upplýst safnaðarmeðlimi eftir kostum um allar ákvarðanir, en við ítrekum að við erum alltaf reiðubúin til svara fyrir þau sem vilja spyrja spurninga, ræða við okkur málið eða óska eftir frekari upplýsingum um það.

Nú þegar við sjáum fram á að fá niðurstöðu frá TED nefndinni á næstu vikum eða mánuðum og boðað verður til aðalfundar er það okkar einlæga von að með því ljúki þessum kafla í okkar sögu og að við náum öll í sameiningu að skapa frið og sátt í Kirkjunni.

Eins og við sögðum í upphafi þessa erindis þá höfum við lagt okkur fram um að fara með ábyrgum hætti með þær eignir sem Kirkjan hefur verið blessuð með. Fjárhagsleg afkoma Kirkjunnar hefur aldrei verið betri sem veitir okkur ný og fleiri tækifæri til að breiða út boðskapinn og vera einstaklingum sem og samfélaginu til góða. Það þarf ekki annað en að horfa í kringum sig og fylgjast með fréttum til að sjá að Kirkjan okkar hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið mikilvægari, bæði vegna þess góða starfs sem hér er unnið, en ekki síður sem leiðarljós fyrir aðra.

Við horfum bjartsýn fram á veginn með einlæga von í brjósti um að við getum í sameiningu haldið áfram að vinna af heilindum fyrir Kirkjuna, svo að starfsemi hennar og stuðningur við þá sem á þurfa að halda geti verið sem mestur.
 
Með kærleik og virðingu,
Gavin, Þóra, Judel, Njörður, Sandra, Signý og Örn.

 

Dear friends,
A few words from the members of the IC board,

Since we, the current members of the IC Board, were elected to serve, we have strived to ensure that the financial operations of the church are as good as possible and that the assets the Church has been blessed with are utilized in the best way and for its benefit.
A contract for leasing the mine on land owned by the Church in Ölfus was made with this in mind, to increase the Church's income, while simultaneously transferring the operational risk from the Church to the counterpart.

As you all know, there has been controversy over this contract within the Church, and it has sometimes become news. The subpoena regarding the contract has now been dismissed by the district court and the court of appeals, and complaints to the police have also been dismissed. However, peace regarding the issue has not yet been achieved. The plaintiff's lawyer has informed the IC board that another subpoena is expected.

It is extremely distressing to us that the matter had to go this far, as we ultimately want peace and harmony within our ranks. Disputes within a community like ours are heavier than when the disputing parties are not connected. Certainly, everyone is free to have opinions on what we in the IC board do and say, and each must follow their conscience. It is the right of each individual to have opinions on decisions made within the Church. However, it is important that we express ourselves with respect and kindness and that assertions about people and issues are factual and truthful.

At the last Session, it was voted to postpone discussion of the matter of the contract until a committee appointed by the TED, at the request of the Sessions delegates, would review the mining contract and deliver its findings. These will be presented and discussed at a follow-up Session. It is very unfortunate that this committee has not yet completed its work, but we have been informed that it will be soon the case. The TED has told us that a follow-up Session can be held on September 8th. It will be formally announced as the date approaches.

Of course, it has always been the sincere will of the entire IC board that the follow-up Session takes place as quickly as possible. When it was voted to postpone the completion of the Session, no one could foresee that the delay would be this long, but it must be emphasized here that the IC board of has nothing to do with this delay. With that said, it is not uncommon for Sessions to be postponed or for a follow-up Session to be called. It is also important to remember that at the aforementioned Session, delegates voted that the outgoing IC board would remain in place until the follow-up Session. All talk of lack of mandate—or even a coup—is therefore deception.

It is worth noting that nothing in the reviews by professionals or at higher levels of our Church, such as the audit by the General Conference (GCAS), has shown any inconsistency; the board has always worked in good faith and informed the congregation members as best as possible about all decisions. We reiterate that we are always ready to answer those who want to ask questions, discuss the issue, or request further information about it.

Now that we foresee receiving results from the TED committee in the coming weeks or months and a Session will been announced soon, it is our sincere hope that this will close this chapter in our story and that we can all together create peace and harmony in the Church.

As we said at the beginning of this address, we have strived to handle responsibly the assets the Church has been blessed with. The financial situation of the Church has never been better, which gives us new and more opportunities to spread the message and benefit individuals as well as the community. One need only look around and follow the news to see that our Church has rarely, if ever, been more important both because of the good work done here and as a beacon for others.

We look forward optimistically with sincere hope in our hearts that we can continue to work with integrity for the Church so that its operations and support for those in need can be as extensive as possible.
With love and respect,
Gavin, Þóra, Judel, Njörður, Sandra, Signý, and Örn.

 

 

2024-05-17: Gavin Anthony. Frétt nr. 1. Kirkjufréttir. 17. maí 2024.

Kæru vinir,
Sum ykkar hafa kannski lesið í Visir að meðlimur hafi kært þrjá stjórnendur Kirkjunnar til lögreglu og að ríkissaksóknari muni fara í rannsókn. Við vitum aðeins það sem við höfum lesið í blaðinu en við munum vinna úr þessu með lögfræðiráðgjöf frá lögfræðingum okkar.

Síðdegis í gær fengum við þær sorgarfréttir að Pavel Goia geti ekki verið með okkur um helgina. Hann hefur verið mjög veikur og verið að hósta mikið. Þetta er í annað sinn sem þessu er frestað og við vitum að margir verða fyrir vonbrigðum. Hann hefur hins vegar sett til hliðar dagsetningar í september sem hann getur þá komið.

Í þessari viku vorum við einnig fyrsta skipti í samskiptum við formann námunefndarinnar. Við munum fljótlega deila með ykkur netfangi sem allir geta notað til að leggja fram tillögur til nefndarinnar. Við munum einnig hafa dagsetningar fyrir persónulega fundi eða fundi á Zoom með nefndinni.
Í síðustu viku var ég að útskýra fyrir sumum hvers vegna tvö af uppáhalds biblíuversunum mínum eru Rómverjabréfið 8.28 og 29.
Vers 28 segir:
„Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni."  
Páll er ekki að segja að allt sé gott. Ekki er allt gott því við þurfum öll að berjast við heiminn, holdið og djöfulinn. En í öllu sem gerist er Guð að vinna okkur til heilla. En hvað er það góða sem Guð er að vinna að?
Vers 29 hefur svarið.
„Þau sem hann þekkti fyrir fram hefur hann og fyrirhugað til þess að mótast eftir mynd sonar síns ...“
Páll lýsir því yfir að frá upphafi tímans hafi Guð ákveðið að við ættum að endurspegla persónu Jesú. Þetta er hið góða sem Guð er að vinna að. Þannig að í öllu sem gerist, jafnvel í krefjandi hlutum, er Guð stöðugt að vinna í öllu til að þróa fegurð persónu Jesú í okkur. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur sem aðventista að muna, því það er opinberun eðlis Guðs sem er síðasti boðskapurinn sem verður dreift um heiminn áður en Jesús kemur. Og grunnurinn er sá að eðli Guðs er kærleikur. Þegar Jesús kemur aftur verða fylgjendur Jesú þekktir af öllum í kringum þá fyrir kærleika sinn.
Megi því fegurð Jesú fylla huga þinn og hjarta á komandi viku, sama hvað á gengur, og streyma út til þeirra sem þú hittir.
Bestu óskir,
Gavin

 

Dear Friends,
Some of you may have read in Visir that a church member has reported the three officers to the police and that the state prosecutor’s office will have an investigation. We only know what we have read in the newspaper, but we will work through this with legal advice from our lawyers.

Yesterday afternoon we received the sad news that Pavel Goia will be unable to be with us this weekend. He has been feeling very unwell and has been coughing a lot. The is the second time this has been postponed and we know many people will be disappointed. However, he has set aside dates in September that he can come then.

This week we also received our first contact from the chair of the mining commission. We will soon be sharing with you an email address that anyone can use to make submissions to the committee. We will also have dates for in person meetings or zoom meetings with the commission.
Last week, I was explaining to some people why two of my favourite Bible verses are Romans 8:28 and 29.
Verse 28 says,
“And we know that for those who love God all things work together for good, for those who are called according to his purpose.”
Paul is not saying that all things are good. Not everything is good because we each have to battle the world, the flesh, and the devil. But in everything that happens, God is working for our good. But what is the good that God is working for?
Verse 29a has the answer.
“For those whom he foreknew he also predestined to be conformed to the image of his Son…”
Paul declares that from the very beginning of time, God decided that we should reflect the character of Jesus. This is the good that God is working for. So, in everything that happens, even the challenging things, God is continually working in everything to develop the beauty of the character of Jesus in us. This is particularly important for us as Adventists to remember, because it is the revelation of the character of God that is the last message that will be spread across the world before Jesus comes. And the foundation of God’s character is love. When Jesus returns, the followers of Jesus will be known by everyone around them for their love.
Therefore, in the week to come, no matter what happens, may the beauty of Jesus fill your mind and heart and flow out to those you meet.
Best wishes,
Gavin

 

 

2024-05-31: Námunefndin. „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 31. maí 2024.

Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni
27. maí, 2024
Sem svar við beiðni aðalfundar Kirkjunnar á Íslandi skipaði Stór-Evrópudeildin nefnd til að fara yfir málefni sem varða námusamning og afleiddum vandamálum sem hafa komið fram í kjölfarið í Kirkjunni. Deildin hefur nýlega beðið nefndina að hefja störf. Hér má sjá hverjir eru í nefndinni og eftir hvaða skilgreiningum Deildarinnar hún muni starfa:
MEÐLIMIR NEFNDARINNAR
1. Lowell Cooper (formaður) — fyrrverandi varaformaður aðalsamtakanna
2. Victor Pilmoor (ritari) — fyrrverandi gjaldkeri breska sambandsins
3. Karnik Doukmetzian — Aðalráðgjafi aðalsamtakanna
4. Michael Merrifield - fulltrúi GCAS
5. Ian Sweeney — TED svæðissritari og tengiliður TED við Kirkjuna á Íslandi
6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — Leikmaður frá stjórn TED

SKILGREININGAR FYRIR STÖRF NEFNDARINNAR
1. Að fara yfir niðurstöður GCAS skýrslunnar varðandi 2009 samninginn.
2. Greina annmarka á samningi 2009.
3. Að fara yfir ferlið fram að undirritun nýja samningsins og gera tillögur ef ef er viðeigandi.
4. Að meta hvort nýi samningurinn taki á einhverjum annmörkum sem tilgreindir eru í lið 2 hér að ofan.
5. Að gera tillögur, eftir því sem við á, um sátt og leiðir um framhaldið.

RANNSÓKNARAÐFERÐ
1. Viðtöl í persónu við lykilstarfsmenn sem eru, en takmarkast ekki við, stórnendur Kirkjunnar, stjórn Kirkjunnar,
Kirkjumeðlimir, höfundar ýmissa bréfaskrifta um námumálið, fulltrúi Eden Mining o.s.frv.
2. Athugun á helstu skjölum sem innihalda en takmarkast ekki við fundargerðir stjórnar Kirkjunnar, samninga, bréf, tölvupósta frá meðlimum stjórnar Kirkjunnar og meðlimum Kirkjunnar, lögmönnum Kirkjunnar.

Nefndin mun koma til Íslands 24. júní og fara 28. júní. Meðlimir Kirkjunnar hafa tækifæri á að hitta nefndina í eigin persónu eða í gegnum Zoom, frá 25. til 27. júní.
Beiðni um viðtalstíma (hámark ein klukkustund hver) hjá nefndinni skal senda á icelandcommission@ted.adventist.org. Tímapantanir verða staðfestar fyrir lausa tíma. Beiðnir um tímapantanir skulu berast á netfangið hér að ofan fyrir 20. júní 2024.

Beiðnir um fundatíma skulu innihalda:
1. Nafn þess sem óskar eftir tímanum.
2. Æskilegur tími og dagsetning fyrir tímann (25. júní til 27. júní).
3. Hvort tíminn verður í eigin persónu eða í gegnum Zoom.
4. Hvort þörf sé á þýðingu á/úr ensku eða ekki. (Þýðing verður skipulögð af nefndinni.)
Þeir sem óska ​​eftir fundi á Zoom verða látnir vita, þegar dagskráin er staðfest, um Zoom hlekkinn sem verður notaður.
Með kveðju,
Námunefnd Kirkjunnar 2024

 

Iceland Commission - Notification to IC membership
May 27, 2024
In response to an Iceland Conference Constituency request, the Trans-European Division appointed a Commission to review matters relating to a mining contract and the resulting operational challenges that have arisen in the Iceland Conference. The TransEuropean Division informed the Commission recently to begin its work. The Commission membership and terms of reference, defined by the Trans-European Division, are shown below:
COMMISSION MEMBERS
1. Lowell Cooper (chair) — former General Conference Vice-President
2. Victor Pilmoor (secretary) —former British Union Conference Treasurer
3. Karnik Doukmetzian — General Counsel for the General Conference
4. Michael Merrifield — GCAS Representative
5. Ian Sweeney — TED Field Secretary and TED liaison for Iceland Conference6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — TED Executive Committee lay member

TERMS OF REFERENCE
1. To review the findings of the GCAS report regarding the 2009 contract.
2. Identify deficiencies in the 2009 contract.
3. To review the process leading up to the signing of the new contract and makerecommendations if appropriate for dealing with.
4. To evaluate whether the new contract addresses any deficiencies identified in point 2 above.
5. To make recommendations, as appropriate, for reconciliation and ways for moving forward.

METHOD OF INVESTIGATION
1. Face to face interviews with key personnel which included but not limited to IC Officers, IC Board, Church members, authors of various correspondence on the mining issue, Eden Mining representative, etc.
2. Examination of key documents which include but not limited to IC Board minutes, contracts, letters, emails from IC Board members and IC members, IC lawyers.

The Commission will arrive in Iceland on June 24 and depart on June 28. Opportunity is extended to Iceland Conference members to meet with the Commission, in person or via Zoom, from June 25 to 27.
Requests for appointments (maximum one hour each) with the Commission must be sent to icelandcommission@ted.adventist.org. Appointments will be confirmed for time slots available. Requests for appointments should be submitted to the email address above by June 20, 2024.

Requests for appointments must include:
1. Name of the person requesting the appointment.
2. Preferred time and date for the appointment (June 25 through June 27).
3. Whether the appointment will be in-person or via Zoom.
4. Whether or not translation to/from English is required. (Translation will be arranged by the Commission.)
Those requesting Zoom appointments will be notified, when appointments are confirmed, of the Zoom link to be used.
Thank you.
Iceland Conference Commission 2024

 

 

2024-06-07: Námunefndin. „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 7). Kirkjufréttir. 7. júní 2024.

Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni
27. maí, 2024
Sem svar við beiðni aðalfundar Kirkjunnar á Íslandi skipaði Stór-Evrópudeildin nefnd til að fara yfir málefni sem varða námusamning og afleiddum vandamálum sem hafa komið fram í kjölfarið í Kirkjunni. Deildin hefur nýlega beðið nefndina að hefja störf. Hér má sjá hverjir eru í nefndinni og eftir hvaða skilgreiningum Deildarinnar hún muni starfa:
MEÐLIMIR NEFNDARINNAR
1. Lowell Cooper (formaður) — fyrrverandi varaformaður aðalsamtakanna
2. Victor Pilmoor (ritari) — fyrrverandi gjaldkeri breska sambandsins
3. Karnik Doukmetzian — Aðalráðgjafi aðalsamtakanna
4. Michael Merrifield - fulltrúi GCAS
5. Ian Sweeney — TED svæðissritari og tengiliður TED við Kirkjuna á Íslandi
6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — Leikmaður frá stjórn TED

SKILGREININGAR FYRIR STÖRF NEFNDARINNAR
1. Að fara yfir niðurstöður GCAS skýrslunnar varðandi 2009 samninginn.
2. Greina annmarka á samningi 2009.
3. Að fara yfir ferlið fram að undirritun nýja samningsins og gera tillögur ef ef er viðeigandi.
4. Að meta hvort nýi samningurinn taki á einhverjum annmörkum sem tilgreindir eru í lið 2 hér að ofan.
5. Að gera tillögur, eftir því sem við á, um sátt og leiðir um framhaldið.

RANNSÓKNARAÐFERÐ
1. Viðtöl í persónu við lykilstarfsmenn sem eru, en takmarkast ekki við, stjórnendur Kirkjunnar, stjórn Kirkjunnar, Kirkjumeðlimir, höfundar ýmissa bréfaskrifta um námumálið, fulltrúi Eden Mining o.s.frv.
2. Athugun á helstu skjölum sem innihalda en takmarkast ekki við fundargerðir stjórnar Kirkjunnar, samninga, bréf, tölvupósta frá meðlimum stjórnar Kirkjunnar og meðlimum Kirkjunnar, lögmönnum Kirkjunnar.

Nefndin mun koma til Íslands 24. júní og fara 28. júní. Meðlimir Kirkjunnar hafa tækifæri á að hitta nefndina í eigin persónu eða í gegnum Zoom, frá 25. til 27. júní.
Beiðni um viðtalstíma (hámark ein klukkustund hver) hjá nefndinni skal senda á icelandcommission@ted.adventist.org. Tímapantanir verða staðfestar fyrir lausa tíma. Beiðnir um tímapantanir skulu berast á netfangið hér að ofan fyrir 20. júní 2024.

Beiðnir um fundatíma skulu innihalda:
1. Nafn þess sem óskar eftir tímanum.
2. Æskilegur tími og dagsetning fyrir tímann (25. júní til 27. júní).
3. Hvort tíminn verður í eigin persónu eða í gegnum Zoom.
4. Hvort þörf sé á þýðingu á/úr ensku eða ekki. (Þýðing verður skipulögð af nefndinni.)
Þeir sem óska ​​eftir fundi á Zoom verða látnir vita, þegar dagskráin er staðfest, um Zoom hlekkinn sem verður notaður.
Með kveðju,
Námunefnd Kirkjunnar 2024

 

Iceland Commission - Notification to IC membership
May 27, 2024
In response to an Iceland Conference Constituency request, the Trans-European Division appointed a Commission to review matters relating to a mining contract and the resulting operational challenges that have arisen in the Iceland Conference. The TransEuropean Division informed the Commission recently to begin its work. The Commission membership and terms of reference, defined by the Trans-European Division, are shown below:
COMMISSION MEMBERS
1. Lowell Cooper (chair) — former General Conference Vice-President
2. Victor Pilmoor (secretary) —former British Union Conference Treasurer
3. Karnik Doukmetzian — General Counsel for the General Conference
4. Michael Merrifield — GCAS Representative
5. Ian Sweeney — TED Field Secretary and TED liaison for Iceland Conference6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — TED Executive Committee lay member

TERMS OF REFERENCE
1. To review the findings of the GCAS report regarding the 2009 contract.
2. Identify deficiencies in the 2009 contract.
3. To review the process leading up to the signing of the new contract and makerecommendations if appropriate for dealing with.
4. To evaluate whether the new contract addresses any deficiencies identified in point 2 above.
5. To make recommendations, as appropriate, for reconciliation and ways for moving forward.

METHOD OF INVESTIGATION
1. Face to face interviews with key personnel which included but not limited to IC Officers, IC Board, Church members, authors of various correspondence on the mining issue, Eden Mining representative, etc.
2. Examination of key documents which include but not limited to IC Board minutes, contracts, letters, emails from IC Board members and IC members, IC lawyers.

The Commission will arrive in Iceland on June 24 and depart on June 28. Opportunity is extended to Iceland Conference members to meet with the Commission, in person or via Zoom, from June 25 to 27.
Requests for appointments (maximum one hour each) with the Commission must be sent to icelandcommission@ted.adventist.org. Appointments will be confirmed for time slots available. Requests for appointments should be submitted to the email address above by June 20, 2024.

Requests for appointments must include:
1. Name of the person requesting the appointment.
2. Preferred time and date for the appointment (June 25 through June 27).
3. Whether the appointment will be in-person or via Zoom.
4. Whether or not translation to/from English is required. (Translation will be arranged by the Commission.)
Those requesting Zoom appointments will be notified, when appointments are confirmed, of the Zoom link to be used.
Thank you.
Iceland Conference Commission 2024

 

 

2024-06-13: Gavin Anthony. „Frá Gavin“ (frétt nr. 1). Kirkjufréttir. 13. júní 2024.

Frá Gavin
Kæru meðlimir,
Eftir margra mánaða leit og umræður gleður okkur að tilkynna að Þóra Sigríður Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Suðurhlíðarskóla. Ráðning hennar hefst 1. ágúst og mun hún láta af störfum sem aðalritari IC þann 31. júlí.
Við viljum nota tækifærið og þakka Lilju Ármannsdóttur fyrir það ótrúlega starf sem hún hefur unnið undanfarin fimm ár. Stór bekkur, fimmtán nemendur í 10. bekk útskrifaðist á þessu ári, en nú þegar erum við með 60 nemendur sem hafa skráð sig í byrjun nýs skólaárs og fleiri eru væntanlegir áður en skólaárið hefst.
Í kveðjuhófi starfsfólks þar sem við kvöddum Lilju formlega,  var ánægjulegt að heyra ummæli kennaranna. Einn kennari lagði áherslu á þakklæti sitt fyrir hvernig kærleikur var svo sýnilegur í skólanum okkar. Sem skóli sem hefur það að markmiði að sýna Krist í menningu okkar, er ekkert betra vitni sem túlkar Guð okkar sem er sjálfur kærleikurinn.
Biðjið fyrir bæði Lilju og Þóru þegar þær taka mikilvæg skref fram á við í starfi sínu fyrir Guð.

Í öðrum málum viljum við virkilega hvetja alla sem vilja hitta námunefndina til að panta tíma hjá þeim. Beiðni um viðtalstíma (hámark ein klukkustund hver) skal senda á icelandcommission@ted.adventist.org.
Tímapantanir verða staðfestar.
Beiðni um viðtalstíma skal skilað á netfangið hér að ofan fyrir 20. júní 2024.
Beiðnir um tíma skulu innihalda:
- Nafn þess sem óskar eftir samtali.
- Æskilegur tími og dagsetning fyrir samtalið (25. júní til 27. júní).
- Hvort samtalið verður í eigin persónu eða í gegnum Zoom.
- Hvort þörf er á þýðingu á/úr ensku eða ekki. (Þýðing verður á vegum nefndarinnar.)

Þeir sem óska ​​eftir Zoom stefnumótum verða látnir vita, þegar tímarnir eru staðfestir, um Zoom hlekkinn sem á að nota.
Við vonum að þú eigir yndislegt sumar!
Bestu óskir,
Gavin

 

From Gavin
Dear members,
After a number of months of searching and discussions, we are happy to announce that Thora Sigridur Jónsdóttir has been appointed as the new school principal. Her appointment begins August 1, and she will resign her position as IC Executive Secretary on July 31.
We would like to take the opportunity to thank LIlja Ármannsdóttir for the incredible work she has done these past five years. A large class of fifteen grade 10 students graduated this year, but already we have 60 students signed up for the beginning of the new school year with more anticipated before the school year begins.
At the end of year staff meal where we officially said goodbye to Lilja, it was moving to hear the comments of the teachers. One teacher stressed his thankfulness for how love was so visible in our school. As a school that aims to represent Christ in our culture, there is no better witness than to represent our God who is Himself love.
Please pray for both Lilja and Thóra as they take significant steps forwards in their work for God.

In other matters, we would really like to encourage anyone who wants to meet the Mining Commission to make an appointment with them. Requests for appointments (maximum one hour each) with the Commission must be sent to icelandcommission@ted.adventist.org. Appointments will be confirmed for time slots available.  Requests for appointments should be submitted to the email address above by June 20, 2024.
Requests for appointments must include:
- Name of the person requesting the appointment.
- Preferred time and date for the appointment (June 25 through June 27).
- Whether the appointment will be in-person or via Zoom.
- Whether or not translation to/from English is required. (Translation will be arranged by the Commission.)

Those requesting Zoom appointments will be notified, when appointments are confirmed, of the Zoom link to be used.
We hope you have a wonderful Summer!
Best wishes,
Gavin

 

 

2024-06-13: Námunefndin. „Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni“ (frétt nr. 9). Kirkjufréttir. 13. júní 2024.

Tilkynning til meðlima – frá Námunefndinni
27. maí, 2024
Sem svar við beiðni aðalfundar Kirkjunnar á Íslandi skipaði Stór-Evrópudeildin nefnd til að fara yfir málefni sem varða námusamning og afleiddum vandamálum sem hafa komið fram í kjölfarið í Kirkjunni. Deildin hefur nýlega beðið nefndina að hefja störf. Hér má sjá hverjir eru í nefndinni og eftir hvaða skilgreiningum Deildarinnar hún muni starfa:
MEÐLIMIR NEFNDARINNAR
1. Lowell Cooper (formaður) — fyrrverandi varaformaður aðalsamtakanna
2. Victor Pilmoor (ritari) — fyrrverandi gjaldkeri breska sambandsins
3. Karnik Doukmetzian — Aðalráðgjafi aðalsamtakanna
4. Michael Merrifield - fulltrúi GCAS
5. Ian Sweeney — TED svæðissritari og tengiliður TED við Kirkjuna á Íslandi
6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — Leikmaður frá stjórn TED

SKILGREININGAR FYRIR STÖRF NEFNDARINNAR
1. Að fara yfir niðurstöður GCAS skýrslunnar varðandi 2009 samninginn.
2. Greina annmarka á samningi 2009.
3. Að fara yfir ferlið fram að undirritun nýja samningsins og gera tillögur ef ef er viðeigandi.
4. Að meta hvort nýi samningurinn taki á einhverjum annmörkum sem tilgreindir eru í lið 2 hér að ofan.
5. Að gera tillögur, eftir því sem við á, um sátt og leiðir um framhaldið.

RANNSÓKNARAÐFERÐ
1. Viðtöl í persónu við lykilstarfsmenn sem eru, en takmarkast ekki við, stjórnendur Kirkjunnar, stjórn Kirkjunnar, Kirkjumeðlimir, höfundar ýmissa bréfaskrifta um námumálið, fulltrúi Eden Mining o.s.frv.
2. Athugun á helstu skjölum sem innihalda en takmarkast ekki við fundargerðir stjórnar Kirkjunnar, samninga, bréf, tölvupósta frá meðlimum stjórnar Kirkjunnar og meðlimum Kirkjunnar, lögmönnum Kirkjunnar.

Nefndin mun koma til Íslands 24. júní og fara 28. júní. Meðlimir Kirkjunnar hafa tækifæri á að hitta nefndina í eigin persónu eða í gegnum Zoom, frá 25. til 27. júní.
Beiðni um viðtalstíma (hámark ein klukkustund hver) hjá nefndinni skal senda á icelandcommission@ted.adventist.org. Tímapantanir verða staðfestar fyrir lausa tíma. Beiðnir um tímapantanir skulu berast á netfangið hér að ofan fyrir 20. júní 2024.

Beiðnir um fundatíma skulu innihalda:
1. Nafn þess sem óskar eftir tímanum.
2. Æskilegur tími og dagsetning fyrir tímann (25. júní til 27. júní).
3. Hvort tíminn verður í eigin persónu eða í gegnum Zoom.
4. Hvort þörf sé á þýðingu á/úr ensku eða ekki. (Þýðing verður skipulögð af nefndinni.)
Þeir sem óska ​​eftir fundi á Zoom verða látnir vita, þegar dagskráin er staðfest, um Zoom hlekkinn sem verður notaður.
Með kveðju,
Námunefnd Kirkjunnar 2024

 

Iceland Commission - Notification to IC membership
May 27, 2024
In response to an Iceland Conference Constituency request, the Trans-European Division appointed a Commission to review matters relating to a mining contract and the resulting operational challenges that have arisen in the Iceland Conference. The TransEuropean Division informed the Commission recently to begin its work. The Commission membership and terms of reference, defined by the Trans-European Division, are shown below:
COMMISSION MEMBERS
1. Lowell Cooper (chair) — former General Conference Vice-President
2. Victor Pilmoor (secretary) —former British Union Conference Treasurer
3. Karnik Doukmetzian — General Counsel for the General Conference
4. Michael Merrifield — GCAS Representative
5. Ian Sweeney — TED Field Secretary and TED liaison for Iceland Conference6. Frieda Souhuwat-Thomasoa — TED Executive Committee lay member

TERMS OF REFERENCE
1. To review the findings of the GCAS report regarding the 2009 contract.
2. Identify deficiencies in the 2009 contract.
3. To review the process leading up to the signing of the new contract and makerecommendations if appropriate for dealing with.
4. To evaluate whether the new contract addresses any deficiencies identified in point 2 above.
5. To make recommendations, as appropriate, for reconciliation and ways for moving forward.

METHOD OF INVESTIGATION
1. Face to face interviews with key personnel which included but not limited to IC Officers, IC Board, Church members, authors of various correspondence on the mining issue, Eden Mining representative, etc.
2. Examination of key documents which include but not limited to IC Board minutes, contracts, letters, emails from IC Board members and IC members, IC lawyers.

The Commission will arrive in Iceland on June 24 and depart on June 28. Opportunity is extended to Iceland Conference members to meet with the Commission, in person or via Zoom, from June 25 to 27.
Requests for appointments (maximum one hour each) with the Commission must be sent to icelandcommission@ted.adventist.org. Appointments will be confirmed for time slots available. Requests for appointments should be submitted to the email address above by June 20, 2024.

Requests for appointments must include:
1. Name of the person requesting the appointment.
2. Preferred time and date for the appointment (June 25 through June 27).
3. Whether the appointment will be in-person or via Zoom.
4. Whether or not translation to/from English is required. (Translation will be arranged by the Commission.)
Those requesting Zoom appointments will be notified, when appointments are confirmed, of the Zoom link to be used.
Thank you.
Iceland Conference Commission 2024

 

 

2024-06-20: Þóra Sigríður Jónsdóttir. „Frá Þóru Siggu“ (frétt nr. 2). Kirkjufréttir. 20. júní 2024.

Frá Þóru Siggu
Kæru meðlimir,
Stjórnin ákvað að senda út auka-Kirkjufréttir til að láta ykkur vita af því að því miður hefur Kirkjunni verið stefnt aftur. Lögfræðingur Kirkjunnar hefur nú þegar gert þær ráðstafanir sem þarf og mun aðstoða okkur við að skrifa greinargerð sem þarf að skila inn 19. september
Óvíst er ennþá hvaða áhrif þetta mun hafa á fyrirhugaðan (síðari hluta) aðalfundar Kirkjunnar 8. september.
Þetta er auðvitað afar þungbært okkur öllum, ekki síst meðlimum stjórnarinnar og fjölskyldum þeirra, sem og eigendum Eden mining og þeirra fjölskyldum.
Ég vel því að enda þessa vondu frétt á góðu og hjartavermandi versi til þess að minna okkur á það sem rétt er.
Filipíbréfið 4.4-7
Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.


Hér má lesa stefnuna
Smellið hér 

 

From Þóra Sigga
Dear members,
The IC board decided to send out extra Church News to let you know that unfortunately the Church has been sued again. The Church's lawyer has already made the necessary arrangements and will assist us in writing an report to be submitted on September 19th.
It is still uncertain what effect this will have on the planned (second part) of the Church's session on September 8.
This is of course very difficult for all of us, not least the members of the board and their families, as well as the owners of Eden mining and their families.
I therefore choose to end this bad news with a good and heart warming verse to remind us of what is right.
Philippians 4.4-7
Always rejoice in the Lord. I say again: Be happy.Your sweetness will be known to all men. The Lord is near.Do not be anxious about anything, but in everything by prayer and petition and thanksgiving make your requests known to God.And the peace of God, which surpasses all understanding, will guard your hearts and your minds in Christ Jesus.


You can read the subpoena in Icelandic in the link above.

 

 

2024-07-12: Samtakastjórn. Frétt nr. 2. Kirkjufréttir. 12. júlí 2024.

Kæru meðlimir,
Nýlega barst Kirkjunni bréf frá sýslumanni sem hefur yfirumsjón með trúfélögum á Íslandi. Við höfum sett bréf hans hér í viðhengi. Lögfræðingur Kirkjunnar hefur skrifað svar sem við setjum einnig hér í viðhengi ykkur til upplýsinga.

Í ljósi þessa er sá möguleiki fyrir hendi að aðalfund þurfi að halda 4. ágúst.
Í samræmi við rök lögfræðings Kirkjunnar erum við enn að vona að aðalfundur geti farið fram 8. september.

Við vitum að biðin eftir því að námunefndin ljúki störfum sínum hefur verið mjög erfið fyrir marga. Okkur hefur verið tjáð að skýrslan verði tilbúin á næstunni.
Við biðjum ykkur að halda áfram að biðja fyrir starfi Kirkjunnar á Íslandi.
„ En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum. 
(2. Þessaloníkubréf 3.16)

Stjórn Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi

Smellið hér
Bréfið frá fulltrúa sýslumanns
Andmælabréf Kirkjunnar

 

Dear members,
The Church recently received a letter from the commissioner who oversees religious organizations in Iceland. We have attached his letter here. The Church's lawyer has written an answer, which we also attach here for your information. (In Icelandic, see links above).

In light of this, there is a possibility that the Session will have to be held on August 4.
In accordance with the arguments of the Church's lawyer, we are still hoping that the Session can take place on September 8.

We know that waiting for the Mining Commission to complete its work has been very difficult for many. We have been told that the report will soon be ready.
We ask you to continue to pray for the work of the Church in Iceland.
"But may the Lord of peace himself give you peace, always and in every way. God be with you all.
(2 Thessalonians 3.16)

Board of the Seventh-day Adventist Church in Iceland