UMHVERFISGUÐFRÆÐI

Umhverfisguðfræði Aðventkirkjunnar

Umhverfisguðfræði (ecotheology) er tiltölulega ný grein í guðfræði. Höfundur hafði ekki tíma til að rannsaka þessa grein og þátttöku aðventista í henni að miklu leyti. En ljóst er að Aðventkirkjan á heimsvísu hefur gefið út a.m.k. tvær opinberar yfirlýsingar um skoðun sína á umgengni mannkynsins við náttúruna. 

Sú seinni er frá 2010 og er um sköpun sem heimsmynd Biblíunnar. Þar stendur: „Trú á sköpun er grundvallaratriði í aðventisma sem hefur áhrif á miklu meira en spurninguna um uppruna lífsins“. Trú á Guð sem skapara felur m.a. í sér að mannkynið er ábyrgt fyrir því að vera ráðsmenn umhverfisins gagnvart Guði.[1] 

Eldri yfirlýsingin veit beint að málinu og kallast „Ráðsmennska á umhverfinu“ og var gefin út 1997. Hér er heildartextinn á frummálinu: 

It is the belief of the Seventh-day Adventist Church that humankind was created in the image of God, and is thus to represent God as His steward and to manage the natural environment in a faithful and fruitful way. Nature is a gift from God. 

Unfortunately, men and women have been increasingly involved in an irresponsible destruction of the earth’s resources, resulting in widespread suffering, environmental degradation, and the threat of climate change. While scientific research needs to continue, it is clear from the accumulated evidence that the increasing emission of destructive gasses, the massive destruction of the American rain forests, and the depletion of the protective mantel of ozone (the so-called greenhouse effect), are all threatening the earth’s eco-system. There are dire predictions of global warming, rising sea levels, increasing frequency of storms and destructive floods, and devastating desertification and droughts. 

These problems are largely due to human selfishness and greed which result in ever-increasing production, unlimited consumption, and depletion of nonrenewable resources. Solidarity with future generations is discussed, but the pressure of immediate interests is given priority. The ecological crisis is rooted in humankind’s greed and refusal to practice good and faithful stewardship. 

The government and people of Costa Rica are to be commended for their support of a comprehensive policy of sustainable development in harmony with nature. 

Seventh-day Adventism advocates a simple, wholesome lifestyle, where people do not step on the treadmill of unbridled over-consumption, accumulation of goods, and production of waste. A reformation of lifestyle is called for, based on respect for nature, restraint in the use of the world’s resources, reevaluation of one’s needs, and reaffirmation of the dignity of created life.[2] 

Það virðist hægt að segja sem svo að umhverfisguðfræði beintengist innsta kjarna aðventisma: Aðventistar trúa því að Guð hafi skapað heiminn og minnast þess hvern hvíldardag sem þeir halda heilagan. Hluti af hvíldardagshelgihaldi aðventista felst í því að njóta náttúrunnar. Aðventistar trúa líka sterklega á nauðsyn góðrar ráðsmennsku bæði á efnislega og andlega sviðinu – og það felur því í sér ráðsmennsku á sköpunarverki Guðs.

 

Umræða um umhverfisguðfræði innan KSDA

Þegar viðskiptahugmynd Edens og Heidelberg Materials var kynnt fyrir samtakastjórn hefði verið við hæfi – hvað sem kröfu þessara fyrirtækja á algjörri leynd samningaviðræðna líður – að samtakastjórn hefði hafið umræðu um umhverfisguðfræði Aðventkirkjunnar og framtíðarsýn KSDA innan trúfélagsins. Fyrirhugaðar framkvæmdir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eru af þeirri stærðargráðu að þær fela í sér ekki aðeins spurningar um samningagerð og samfélagið heldur einnig um umhverfið og ráðsmennsku. 

Þessi umræða átti sér hinsvegar ekki stað í söfnuðinum heldur var safnaðarmeðlimum einfaldlega kynnt að búið væri að skrifa undir samning sem myndi mögulega gjörbreyta Þorlákshöfn og nærliggjandi landslagi. 

Eru safnaðarmeðlimir sáttir við þessar afleiðingar þess að hafa lagt niður tillögunefnd á aðalfundi 2012? Sú ákvörðun felur í sér að sjö manna hópur telur sig ábyrgan fyrir því að móta framtíðarsýn KSDA og hrinda henni í framkvæmd án mikils eða nokkurs samráðs við safnaðarmeðlimi.

Hvað vilja aðventistar vera þekktir fyrir á Íslandi þegar það kemur að ráðsmennsku náttúrunnar og sköpunartrú sína? Þetta er spurning sem safnaðarmeðlimir hafa ekki verið spurðir að og hafa ekki fengið að svara.


[1]      „Belief in creation is foundational for Seventh-day Adventist understanding concerning much more than the question of origins.“ Factors such as „human responsibility for stewardship of the environment“ „find their meaning in the doctrine of creation.“ Framkvæmdastjórn Aðalsamtaka sjöunda dags aðventista, „Creation: The Bible’s Worldview“, Adventist.org, 2010, https://www.adventist.org/official-statements/creation-the-bibles-worldview/, þýðing höfundar í megintexta. 

[2] Stjórnsýslunefnd Aðalsamtaka sjöunda dags aðventista, „Stewardship of the Environment“, Adventist.org, 1996, https://www.adventist.org/official-statements/stewardship-of-the-environment/.