Ég heiti Jón Hjörleifur Stefánsson og held úti þessari síðu. Hún er aðallega um deilumál aðventista um námurekstur þeirra en er líka með gögn um Heidelbergverkefnið í Þorlákshöfn. Ég er sjálfur aðventisti. Ástæða þess að ég hef beitt mér í námumálinu er til að veita meðlimum upplýsingar um námumálið en á tímabili vildi stjórnin ekki veita meðlimum almennilegar upplýsingar. Núna er komin ný stjórn en málið orðið svo viðamikið að það er gagnlegt að hægt sé að nálgast allar upplýsingarnar á einum stað. Ég er guðfræðingur að mennt og sinni þessu málefni ekki vegna persónulegra hagsmuna heldur vegna hagsmuna trúfélagsins: samningar kirkju eiga að vera löglega undirritaðir og kirkjan á ekki að eiga í viðskiptum við aðila sem fara ekki eftir gerðum samningum.