ÓVENJULEGT FYRIRKOMULAG NÁMUREKSTRAR

Höfundur hefur talað við nokkra námueigendur og efnistökufyrirtæki (námuvinnslufyrirtæki). Þegar höfundur hefur útskýrt fyrir þeim rekstrarfyrirkomulag KSDA á námum sínum segja allir þessir aðilar að þeir viti ekki um neitt annað slíkt dæmi á Íslandi. Ummæli þeirra varpa skugga á staðhæfingu GCAS-fulltrúa á GCAS-fundinum þess efnis að fyrirkomulag KSDA og Eden Mining sé alþekkt á Íslandi.[1] 

Á Íslandi reka námueigendur stundum námurnar sínar sjálfir. En oftast sér fyrirtæki um að reka námuna fyrir landeiganda. Reksturinn felur þá í sér það að taka efnið úr námunni, vinna það og selja (eða nota, ef fyrirtækið sækir efnið úr námunni til eigin nota). 

Lesandanum til glöggvunar er þetta sett upp í töflu: landeigandi á námu og gerir samning við rekstraraðila (námuréttarhafa) sem rekur námuna (tekur efnið, vinnur það mögulega, og selur eða notar það).

SETJA INN TÖFLU

Vegagerðin tekur hvorki efnið úr námum né vinnur það. Til þess fær hún verktaka, eins og Mylluna ehf. á Austurlandi. En hvorki Myllan (verktakinn) né Vegagerðin (samningsaðili við landeigendur) selur efnið heldur notar Vegagerðin það sjálf. Myllan er því raunverulegur verktaki en ekki eiginlegur rekstraraðili.

Í töflunni eru bæði námurnar sem eru á sama stað og námur KSDA (hinar tvær Lambafellsnámurnar) og ein stærstu námuvinnslufyrirtæki landsins (eins og Steypustöðin). Hvorki nágrannar Eden Mining né stærstu fyrirtækin notast við það rekstrarfyrirkomulag sem KSDA sættir sig við. Þeir námurekstraraðilar sem höfundur talaði við sögðust ekki vita um neitt annað dæmi fyrir utan Eden Mining og aðventista þar sem náma væri rekin á sambærilegan hátt. Rekstrarfyrirkomulag KSDA á námum sínum virðist því vera einsdæmi á landsvísu.

Eins og getið var í upphafi kaflans hefur höfundur talað við marga námurekstraraðila. Þeir hafa allir sagt að þeir hreinlega skilji ekki fyrirkomulag KSDA og Eden Mining, að Eden Mining sé að hirða gróða af námurekstri fyrir að gera ekki neitt nema vera milliliður.


[1]      Sjá kaflann um GCAS-rannsóknina í þessari skýrslu.