MEINTUR HÁR REKSTRARKOSTNAÐUR

Tilgangur samningsins er að skapa eiganda stöðugar tekjur til framtíðar . . . Markmið félagsins [Edens] er að skapa stöðugar tekjur fyrir eigendur námanna.

       – Samningur KSDA við Eden, 2009, 2. efnisgrein.

 

Í opna bréfinu var sú skoðun rökstudd að þrátt fyrir að tilgangur fyrirtækisins Eden væri að skapa KSDA stöðugar tekjur með því að reka námurnar hennar þá hafi rekstrarkostnaður Edens verið mjög hár og skert tekjur KSDA og því verið á móti tilgangi samningsins frá 2009.[1]

Öll fyrirtæki eru rekin með rekstrarkostnaði og rekstrartekjum. Rekstrarkostnaður er hvað það kostar að reka fyrirtækið og rekstrartekjur eru hvað fyrirtækið aflar. Hagnaður er upphæðin sem er eftir þegar búið er að draga rekstrarkostnað og skatt frá rekstrartekjunum.

Rekstrarkostnaður Eden fyrir árin 2017 til 2020 var eins og hér segir:[2]

 ADD TABLE 

Rekstrarkostnaður var næstum því jafnhár og rekstrartekjurnar sem þýðir að hagnaður fyrirtækisins var fjarska lítill. Í hverju fólst þessi mikli rekstrarkostnaður?

Eden á engar námuvinnuvélar eða flutningabíla – það voru önnur fyrirtæki sem tóku, seldu og fluttu efnið. Eden sá ekki um markaðssetningu og sölu til neytenda – það voru önnur fyrirtæki sem gerðu það. Eden réð fólk ekki í vinnu til að sjá um þessa þætti og þurfti heldur ekki að veita þeim vinnuaðstöðu. Í hverju fólst þá rekstrarkostnaðurinn?


[1] Opið bréf til samtakastjórnar, 5. desember 2021, bls. 11–12.

[2] Tölurnar eru unnar upp úr ársreikningum Edens. Sjá kt. 6703081970, Fyrirtækjaskrá, Skatturinn.is, https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6703081970.