NATIONAL PLANNING AGENCY DOCUMENTS

This has yet to be translated.

Efnistaka Eden Mining úr Litla-Sandfelli

Hér eru öll skjölin. (Það er hægt að smella á nokkra flipa.) Hér er síðan stutt yfirlit:

  1. Matsáætlun: þegar fyrirhugaðar framkvæmdir þurfa að fara í umhverfismat leggur framkvæmdaraðili (EFLA fyrir hönd Eden Mining) fram uppkast að umhverfismatsskýrslu. Drögin kallast matsáætlun

  2. Umsagnir: Skipulagsstofnun biður viðeigandi fagaðila og stofnanir um að lesa matsáætlun og skrifa umsagnir um hana. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru Arnar Bjarki Árnason á Bjarnastöðum í Ölfusi, Örn Þorvaldsson, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Landvernd, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vatnsveita Hjallasóknar og Vegagerðin. Umsagnir voru meira og minna neikvæðar

  3. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (EFLA f.h. Eden Mining) svarar umsögnum og athugasemdum

  4. Álit Skipulagsstofnunar: eftir að hafa ráðfært sig við umsagnaraðila og lesið svör framkvæmdaraðila við þeim, skrifar Skipulagsstofnun álit sitt á matsáætlun framkvæmdaraðila

  5. Umhverfismatsskýrsla: framkvæmdaraðili (EFLA f.h. Eden Mining) fer síðan eftir áliti Skipulagsstofnunar þegar hann skrifar endanlega umhverfismatsskýrslu

  6. Umsagnir: Skipulagsstofnun leitar aftur til viðeigandi fagaðila og stofnana og biður þá um að lesa umhverfismatsskýrsluna og skrifa umsagnir. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Ágústa Ragnarsdóttir, Örn Þorvaldsson, Gylfi Sigurðsson, Henrik Jóhannsson, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) f.h. Icelandic Glacial (vatnsverksmiðjan á Litlalandi í Ölfusi), Landvernd og eigendur lögbýlisins Litlalands. Umsagnir voru meira og minna neikvæðar

  7. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (EFLA f.h. Eden Mining) svarar umsögnum

  8. Álit Skipulagsstofnunar: eftir að hafa lesið umsagnir og svör við þeim skrifar Skipulagsstofnun álit sitt á umhverfismatsskýrslu framkvæmdaraðila. Það er ekki lagalega bindandi heldur aðeins álit og eftir álitið er það sveitarfélagsins að ákveða hvort framkvæmdaraðila verði veitt tilskilin leyfi til að hefja framkvæmdir. Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti áætlanir Eden Mining á fundum sínum

Mölunarverksmiðja Heidelberg Materials

Hér og hér eru öll skjölin (um matsskylduna og svo um umhverfismatið). (Það er hægt að smella á nokkra flipa.) Hér er síðan stutt yfirlit:

  1. Fyrirspurn um matsskyldu: framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg Materials) sendir Skipulagsstofnun fyrirspurn um umhverfismatsskyldu

  2. Umsagnir: Skipulagsstofnun leitar aftur til viðeigandi fagaðila og stofnana og biður þá um að lesa fyrirspurnargreinargerð framkvæmdaraðila og skrifa umsagnir um hvort umhverfismat sé nauðsynlegt og hvaða þætti beri að skoða. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru minnihluti bæjarstjórnar Ölfuss, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landsnet, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðin og Vinnueftirlitið. (Hef ekki haft tíma til að lesa þetta allt enn)

  3. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg) svarar umsögnum og athugasemdum og spurningum Skipulagsstofnunar

  4. Ákvörðun Skipulagsstofnunar: eftir að lesa umsagnir og svör við þeim tekur Skipulagsstofnun ákvörðun um það hvort setja þurfi fyrirhugaðar framkvæmdir í umhverfismat. Í niðurlagi ákvörðunar stendur: „fyrirhuguð framkvæmd kann að hafa umtalsverð umhverfisáhrif … Því skal framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum“.

  5. Matsáætlun: þegar fyrirhugaðar framkvæmdir þurfa að fara í umhverfismat leggur framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg Materials) fram uppkast að umhverfismatsskýrslu. Drögin kallast matsáætlun

  6. Umsagnir: Skipulagsstofnun biður viðeigandi fagaðila og stofnanir um að lesa matsáætlun og skrifa umsagnir um hana. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landsnet, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Erlendur Ágúst Stefánsson, Guðmundur Oddgeirsson, Henrik Jóhannsson, Karl Jóhann Guðnason og Landvernd. (Ég hef ekki haft tíma enn til að lesa umsagnirnar)

  7. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg Materials) svarar umsögnum

  8. Álit Skipulagsstofnunar: eftir að hafa lesið umsagnir og svör við þeim skilar Skipulagsstofnun áliti á matsáætlun

  9. Umhverfismatsskýrsla: framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg Materials) styðst við álit Skipulagsstofnunar og skilar umhverfismatsskýrslu (auk viðauka nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6)

  10. Umsagnir: Skipulagsstofnun biður viðeigandi fagaðila og stofnanir um að lesa matsáætlun og skrifa umsagnir um hana. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðisteftirlit Suðurlands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landsnet, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Vinnueftirlitið, Erlendur Ágúst Stefánsson, Guðmundur Oddgeirsson, Náttúruverndarsamtök Suðurlands (NSS), Jón Hjörleifur Stefánsson (ég), Jóhannes Laxdal Baldvinsson og Ester Ólafsdóttir. (Ég hef ekki haft tíma enn til að lesa umsagnirnar allar)

  11. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (COWI f.h. Heidelberg Materials) svarar umsögnum

  12. Álit Skipulagsstofnunar: eftir að hafa lesið umsagnir og svör við þeim skilar Skipulagsstofnun áliti á umhverfismatsskýrslunni

Næsta skref hjá Heidelberg Materials er að fá tilskilin leyfi fyrir framkvæmdum. Bæjarstjórn Ölfuss hafði lýst því yfir að hún myndi eftirláta íbúum ákvörðunina með því að halda íbúakosningar þann 1. júní næstkomandi. Þann 17. maí var kosningunum hinsvegar frestað og ekki er vitað hvenær þær verða haldnar.

Efnisvinnsla úr sjó við Landeyjahöfn

Hér eru öll skjölin. (Það er hægt að smella á nokkra flipa.) Hér er síðan stutt yfirlit:

  1. Matsáætlun: framkvæmdaraðili (Heidelberg Materials) leggur fram matsáætlun um umhverfisáhrif

  2. Umsagnir: Skipulagsstofnun biður viðeigandi fagaðila og stofnanir um að lesa matsáætlun og skrifa umsagnir um hana. Íslendingum almennt er einnig heimilt að senda inn umsagnir. Þeir sem skrifuðu umsagnir voru Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra, Vestmannaeyjabær, Fiskistofa, Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Landhelgisgæsla Íslands, Landsnet, Minjastofnun Íslands, Míla, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Landvernd og Ljósleiðarinn. Langflestir umsagnaraðilar telja umhverfismat nauðsynlegt og lýsa yfir áhyggjum

  3. Svör við umsögnum: framkvæmdaraðili (Mannvit f.h. Heidelberg Materials) svarar umsögnum

  4. Álit Skipulagsstofnunar: eftir að hafa ráðfært sig við umsagnaraðila og lesið svör framkvæmdaraðila við þeim, skrifar Skipulagsstofnun álit sitt á matsáætlun framkvæmdaraðila: honum ber að skila umhverfismatsskýrslu

  5. Umhverfismatsskýrsla: framkvæmdaraðili (COWI f.h. Heidelberg Materials) skilar umhverfismatsskýrslu (auk viðauka nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6)

  6. Umsagnir: væntanlegar

  7. Svör við umsögnum: væntanleg

  8. Álit Skipulagsstofnunar: væntanlegt

Fyrirhuguð efnisvinnsla úr sjó er (eins og sjá má af ókláruðu skjalayfirliti hér að ofan) enn í umhverfismati