ORÐSKÝRINGAR OG SKAMMSTAFANIR
aðalfundur: Kjörfundur Kirkju sjöunda dags aðventista, haldinn á þriggja (nú fjögurra) ára fresti. Hver söfnuður kýs sér fulltrúa sem hann sendir á aðalfundinn
Aðalsamtökin: Efsta stjórnsýslusvið alþjóðlegs trúfélags sjöunda dags aðventista (e. General Conference)
Aðventkirkjan (á heimsvísu): Trúfélag sjöunda dags aðventista í heild sinni en ekki aðeins íslenski hluti þess
Breiðabólstaður: Landareign KSDA í Ölfusinu. Á henni standa byggingar sem tilheyrðu Hlíðardalsskóla og búinu Breiðabólstað
dreifðir (safnaðarmeðlimir): Safnaðarmeðlimir sem búa utan svæða þar sem söfnuð er að finna. Stjórnsýslulega heyra þeir undir samtakastjórn sem gegnir hlutverki safnaðarstjórnar fyrir þá
GCAS: General Conference Auditing Service
gjafir: Frjáls samskot sem safnaðarmeðlimir gefa KSDA
Hlíðardalsskóli: Heimavistarskóli á gagnfræðastigi sem KSDA rak á Breiðabólstað 1950–1995
KSDA: Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi
safnaðarstjórn: Stjórnarnefnd safnaðar
Samantektin: Óháð fréttabréf fyrir íslenska aðventista sem hóf göngu sína maí 2020. Ritstjórar eru Jón Hjörleifur Stefánsson (höfundur) og Elísa Elíasdóttir
samtakastjórn: Framkvæmdarstjórn Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi (e. Executive Committee)
samtökin: Trúfélagið Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er hluti af hinu alþjóðlega trúfélagi sjöunda dags aðventista. Innan stjórnsýsluskipulags alþjóðlega trúfélagsins er Kirkja sjöunda dags aðventista svokölluð samtök (e. Conference)
stjórnendur (samtakanna): Formaður, fjármálastjóri og aðalritari Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi
Stór-Evrópudeildin: Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi er samtök sem heyra undir Stór-Evrópudeildina (e. Trans-European Division)
söfnuður: Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi samanstendur af sex söfnuðum sem eru vanalega kallaðir eftir staðsetningu sinni: Árnes (Selfoss), dreifðir, Hafnarfjörður, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Á Akureyri er kirkja en þeir meðlimir sem mæta þar hafa (enn) ekki stöðu safnaðar og heyra því til dreifðra